Börn og menning - 01.10.2002, Blaðsíða 6
4
Börn og menning
Farvegur til að segja eitthvað
sem virkilega skiptir máli
viðtalið
Árið 1999 urðu þau stórtíðindi íbókmenntaheiminum hér á landi að barnabókin Sagan af
bláa hnettinum hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin. Ekki voru menn á eitt sáttir um
þessa niðurstöðu en óhætt er að fullyrða að unnendur barnabókmennta fylltust stolti og
gleði. Höfundurinn, Andri Snær Magnason, segir okkur frá sjálfum sér, öllum hugmyndun-
um sem liggja I loftinu, verðlaununum, menningararfinum...
Kveikjan
Ég hef alltaf litið á ritstörfin sem farveg fyrir
hugmyndir en frá því ég man eftir mér hef
ég verið með hausinn fullan af hugmyndum.
Maður sá oft utan úr hinum stóra heimi
ofsalega lélegar hugmyndir, t.d. 70 milljarða
króna bíómynd unna út frá mjög lélegri hug-
mynd og maður gekk út úr bíóinu og hugs-
aði: „Ég hef fengið betri hugmyndir en
þetta". Svo sá maður líka stundum æðis-
legar hugmyndir, Ijóð, sögur og stuttmyndir
og hugsaði „ég vildi óska að mér hefði dott-
ið þetta í hug".
Maður fór að prófa sjálfur og ég man til-
finninguna þegar ég sýndi eínhverjum sögu
eftir mig og hann sagði: „Ég vildi að ég hefði
fengið þessa hugmynd". Þá hugsaði ég:
„Voru Einar Már og allir þessir kallar ekki
jafn vitlausir og ég þegar þeir voru í mennta-
skóla?" Svo las ég Barn náttúrunnar og
sannfærðist.
Froskar, kóngulær og Ijóð
Þegar ég var krakki las ég mikið um risaeðlur
og froska og kóngulær og skordýr. Ég átti
heima í Bandaríkjunum þar til ég varð 9 ára
en ég man varla eftir einni einustu banda-
rískri barnabók. Las mest náttúrufræði-
bækur og myndabækur en síðan las ég heil-
mikið af íslenskum þjóðsögum eftir 10 ára
aldur og fram eftir öllum aldri. Ég sökkti mér
aldrei í „science fiction" eða Alister McLean,
las þó Stephen King. Ég myndi segja að
Ijóðin hafi haft mest áhrif á mig í mennta-
skóla. Páll Bjarnason var góður íslensku-
kennari og bekkurinn gaf út Ijóðabók í
öðrum bekk og Þórður Helgason, vinur hans
pabba, bar í mig Ljóðorm og allskyns Ijóða-
bækur. Hann var kannski tengingin mín yfir í
að verða höfundur. Hann gerði þessa fjar-
lægu hugmynd raunhæfa og hann hefur
gert mikið af því að hjálpa ungum höfund-
um að taka skrefið úr skúffunni.
Rétti tíminn
Þegar ég kom fram á sjónarsviðið var dálítið
langt um liðið síðan ný kynslóð höfunda
hafði komið fram. Það voru ekki margir
ungir höfundar að gefa út þannig að þetta
var eiginlega rétti tíminn. Ég lét vaða á þetta.
Ég gaf út fyrstu Ijóðabókina sjálfur og hún
fékk rosalega góðar viðtökur sem efldu mig.
Mamma, pabbi og systir mín voru eins og
sölumenn dauðans og skófluðu henni út