Börn og menning - 01.10.2002, Qupperneq 7
Farvegur til að segja eitthvað ...
með mér. Maður dúkkaði upp heima af
hreinni tilviljun þegar mamma hélt sauma-
klúbb og var þá einmitt með tíu bækur. Bók-
in seldist mjög vel og sumir keyptu hana oft,
gáfu alltaf frá sér eintakið þannig að sú
hvatning var mjög mikilvæg. Maður hefur
hitt rithöfunda, t.d. frá Noregi sem gefa út
bók, segjum Ijóðabók sem selst í 50 - 200
eintökum, en enginn i þeirra innsta hring
hefur lesið bókina, hvorki mamma þeirra né
vinir. Líkurnar á að hitta lesanda eru stjarn-
fræðilegar, eins og að hitta tvífara sinn. Ná-
lægðin við lesendur er mikilvægur kostur
fyrir íslenska höfunda. Þegar maður gefur út
Ijóðabók þá sleppur ekki múrarinn frændi
manns við að kaupa hana og lesa og annað-
hvort fær maður góð viðbrögð eða slæm en
það verður þá bara að hafa það.
Það var allt eitthvað svo trist
Lengi vel var ég bara með húmor eða eitt-
hvað svoleiðis í mínum verkum og ég var
ekki reiður út af neinu sérstöku og saknaði
svosem ekki neins. En svo gerðist allt á sama
tíma, ég eignaðist barn og var að vinna í
kjallaranum á Árnastofnun við að hlusta á
rímur. Þetta var alveg furðulegur heimur sem
mjög fáir höfðu kynnst. Þangað fór maður á
morgnana, niður í kjallara og hlustaði. Það
var mjög draugalegt að vera með gamlar
konur í eyrunum allan daginn. Það var ótrú-
lega sannur, heill kjarni í öllu sem var þarna.
Menn höfðu 1000 ára minni. Ég steig beint
úr kjallaranum og fór heim, nýbúinn að eign-
ast strákinn og kveikti á FM-957 eða ein-
hverju álíka. Þar var allt algjörlega sögulaust,
núið allsráðandi og ekkert minni. Finnur Ing-
ólfsson var á þessum tíma að segja: „ef við
fórnum ekki landinu þá förum við aftur í
torfkofana". Raddirnar í torfkofunum voru
allar þaðan og mér fannst eins og við hefð-
um týnt einhverju, ég fylltist einkennilegri
nostalgíu eftir fortíðinni, fannst að við þyrft-
um einmitt á meiri fortíð að halda en Finnur
var að tala um að fórna landi til að knýja
hraðar núið, fá meiri FM-stemningu í loftið.
Þetta var allt eitthvað svo bjagað og skrítið.
Svo voru þeir að kasta sprengjum á Serbíu,
alls konar hlutir sem hrærðu upp í manni.
Við vorum í fyrsta skipti þátttakendur í
loftárás. Davíð sagði: „Já, við
verðum að vera tilbúin
að fórna" en við ^
höfum aldrei verið
tilbúin að fórna einni
einustu krónu til að
sprengja neitt. Það var allt eitthvað svo trist
og braut gegn öllu sem mér fannst við
standa fyrir sem þjóð og mér leið mjög illa
yfir þessu. Ég var með einhverjar sögur i
smíðum en mér fannst svo mikið fals að fara
að framleiða eitthvað bara ofan í maskínuna.
Ég fór í sjónvarpsviðtal þegar Bónusljóðin
komu út. Þá var verið að safna fyrir Rauða
krossinn og við sátum tvö í stúdíóinu, ég
með mitt brandaraefni og kona frá Rauða
krossinum að safna fyrir hungruð börn. Hún
fékk þrjár mínútur en ég fékk korter. Ein-
hvern veginn gat ég fundið öllum þessum til-
finningum farveg í Bláa hnettinunn.
Dagur til að semja barnabók
Ég ákvað í rauninni ekki hvernig bók þetta
ætti að vera heldur í hvaða bókahillu hún
ætti að lenda, í Astrid Lindgren og Mómó
hillunni. Og ég sagði við konuna mína og
fjölskyldu þegar hún spurði hvort ég ætlaði
ekki að fara að tala við útgefanda að ég gæti
fundið hann hvar sem væri í heiminum - ég
var ótrúlega sannfærður - ég ætlaði að
skrifa bók sem yrði endurprentuð í 200 ár,
eitthvað sem myndi lifa mig þótt ég skrifaði
ekki stakt orð í viðbót. Þetta er mjög skrítið
þegar maður hugsar um það svona eftir á.
Ég hef aldrei litið þannig á að ég hafi ein-
hverjar sérstakar skyldur við barnabóka-
menninguna frekar en Ijóðið eða eitthvað
annað. Ég skrifaði Bláa hnöttinn inn í þessa
bókmenntagrein en ég hef ekki skilgreint
mig beinlínis sem barnabókahöfund frekar
en Ijóðskáld eða smásagnasmið. Þessi list-
grein, að skrifa barnabók var eina formið
sem ég gat fundið til að koma ákveðnum til-
finningum til skila. I gömlu Sovétríkjunum
þegar höfundar vildu segja eitthvað virkilega
merkilegt þá neyddust þeir oft til að gera
það í gegnum barnabókmenntir vegna rit-
skoðunarinnar. Þar fundu þeir farveg til að
segja eitthvað sem skipti máli.
Maður skynjar einhvers konar gervirit-
skoðun í loftinu. Það sem þú vilt segja
geturðu ekki sagt í fullorðinsbók því
það yrði svo mikil klisja, það er
t.d. ekki hægt að
segja í full-
orðinsbók
að allir eigi að vera
vinir. Barnabækur eru ekki
eins og fullorðinsbækur. Það er
kannski aðalatriðið, barnabækurnar eru far-
vegur til að segja eitthvað sem skiptir máli.
íslensku bókmenntaverðlaunin
Mér finnst þetta ágætt fyrirkomulag á ís-
lensku bókmenntaverðlaununum að hafa
allar bækur í einum potti. Það er ögrandi
fyrir barnabókahöfunda að vera í pottinum
eða mér fannst það á sínum tíma. Þá var
talað um að hafa sérstök barnabókaverðlaun
við hliðina á hinum en það var svo mikill
hugur í mér að ég taldi að minnsta kosti líkur
á að ég gæti fengið bókina metna sem lista-
verk á sama hátt og hægt er að bera saman
Ijóðabók og skáldsögu í sama flokki. Það
voru einhvern veginn þannig straumar í
loftinu. Ég taldi mig hafa ákveðna möguleika
þegar ég leit yfir sviðið og mig langaði að
keppa við Þorstein frá Hamri. Ég held að
barnabókahöfundar vilji það.
Verðlaunin voru mikilvæg viðurkenning.
Þegar ég lít til baka sé ég að þau eru oft veitt
fyrir höfundarverk en þarna var ég ekki með
nein stórvirki að baki til að slá skjaldborg í
kringum mig. Mér fannst þetta mjög
skemmtilegt af því ég var í ákveðnu braut-
ryðjendahlutverki. Ég held að flestir sem
skrifa barnabækur viljí vera metnir til jafns
við aðra - vera ekki settir í aðra deild. Um
daginn var ég í Winnipeg og talaði við eina
manneskju um Híbýli vindanna. Hún sagði
mér að lesa Vestur í bláinn eftir Kristínu
Steins, að hún hefði fangað andann jafnvel
betur en Böðvar.
Arfurinn
Þegar ég var í íslensku var það arfurinn í
Árnastofnun sem heillaði mig mest. Mér
fannst synd hvað hann var illa kynntur, bæði