Börn og menning - 01.10.2002, Qupperneq 31

Börn og menning - 01.10.2002, Qupperneq 31
úr smiðju höfundar 29 gera miðaldra húsmæður í úthverfum ekki svo nú voru góð ráð dýr. En mín ráðagóða vinkona var ekki af baki dottin og kom mér hið snarasta í samband við sérlega gall- steinasérfræðinga á Landspítalanum við Hringbraut. Þar var skilningsríkur læknir sem bauð okkur stöllum að vera viðstaddar gall- steinaaðgerð. Snemma á mánudagsmorgni nú á haustdögum mættum við svo í bún- ingsklefa skurðdeildarfólks. Við fórum í fagurgræna búninga, drifhvíta sokka og klossa. Því næst settum við upp hárnet og grímur og skunduðum í fylgd sérfræðings inn á skurðstofu þar sem gallsteinaaðgerð var um það bil að hefjast. Það var ævintýraleg lífsreynsla að sjá þessa snillinga framkvæma smásjáraðgerð og fylgj- ast með þeim á sjónvarpsskjám á skurðstof- unni. Við spurðum agndofa um allt sem fyrir augu bar. Ætlið þið að taka alla gallblöðr- una? Til hvers notar maður gallblöðru? Er hún kannski til einskis? Ætti maður að láta taka sína bara til að losna við hana? Geymir fólk gallsteinana sína? Hafið þið mætt ein- hverjum sem hefur þá um hálsinn eða sem eyrnalokka? Þegar við höfðum spurt i þaula áttuðum við okkur skyndilega á því að ein- hverju af því hæfa fólki sem kom að aðgerð- inni hafði líklega ekki verið tjáð að við vær- um vesælir rithöfundar í rannsóknarleið- angri. Yfirlæknirinn flýtti sér að útskýra hvaðan við kæmum. Þeir sem héldu að við værum læknanemar voru eflaust farnir að örvænta um kennsluhætti hjá læknadeild Háskóla íslands. Eftir gallsteinaaðgerðína vorum við reynsl- unni ríkari. Ég gat betur sett mig í spor afa Gissa og ekki spillti fyrir að ég fékk heim með mér dýrindis gallsteina sem ég geymi í sultukrukku fyrirframan tölvuna mína. Dótt- ir mfn hefur ekki trú á þeim lengur sem óska- steinum og því virka þeir ekki sem slíkir. Gall- steinana mun ég þó hafa í farangrinum á að- ventunní þegar ég hendist um bæinn og les upp úr bókinni Gallsteinar afa Glssa. Með bestu kveðju, Kristín Helga Gunnarsdóttir

x

Börn og menning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.