Börn og menning - 01.10.2002, Qupperneq 23

Börn og menning - 01.10.2002, Qupperneq 23
Tvær raunsæisbækur undir smásjánni 21 hættir skyndilega að vera sjálfsagður hlutur: „Mamma segist ekki muna eftir því að ég hafi nokkurn tíma verið jafn fljótur á fætur til að fara í skólann og næsta dag." (73) Að sama skapi er Niko í þeirri aðstöðu að vera hvorki barn né fullorðinn og skynja þar með að eitthvað mikið er að en fá samt ekki að vita hvað: „Mamma og pabbi halda áfram að veigra sér við því að tala við mig um hvað sé að gerast. Þau virðast halda að þau verndi mig með því að ræða ekki ástandið svo ég heyri. En mér finnst verra að fá ekki að vera með heldur standa einn og eiga að láta eins og ekkert sé að." (79) Anna Gunnhildur nýtir sér sjónarhorn unglingsins, sem á erfitt með að skilja stríðið, til að miðla hinu flókna stjórnmálaástandi í Júgóslavíu til íslenskra lesenda. Að lestri loknum er augljóst að ekki er hægt að dæma eina þjóð umfram aðra. Niko á í sálar- stríði alla söguna þar sem hann óttast að Miroslav og faðir hans hafi flúið til Serba og taki nú þátt í umsátrinu um Sarajevo. Léttir hans er mikill þegar hann kemst að því að Miroslav er enn vinur hans, þrátt fyrir að vera annarrar trúar. Sama má segja um Tönju en faðir hennar, sem er rétttrúaður Serbi, er drepinn. Hún kennir hins vegar Niko ekki um það. I þessu stríði liggur vonin hjá börnunum sem neita að láta draga sig inn í blóðuga valdabaráttu hinna fullorðnu. Eins og áður segir flýr Miroslav með föður sínum og eftir nokkurn tíma flýja Niko og móðir hans. Þau lenda í flóttamannabúðum og ætla að reyna að komast til Þýskalands. Örlögin haga því hins vegar svo að þeim býðst að koma til íslands, til allt öðruvísi sam- félags þar sem nöfn manna segja ekkert um trú þeirra og slík átök virðast víðs fjarri. Sagan segir svo frá komu þeirra mæðgina til íslands og um leið hvernig hversdagslífið nær yfirhöndinni að nýju: „Um leið og ég nýt þess að bíta rólega í mjúkt hamborgara- brauðið, grípa franskar og renna hvoru tveggja niður með kók eru allar hörmungar á bak og burt. Aðeins augnablikið gildir." (146) Aðeins lítill hluti sögunnar gerist á ís- landi en þar virðist lífið brosa við þeim mæðginum. Reyndar má velta því fyrir sér hvort það sé almenn upplifun flóttamanna sem hingað koma. Niko fjallar um mál sem eru uppi á borð- inu í íslensku nútímasamfélagi. Hingað koma flóttamenn á öllum aldri með allt aðra og oft skelfilega reynslu í farteskinu. Hér er hugar- heimi eins þeirra lýst og um leið fá lesendur smjörþef af því hvernig stríðsreksturinn virð- ist tilgangslaus og andstyggilegur í augum barnanna. Gamalt íslenskt máltæki lýsir boð- skap bókarinnar kannski best: Bragð er að þá barnið finnur. ( Niko er ákveðinn boðskapur. I eftirmála er lesendum gert Ijóst hvernig þeir geti hjálp- að flóttamönnum: „En þú máttgjarna hjálpa þessum skólafélaga þínum að læra á nýtt land og nýtt tungumál því það er mikil vinna." (170) Þessi eftirmáli hnýtir enda- hnútinn á raunsæja barnabók sem er ágæt- lega skrifuð og inniheldur þarfan boðskap. Helst má finna að því að lesanda er ekki gef- inn kostur á að túlka þann boðskap sjálfur heldur kemur hann innpakkaður með slaufu í sögulok. Að eiga eða eiga ekki barn Meðgöngutími mannsins er 40 vikur. Eins og glögga lesendur rennir strax grun í segir bókin 40 vikur eftir Ragnheiði Gestsdóttur frá einni slíkri meðgöngu. Móðirin er Sunna sem er að klára 10. bekk. Eftir samræmdu prófin fara nemendurnir á skrall og Sunna kemst á séns með sætasta stráknum í skól- anum, Bigga. Sunna sefur hjá í fyrsta sinn en áttar sig ekki á því fyrr en mörgum vikum síðar að þessi nótt hefur haft afdrifaríkar af- leiðingar. Höfundur leggur sig fram um að greina hlutskipti ungra mæðra og lýsir blendnum tilfinningum Sunnu. Hana langar ekkert að vera ólétt og þegar hún og fjölskylda henn- ar átta sig á ástandinu eru fyrstu viðbrögð að senda hana í fóstureyðingu. Of langt er hins vegar liðið á meðgönguna til að það sé mögulegt. Sunna verður því að horfast í augu við að verða móðir - og það þó að hún sé bara að byrja í framhaldsskóla. Hún gerir sér grein fyrir því að þetta er ekki óskastaða og þegar öllu er lokið og hún Iftur til baka áttar hún sig á því að líklega hefði hún farið í fóstureyðingu ef það hefði verið hægt: „Hvað ég óskaði þess heitt og innilega þá að geta vaknað af martröðinni. Óskaði þess að fá að vera bara ég sjálf í friði, fá að vera stelpa svolítið lengur." (105) Bókin nær að sætta tvenns konar hug- myndir sem hafa verið við lýði um óléttur unglingsstúlkna; annars vegar að þær séu skelfilegt samfélagsmein og hins vegar þá til- hneigingu að vefja barneignir og hjónabönd unglinga inn í bleika sykurkvoðu og upp- hefja þau sem sannkristilega hegðun. Hér eru spilin hins vegar lögð á borðið. Sunna vill alls ekki vera ólétt og faðirinn hefur engan á- huga á að vera með henni. Sunna reynir m.a.s. að losna við barnið þegar hana fer fyrst að gruna að eitthvað sé í gangi, t.d. með því að fara út að hlaupa og sitja í heitasta pottinum í sundlaugunum en hana minnir að ófrískar konur eigi að forðast að fara í of heitt vatn því að það geti komið blæðingum af stað (34). Þegar Sunna fær jákvæða niðurstöðu úr þungunarprófi getur hún ekki hugsað sér að segja fjölskyldu sinni hið sanna um málið og pukrast með upplýsingarnar. Þó vill hún segja Brynju vinkonu sinni frá þessu og sýnir hugmyndaauðgi unglingsins þegar hún sendir Brynju sms-skilaboð á dulmáli til að Lilla litla systir fatti ekki neitt og skrifar 1 + 1 = 3. Lilla sér þetta og verður ansi hissa: „Þetta er vitlaust! kallar hún sigri hrósandi. - Sunna kann ekki að reikna!" (47)

x

Börn og menning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.