Börn og menning - 01.10.2002, Blaðsíða 15

Börn og menning - 01.10.2002, Blaðsíða 15
Litla Ijót og „Litli Ijóti andarunginn" 13 Úlfhildur Dagsdóttir Litla Ijót og „Litli Ijóti andarunginn" Muniði eftir sögunni af Litlu Ijót? Einhvers staðar býr í mínum smáa heila óljós minning um sögu, eða kannski frekar leikrit, i Öskubuskustíl - eða var það útgáfa af Öskubusku? Ég man það ekki, en aðalpersónan var eins og Ljóti andarunginn, alltaf kölluð Litla Ijót af systrum sínum, þar til allt í einu kom í Ijós að hún var ekkert Ijót, hún bara hafði aldrei fengið að njóta sín. Þessi óljósa minning kom upp í huga mér þegar ég fór að velta fyrir mér hvernig ég ætti að tengja þessar tvær ólíku myndir sem hér eru til umræðu, fyrstu íslensku teiknimyndina Litlu lirfuna Ijótu og Disneymyndina Lilo og Stitch. Tengingin er augljós í tilfelli Litlu lirfunnar Ijótu sem er hefð- bundin Öskubuskusaga en kannski ekki eins dagljós þegar kemur að Lilo og Stitch. Og nú verð ég að biðja um þolinmæði, lesendur góðir, þetta kemur allt í Ijós í lokin. Litla lirfan Ijóta Ég hef áður rætt í þessu riti hversu lítið ís- lenskar barnamyndir hafa höfðað til mín, og hversu veika stöðu þær hafa haft í íslenskri kvikmyndagerð. En ég talaði einnig um að bjartari tímar væru framundan og er Litla lirfan Ijóta án efa einn mesti Ijósgjafinn. Teiknimyndagerð er gífurlegt þolinmæðis- verk og að baki teikni- og hreyfimyndum af ýmsu tagi liggur ótrúleg nákvæmnisvinna sem fáir gera sér grein fyrir. Vissulega hefur Gunnar Karlsson hlotið góða þjálfun í aug- lýsingagerð sinni - en hann hefur gert glað- legar auglýsingar í hreyfimyndastíl um árabil - en þrátt fyrir það er það ótrúlegt afrek að ráðast í gerð myndar af þessu tagi sem á sér engan bakgrunn í íslenskri kvikmyndagerð. Og hvernig tókst til? Ja, ég hef bara sjaldan skemmt mér eins vel á íslenskri mynd, og barnið sem ég fékk að láni til að skoða myndina með mér (vinkona mín, sem er örðu eldri en ég) var ekki síður hrifin. Sagan er einföld og falleg hjá Friðriki Erlingssyni og segir frá því að einn morgun vaknar lítil lirfa á laufblaði og uppgötvar að hún situr uppi í tré umkringd gróðri og skordýrum. Henni finnst heimur sinn fallegur, enda er hann það, þvf allt umhverfið er sérlega vel hannað og fallegt, litaglatt og bústið. Litla lirfan áttar sig alls ekki á að hún er sjálf takmarkað augnayndi, fremur skökk öll í framan og skögultennt að auki. En útstæðar tennurnar koma sér aldeilis vel þegar að matmálstím- anum kemur því litla lirfan lifir á laufblöðum sem hún hakkar samviskusamlega í sig. Um stund býr hún við þetta góða og fallega líf, en þá kermur snákur í paradís, í formi býflugu sem er alls óánægð með það hvað litla lirfan er dugleg að borða matinn sinn og skammar hana fyrir Ijótleika og græðgi. Og viti menn, litla lirfan reynist svo þung að hún hreinlega lekur út af laufblaðinu og lendir í háu grasi þaðan sem útsýnið fagra yfir garðinn og blómin er horfið. Núnú, þetta litla ævintýri veltir af stað stórhættulegri atburðarás fyrir litlu lirfuna sem lendir f klóm ástfanginna þrasta og illskeyttrar kóngulóar en sleppur ósködduð og eftir að hafa legið í dvala um stund vaknar hún sem stórglæsilegt fiðrildi. (Og nú vona ég að ég hafi ekki skemmt myndina fyrir neinum.) Býflugan hofmóðuga er nú öll mun undirgefnari og áttar sig engan veginn á að hér er á ferðinni litla Ijóta

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.