Börn og menning - 01.10.2002, Side 18
16
Börn og menning
bókmenntir
H.C. Andersen verðlaunin 2002
Annað hvert ár veita alþjóðasamtökin IBBY
rithöfundi og myndskreyti hin þekktu Hans
Christian Andersen verðlaun fyrir framlag
þeirra til barnamenningar. Verðiaunin, oft
kölluð „Litlu Nóbelsverðlaunin", eru
stærsta alþjóðlega viðurkenning sem höf-
undum og myndskreytum getur hlotnast á
sviði barnabókmennta. Margrét Þórhildur
II Danadrottning er verndari verðlaunanna.
íár voru margir tilnefndir. IBBYá íslandi til-
nefndi Guðrúnu Helgadóttur sem fulltrúa
íslands og er hún vel að þeirri tilnefningu
komin. En eins og venjulega eru fáir út-
valdir og i ár hlutu tveir Bretar verðlaunin,
þeir Aidan Chambers fyrir störf sín sem rit-
höfundur barna- og unglingabóka og
Quentin Blake fyrir framlag sitt sem mynd-
skreytir. Hér á eftir fer pistill um þessa tvo
heiðursmenn.
Aidan Chambers
Honum líkaði ekki nöfnin tvö sem foreldrar
hans völdu honum við skírn svo hann tók sér
nafnið Aidan. Það er keltneskt orð yfir eld.
Aidan Chambers fæddist 27. desember árið
1934 á sveitabæ nálægt borginni Durham.
Hann var einkabarn trésmiðs og húsmóður.
Bernska Aidans einkenndist af fábrotnu
heimilislffi og einmanaleika. Honum fannst
gaman í fyrstu bekkjum barnaskóla vegna
þess að kennarinn var duglegur að lesa fyrir
nemendur sína alls konar sögur á morgnana
og lét þá svo leika sögurnar síðar um daginn.
Skemmtilegast fannst honum að leika
söguna um Davíð og Golíat. Þá lék hann
Davíð og undir dynjandi trumbuslætti og
gjallandi tónum frá blásturshljóðfærum
sigraði hann Golíat sem var leikinn af stærsta
og óþekkasta stráknum í bekknum. Þegar
upplestri og leik var lokið kom að reikningi
og þá féllust Aidan hendur.
í gagnfræðaskóla hitti Aidan kennara sem
breytti lífi hans, kenndi honum mikilvægi
þess að lesa góðar bókmenntir og njóta
þeirra. Kennarinn hvatti strákinn til að kaupa
sér eina bók á viku og koma sér þannig upp
eigin bókasafni. Fimmtán ára gamall fékk
Aidan bók D. H. Lawrence Synir og elsk-
hugar í hendur og eftir að hafa lokið bókinni
var hann staðráðinn í að verða rithöfundur
og skrifa skáldsögur og leikrit.
Eftir háskólanám var hann ráðinn sem
enskukennari við nokkra skóla en hætti að
fáum árum liðnum og sneri sér eindregið að
ritstörfum. Einnig hóf hann útgáfu barna- og
unglingabóka með konu sinni, Nancy
Lockwood. Þau fluttu til London þar sem
þau stofnsettu lítið útgáfufyrirtæki, Thimble
Press, þar sem tímarit Nancyar, SIGNAL, er
gefið út en það fjallar um bókmenntir fyrir
börn og unglinga. Thimble Press hefur gefið
út yfir þrjátíu bækur um efni fyrir börn og
unglinga. Fyrir alúð þá sem Aidan og Nancy
hafa lagt við bókmenntir barna voru þau
heiðruð með verðlaunum kenndum við
Eleanor Farjeon árið 1982.
Aidan Chambers hefur skrifað mikið fyrir
börn og unglinga og þar nýtist öll hans
reynsla vel. Sem dæmi um bækur eftir Aidan
má nefna Breaktime sem byggð er á reynslu
hans á táningsárunum og í bókinni Dance on
my grave má finna upplifun hans sem ensku-
kennara í drengjaskólanum. Hann skrifaði
nokkur leikrit fyrir börn og unglinga, svo
sem Johnny Salter, The Dream Cage og The
Chicken Run.
Aidan Chambers segir að maðurinn sé
það sem hann les. Hann kveðst fyrst og
fremst vera lesandi, rithöfundurinn sé í öðru
sæti. Hann gefur þeim sem vilja verða rithöf-
undar þau ráð að lesa, lesa og lesa meira,
skrifa, skrifa og skrifa meira. Það sem maður
tileinkar sér sem lesandi hefur áhrif á það
sem hann skrifar.
Aidan Chambers hefur fengið ófáar viður-
kenningar fyrir bækur sínar. Árið 1979 fékk
hann verðlaun frá „Children's Literature
Association" í Bandaríkjunum fyrir framúr-
skarandi bókmenntir. Þrisvar sinnum hefur
hann fengið viðurkenningu sem kallast
„Dutch Silver Pencil". Árið 1999 fékk hann