Börn og menning - 01.04.2003, Síða 6
4
Börn og menning
'T'\
Grettir
Sig.
Ráðstefna í Gerðubergi, 15. mars 2003, um Ijóð fyrir börn.
Gerðubergsráðstefnan er orðin árviss atburður rétt eins og vorkoman og hefur oft verið nokkuð samstíga henni þótt hún hafi verið heldur
fyrr á ferðinni en vorið í ár. Eins og áður voru það Menningarmiðstöðin Gerðuberg, (slandsdeild IBBY, Síung, Félag skólasafnskennara,
Skólasafnamiðstöð Reykjavíkur og Upplýsing sem stóðu að ráðstefnunni.
Fyrirlesarar voru Guðrún Flannesdóttir sem fjallaði um gamlar vísur, Ragnheiður Gestsdóttir sem talaði um gamla söngvaleiki, Ásmundur K.
Örnólfsson sem fjallaði um Ijóð, börn og leikskóla og loks Þórarinn Eldjárn sem sagði frá sínum eigin Ijóðsmíðum. Á milli fyrirlestra fluttu þær
Ása Ketilsdóttir og Olga Guðrún Árnadóttir Ijóð, hvor með sínu lagi en samkomunni lauk með þvf að Anna Pálína Árnadóttir og Aðalsteinn
Ásberg Sigurðsson kynntu nýja söngvaleiki sem þau eru með í smíðum og hyggjast gefa út á geisladiski innan tíðar.
í ráðstefnusalnum var einnig sýning á frummyndum úr Ijóðabókum eftir Guðrúnu Flannesdóttur, Ragnheiði Gestsdóttur, Sigrúnu Eldjárn og
Áslaugu Jónsdóttur. Einnig voru þar til sýnis gamlar og nýlegar Ijóðabækur fyrir börn.
Ráðstefnunni stýrði Jón Karl Flelgason en hann hafði líka ýmislegt til málanna að leggja og var með stórskemmtileg innskot á milli atriða þar
sem honum var tíðrætt um könnun sem gerð var hér á landi í upphafi 20. aldar af dönskum lýðskólakennara, Kjær að nafni. Kjær þessi lagði
fram spurningalista um uppfræðslu íslenskrar æsku og hvernig það væri að vera barn á íslandi á árunum 1850-1900. Niðurstöður þessarar
könnunar þykja mjög merkileg heimild um líf barna á síðari hluta 19. aldar og eru geymdar í Þjóðarbókhlöðu.
Ráðstefnan var afar vel sótt og var gerður svo góður rómur að henni að ákveðið var að birta efni hennar að svo miklu leyti sem kostur er
í þessu blaði. Bjóðum við þeim lesendum sem ekki komust á ráðstefnuna vel að njóta og þeim sem voru viðstaddir góðrar skemmtunar við
að rifja upp fróðlegan og upplífgandi dag.
Guðrún Hannesdóttir
Guð gaf mér eyra ...
Guðrún Hannesdóttir hélt fyrsta erindi dagsins, en hún hefur gefið út þrjár myndskreyttar bækur með
gömlum vísum handa börnum, Gamlar vísur handa nýjum börnum, 1994, Fleiri gamlar visur handa nýjum
börnum, 1995 og Eina kann ég visu... Skrýtinn kveðskapur frá ýmsum tímum, 1999. Guðrún var fengin til að
segja frá tilurð bóka sinna og fjalla þar með um gamlar vísur. Fer erindi hennar hér á eftir að mestu leyti óbreytt og eru myndskreytingar
úr visnabókum hennar.
Ég er stigin hér í pontu til að fjalla um
þrjár vísnabækur sem ég hef efnt til og
myndskreytt. Þegar maður stendur svona
og horfist í augu við handarverk sín og
þau stara á mann á móti getur það gerst
að manni vefjist tunga um tönn og vanti
skynsamlegar skýringar á þessu bauki. Ég
hef engan fræðilegan fót að standa á, enda
væri það út í hött svo skylt sem mér er efnið.
Það er samt hægt að skoða ýmsa troðninga
sem liggja að því.
í leit að kyrrð og næði
Ég tek það ráð að bregða snöggvast undir
mig mínum minnstu fótum - heim á
bernskuheimili mitt í splunkunýju úthverfi
Reykjavíkur, Vogahverfinu. Þar bjuggu ungar
fjölskyldur, þar var líf og fjör og okkar hús
var eins og önnur á þessum tíma, troðfullt
af fólki á öllum aldri, systkinum, ættingjum,
leigjendum, vinum og nágrönnum. Þar var
spjallað, sungið og sögur sagðar. Óp og
gól og ófriður frá morgni til kvölds. Það
fannst mér að minnsta kosti. Ég var kyrrlátt
barn og stundum finnst mér að ég hafi eytt
æskuérunum í að leita að kyrrð og næði,
leita að stað þar sem ég gæti fengið að vera
í friði. Mér vildi það til að niðri ( bæ stóð
annað gott hús mér opið, heimili afa míns
og ömmu. Þar sveif amma um á peysufötum
og afi sat í skýi af vindlareyk og las. Kyrrðin
ríkti og tif stóru klukkunnar fyllti stofurnar
rétt eins og eilíbbðarklukkan í frægri bók.
Þura
í minnsta herberginu á því heimili var mitt
besta athvarf. Þar bjó frænka min, Þura,
sem unglingur hafði komið inn á heimilið
og vann því til dauðadags. Þar inni voru allar
hennar jarðnesku eigur, dívan sem ég fékk
að sofa á, kommóða með fötum hennar og
minningum frá langri ævi og stóra rúmið
hennar Þuru. Þar var koppur undir rúmi og
það fannst ekki öllum blasa við hvers vegna
ég vildi endilega sofa akkúrat þarna. En það