Börn og menning - 01.04.2003, Síða 7

Börn og menning - 01.04.2003, Síða 7
og barcL Guð gaf mér eyra ... 5 var nú það sem ég vildi - því mér fannst ég loksins vera búin að koma auga á það sem mig hafði lengi grunað að væri að finna í kyrrðinni. Þura kunni nefnilega óteljandi þulur og vísur sem hún söng fyrir mig þegar ég var búin að koma mér fyrir á kvöldin. Hún sat á sínu rúmi í síðu undirpilsi og litlu flónelsvesti og bjó sig undir svefninn, stór og falleg eins og fjall fannst mér, með bólgnu fæturna sína og kringlótt gleraugu á nefinu. Á meðan hún söng fléttaði hún á sér hárið - fyrst öðrum megin, síðan hinum megin og bjó til band úr hárinu sem sat fast í greiðunni, og þá - einmitt þegar verkinu var lokið - þá var líka stðasta vísan á enda! Mér var lengi alveg fyrirmunað að skilja hvernig þetta gat passað svona uppá hár - þetta var mín fyrsta upplifun af performansa! Þessi gistikvöld voru mitt yndi... Kunnuglegt landslag Nú - svo leið og beið. Svona sirka fjörutfu ár og fátt bar til tíðinda sem kemur þessum bókum mínum við. En svo fékk ég óvænt næði og skilyrði til að pæla í ýmsu og til þess meðal annars að láta undan þrálátri teikniáráttu. Þá þurfti ég að finna mér efnivið, eitthvert svið sem væri mér svo hugleikið að það gæti drifið mig áfram og yfirunnið reynsluleysi mitt á myndlistarsviðinu. Og sjá! Ég þurfti ekki að opna nema annað augað til hálfs og við mér blasti kunnuglegt landslag sem ég gat gengið inn í eins og það svefndrukkna, örugga barn sem ég einu sinni var og hugmyndin um myndskreytt vísnasafn varð til. Ég ætla ekki að ræða vinnu mína við myndgerð bókanna hér, til þess þyrfti lengri tíma, en snúa mér í staðinn að vísunum sjálfum. Þrjár bækur í hendi Þótt ég ætti ýmislegt til í mínum sarpi sá ég fljótt að það var ekki nóg, þegar ég áttaði mig á vandkvæðunum við að setja vísur fallega saman í endanlegan prentgrip. Þá upphófst nýr kafli, sem var söfnun vísna. Ég vildi einbeita mér að því að finna vísur sem ekki hefðu komið á prenti fyrr, a.m.k. ekki í bókum fyrir börn. Sú ákvörðun þrengdi valið og lengdi söfnunarverkið töluvert. Ég leitaði til vina og skyldmenna, einkum af eldri kynslóðinni. Ég leitaði í tímaritum og gömlum bókum og í spurningasöfnum Þjóðminjasafnsins. Drýgst reyndist mér segulbandasafn Árnastofnunar en þar er geymt óhemjumagn af vísum sem fólk þar á bæ hefur safnað á ferðum um landið í áranna rás. Fólk eins og Jón Samsonarson og Helga Jóhannsdóttir, Hallfreður Örn Eiríksson og fleiri og verður þeirra vinna seint fullþökkuð. Það þarf ekki að fjölyrða um það - samtíningur minn tók enda, myndskreyting visnanna tók enda og útkoman hingað til: þrjár bækur í hendi. Veröld sem var Hitt mun hins vegar engan enda taka - þau varanlegu áhrif sem þessi vinna hafði á mig og þau langar mig að gera að umtalsefni. Fyrstu áhrifin voru því líkust sem stæði ég á úthafsströnd, agndofa yfir því sem hafið skilaði á land og ekki síður því sem seint eða aldrei myndi skila sér úr djúpinu eða hverfa þangað aftur, óséð. Þegar ég hlustaði á spólurnar í kjallara Árnastofnunar heyrði ég aftur og aftur tregablandnar setningar gamalmennanna sem verið var að spyrja: „Ja, ef hún amma mín væri hér, ef þú hefðir getað hitt föðursystur mína - það var nú kona sem kunni vísur, hún gat haldið áfram í marga daga án þess að fara tvisvar með það sama. Eitthvað í líkingu við þetta endurtók sig með reglulegu millibili, eins og ekkasog öldunnar við ströndina. Nú er sumt sem skolast á land lítið og Ijótt, annað hreinir dýrgripir, en allt hefur það sitt gildi. Vísur og þulur opna okkur sýn inn í veröld sem var, við komumst i samhljóm við sál þess sem kvað og við sál þess sem kveðið var fyrir. Ótal svipmyndir úr daglegu lífi lifna við ef grannt er hlustað: kisa hverfur fyrir horn, lömbin skoppa á þekjunni og kálfurinn setur upp halann. Skugganum af krumma bregður fyrir og margt býr í myrkrinu, en blessað Ijósið kemur... langt og mjótt... Krummi og tannlausar gamalær... Ég hef gert mér til gamans að grófflokka það efni sem ég á til og er það verk sem hægt væri að una sér lengi við, því kategóriurnar eru mýmargar: Dýravísur, fuglavísur, vögguvísur, bænir og blessunarvísur, Grýlukvæði, heilræði, gátur og minnisvísur, sögugabb, rímæfingar og reiknivísur, vísur til að róa við og stíga, þulur og langlokur, fingravísur, bull og útúrsnúningur, tungubrjótar, þorskhausavísur og þannig mætti lengi telja. Helst vildi ég geta gefið ykkur dæmi um þetta allt saman, en vel í staðinn nokkrar visur, nánast af handahófi. Við að skoða þetta efni vakna ótal spurningar: Af hverju eru svona margar kisuvísur? Af hverju er krummi í sérflokki? Ýmist kátur eða skuggalegur vokir hann yfir í ótal vísum: eins og þessari, sem upplesari á spólunni sagði að ætti að fara með í drunga- legum og ísmeygilegum tón (og ekki yfir litlum börnum): Krumminn á skjá, skjá skekur hann belgi þrjá, þrjá Hvað mun hann vilja fá, fá? að bíta börnin smá, smá bera þau inn í krá, krá leggja lömbunum, hjá hjá leiður er krummi sá, sá. ( sumum flokkum eru vísurnar ótrúlega keimlíkar, eins og vísurnar til að róa við og maður skynjar á öllum þeim fjölda að þörfin fyrir að halda á sér hita með þessum hætti var mikilvægari en dýrt kveðin vísa. Við skulum róa...Stígur hann við stokkinn...þið þekkið ótal útgáfur. Einstaka sinnum hefur andagift bætt um betur eða einhver verið

x

Börn og menning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.