Börn og menning - 01.04.2003, Blaðsíða 8
kátur að kveða viðbót við hefðbundna vísu:
Hún rær og hún slær,
hún eltir lambær
ekkert þó í kaup fær
utan tvær
tannlausar gamalær,
hárlausar og hornbrotnar,
háskalega vitlausar,
beinlausar og brjósklausar,
brotnar á öllum tánum,
vöðvalausar og vamblausar,
vaðandi í snjánum.
Lungu ei lengur voru til
lifur öll á þrotum.
Hver vill glöggvast gera skil
gömlum kjálkabrotum?
Gollurinn var geysismár,
garnir í styttra lagi
og þótti engum bagi.
Nýrun voru næsta rýr,
nefni ég engan barka
og við það lætur pabbi gamli slarka!
Seiður þulunnar
Það er fróðlegt að sjá hverju fólk hefur
bætt við frá eigin brjósti til að það félli að
þörfum og smekk hlustenda. Þetta á ekki
hvað síst við um þuluna sem er einkennilega
seiðandi bragarháttur og á vel við börn.
Ófeigur Ófeigsson segir svo fallega í bók
sinni Raula ég við rokkinn minn: „Þulan
er eins og norðurljósin, kvik og síbreytileg.
Stundum eru á henni bláþræðir eins og á
norðurljósunum en stundum þróttmiklir
kaflar". Oft hafa líka örstutt brot af þulum
og kvæðum slitið sig laus úr sínu samhengi
og lifa eigin lífi, stundum sem viðlög. Þau
skjótast síðan upp úr sálardjúpunum og inn
í aðrar þulur án sýnilegs samhengis, falla
kannski vel að heilaspuna þreyttrar móður.
Ein uppáhaldsþula mín er ævagömul og til
í ýmsum myndum á Norðurlöndum, hún er
einnig sólarbæn:
María gekk til kirkju,
mætti helgum krossi,
hafði lykil á linda,
lauk upp himnaríki.
Kirkjan stendur á sandi
með hnappagullið á.
Það er hún jómfrú Maríá
sem þetta húsið á.
Guð láti sólina skína
yfir fagra fjallinu því
sem hún María mjólkaði kúna sína.
Þulurnar eru líka ágætis form fyrir fullkomið
bull:
Hestur er oss horfinn,
hrímóttur um brána,
baksár á bógum,
bundinn kjaftur við hóf,
haltur á hægra auga
og hringeygur á fæti,
fótur í fetli
og fallið hefur úr tönn
og þá er sagan sönn ...
(Sumir vilja hafa það
„fallið höfuð úr tönn!")
Og skemmtileg eru nöfnin á löngu gengnum
kúm og mætti skoða þau betur:
Þegi þú, þegi þú, sonur minn sæli
þangað til kýr mínar koma af fjöllum:
Brók og hún Brynja
og Æsintoppa,
Lykla og Lín
og Langspena mín,
Dúfa og Dalla
og Aldinskjalda...
Kúaþulurnar eru margar og sjaldnast eins,
enda hægur vandi að bæta inn nafni ef
upphafleg nöfn höfðu gleymst eða einhver
vildi heldur hafa nöfnin á „sínum" kúm í
vísunni.
Spurningar vakna
Það er sama hvar mann ber niður, alls staðar
blasa við forvitnilegar spurningar. Hversu
gamlar eru vísurnar? Hvernig hafa þær
ferðast á milli landa? Margir þekkja vísuna
„Gimbillinn mælti og grét við stekkinn ..."
en færri hafa kannski heyrt hana í sænskri
útgáfu:
Grimma vid grinden
grat och sade:
„Nu ar min moder
mjölkad för andra
nu fár jag gánga
sommaren lánga
med svulten mage
i tuvig hage."...
Mörg dæmi eru um vísur, slitur úr
barnagælum og þulum sem eru svo til eins
á Norðurlöndum, í Færeyjum og jafnvel á
Hjaltlandi. Það er mat Jóns Samsonarsonar
að þær hafi sennilega dreifst fyrir siðaskipti
þegar samband og samgöngur milli
landanna voru greiðari en síðar varð, með
undantekningu frá Danmörku. Sumar
þulurnar bera það með sér að vera langt
að reknar og eldri en aðrar. Ein elsta vísa
sem ég hef rekist á er gátan „Fuglinn flaug
fjaðralaus ..." sem var þekkt á Englandi á 9.
öld og ýmis viðlög eins og „bentu í austur
og bentu í vestur og bentu á þann sem að
þér þykir bestur" er einnig að finna í enskum
miðaldavísum. Ég hef hins vegar ekki rekist
á neinar kerfisbundnar rannsóknir á þessu
sviði hér á landi, þótt fjallað hafi verið um
stakar þulur í fræðunum.
Samskipti barna og fullorðinna
Sjálfri finnst mér ekki síður forvitnilegt að
skoða samskipti barna og fullorðinna sem