Börn og menning - 01.04.2003, Qupperneq 9

Börn og menning - 01.04.2003, Qupperneq 9
Guð gaf mér eyra ... ™tUr sig. oq bara^œr heyra má óminn af í vísunum fyrir börn, t.d. þeim sem notaðar voru til að hræða með, ýmist með óhugnanlegum langlokum um greppitrýnin Grýlu og Leppalúða, eða stuttum og áhrifamíklum vísum: Skröggur í gætt er genginn grimmari finnst hér enginn setur upp kryppu kenginn og kallar á litla drenginn. Boli á Bakka bítur skælukrakka. Hann vill þau éta og það mun hann geta. Ekki beint til þess fallnar fyrir kjarklitla að rifja upp í koldimmum bæjargöngum! Og þá ekki síður. gaman . að spá í samskiptin eins og þau birtast í fjölmörgum einföldum vísum sem kveðnar eru til nafngreindra barna. Nöfn þeirra eru ofin í vísuna sem er eins konar gjöf, leikfang úr orðum í allsleysinu, og vísast að þær hafi verið geymdar vel: Leiktu þér nú Lilli minn og láttu rauða hárið senda glaða geislann sinn gegnum fimmta árið. Sólin skín í gegnum gler gerir birtu stóra Ijósið fagra lýsi þér litla Theódóra. Stundum eru þessar vísur áhrifamikil blessunarorð og hálfgerður varnargaldur sem maður skynjar að ekki var vanþörf á. Ótrúlega margar vísur eru um Ijósið og myrkrið, hungur og kulda, en líka má heyra þar um leik og hlátur og gaman væri að greina þær betur. Svo ef einhver hér inni á sér níu líf og nóga peninga þá væri ekki vanþörf á að setjast á fræðastól og rýna betur í þetta efni. Sumum finnst kannski ég vera einum of forn í áhuga mínum á því og sennilega farnir að vaxa á mig sauðskinnsskór en það er samt af og frá að ég álíti þetta efni merkilegra en annað og yngra efni. En mér finnst þetta hins vegar dýrmæti sem ekki má glatast og ég hef sjálf fullan hug á því að vinna við það áfram. Heimsumbólið Bundið mál, bæði gamalt og nýtt, hefur djúp áhrif á barnssálina sé því miðlað af alúð, ég tala nú ekki um sé það kveðið eða sungið með lagi sem leysir Ijós þess og líf úr læðingi. Barnið nemur efni vísunnar hversu torskilið sem það kann að vera og sér það í anda, sér það í sínum anda, og túlkar leyndardóm orðanna á sinn eigin hátt. Stundum rifjum við fullorðnir upp texta sem við skildum ekki, eða skildum eigin skilningi sem börn - minn uppáhaldsmisskilningur tengdist t.d. hinu undarlega heimsumbóli. Og allt í einu hrökkvum við upp á því þroskastigi sem misskilningurinn átti sér stað. Þetta getur verið okkur gagnleg innsýn og okkur hlær bæði gamall og nýr hugur í brjósti. Ljóðskáldið Lorca segir í merkri ritgerð sem hann skrifaði um vögguvísur: „Börn sem hlusta á vísu eru í senn áhorfendur og skapendur. Og þvílíkir skapendur! Áður en þau komast til fulls vits lifa þau í tærum heimi skáldskaparins líkt og þau haldi sólkerfum himnanna í saklausri hendi sinni. Þau tefla saman ólíkustu hlutum og finna þar dularfullt samhengi. Þetta sjá allir sem skoða lítið barn að leik. Með tölu, tvinnakefli, fjöður eða fimm fingrum býr það til nýjan bústað fyrir hamingjuna. Og úr Ijóðum byggir það heim fullan af glænýjum klingjandi tónum sem ýmist rekast á með óhljóði eða mynda fullkomin samhljóm."(lausleg eigin þýðing ) Þessu til vitnis vísa ég aftur í það sem ég sagði um nýtúlkun texta gegnum misskilning: mér var sagt frá barni sem söng af hjartans list lagið „Ó Jesú bróðir besti ..." og hafði síðustu línuna svona: „Ó breið þú blessun þína, á barnaskóna mfna!" Svölun í Ijóðum Svo mögnuð eru fyrstu kynni okkar af heimi skáldskaparins að hann verður oft hið síðasta sem yfirgefur mann í þessu Iffi. Ég las nýlega tilvitnun í ævisögu Brynjólfs biskups Sveinssonar sem var lærðasti maður sínnar tíðar á íslandi, nam grfsku og guðfræði og var meistari í heimspeki við Hafnarháskóla með meiru. Eftir þungar raunir og ástvinamissi, þegar hann sat einmana og bugaður heima í Skálholti komu honum hin miklu fornu fræði að litlu gagni að sögn, heldur leitaði hann helst svölunar f Ijóðum þeim sem móðir hans hafði haft fyrir honum í æsku. Sjálf átti ég frænda sem sigldi um heimsins höf og sagði af því sögur. Hann var nú ekki að íþyngja okkur krökkunum eða sjálfum sér með dapurlegum sögum, en eitt sinn sagði hann okkur af því þegar hann sigldi um Suðurhöfin á norskum dalli og kom á afskekkta eyju hinum megin við heiminn. Þar hafði orðið innlyksa Norðmaður, sem sennilega hefur ekki verið jafn lærður Brynjólfi biskupi, allavega var hann búinn að gleyma móðurmáli sfnu og gat ekki talað við nokkurn mann, var búinn að gleyma öllu nema einni vísu. Hann gekk þarna á ströndinni og söng „Mors lille Ole i skogen gik ...", söng og grét. Ég spyr sjálfa mig og ykkur: er þetta sorgleg saga? Því vil ég svara neitandi. Börn sem hafa lært Ijóð í bernsku eiga alltaf þessa litlu skammta af fölskvalausri gleði og styrkjandi spurn og á meðan þau muna kvæðin eiga þau líka lykil að minningu um ást þeirrar manneskju sem kenndi þau.

x

Börn og menning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.