Börn og menning - 01.04.2003, Side 15
Börn eru ei vönd að bragsmíði Ijóða
1
vettu* Sig. oq bava
Börn eru ei vönd að bragsmíði Ijóða
Þórarinn Eldjárn spjallaði vítt og breitt um
tilurð Ijóðabóka sinna fyrir börn, viðhorf
sín til bragsmiða og viðtökur barnanna
við bókunum. Þórarinn hefur unnið allar
Ijóðabækurnar í samstarfi við systur sína
Sigrúnu Eldjárn sem myndskreytir þær.
Bækurnar eru: Óðfluga 1991, Heimskringla
1992, Halastjarna 1997 og Grannmeti og
átvextir 2001.
„Börn eru ei vönd að bragsmíði Ijóða"
er tilvitnun í titilsíðu Óðflugu en Þórarinn
sagði að kveikjan að þessum Ijóðum hefði
verið sú að honum hafi fundist vanta
skemmtileg Ijóð fyrir börn þar sem kímni
og orðaskemmtun væri í fyrirrúmi. Ljóð
hans hefðu ekkert uppeldislegt gildi heldur
væri markmiðið að skemmta börnunum.
Sagði hann að fyrirmyndir sínar í þessum
Ijóðsmíðum væru ýmsir norrænir höfundar
eins og hinn sænski Lennart Hellsing,
Halfdan Rasmussen sem er danskur og hin
norska Inger Hagerup. Þessi skáld eru vinsæl
í heimalöndum sínum og það vildi hann líka
vera. Börnin væru lesendur framtíðarinnar
og í gegnum barnaljóðin væri hann búinn
að tryggja sér lesendur um alla framtíð!
Þórarinn sagði að sá algengi misskilningur
ríkti hér á landi að hann hefði fundið upp
hjólið á þessu sviði, að enginn hefði ort Ijóð
fyrir börn á undan honum. Staðreyndin væri
sú að margar skemmtilegar Ijóðabækur
hefðu verið gefnar út í gegnum tíðina,
flestar hefðu verið lesnar upp til agna og
nánast engin verið endurútgefin.
Þórarinn sagðist hafa skoðað barnaljóðin
sín og flokkað þau í því skyni að draga upp
heildarmynd. Eftirfarandi kom í Ijós:
Vögguvísur (eru í öllum bókunum)
Viðsnúningur (þar sem hlutverkum er snúið
við)
Útúrsnúningur
Öfugsnúningur (þar fer allt í rugl)
Rímtæmiljóð
Romsur
Orðaleikir
Bull
Tímarugl
Frægar persónur og aðrar verur
Ýmsar dýrategundir
Iþróttaljóð (hægt er að vera heimsmeistari í
grein sem maður finnur upp sjálfur)
Hvað varðaði rímtæmiljóðin þá upplýsti
Þórarinn að hann hefði fundið upp
rímleitara til að finna öll orð sem ríma
saman. Þetta verkfæri hefði hann óspart
gefið börnum enda væri það staðreynd að
hrynjandi og rím höfðaði til þeirra. Með rími
er byggð upp eftirvænting, þ.e. eitthvað
kemur sem börnin eiga von á en kannski
ekki alveg eins og þau búast við. Sjálfur
hefði hann því tröllatrú á að yrkja fyrir þau
undir hefðbundnum bragarháttum en það
mætti alveg vera fullkomið bull og engin
ástæða til að allir þyrftu að skilja. Smám
saman gæti farið fyrir þeim eins og honum
Guðmundi á Mýrum.
Hann Guðmundur á Mýrum borðar bækur,
það byrjaði upp á grín og varð svo kækur.
Núorðið þá vill hann ekkert annað,
alveg sama þó að það sé bannað.
Hann lætur ekki nægja kafla og kafla,
hann kemst ekki af með minna en heilan
stafla.
Hann er víða í banni á bókasöfnum,
en beitir gerviskeggi og fölskum nöfnum.
Hann gleypir í sig feitar framhaldssögur
og fær sér inn á milli stuttar bögur.
Hann telur víst að maginn muni skána
í mörgum við að bíta í símaskrána.
Hann segir: Þó er best að borða Ijóð,
en bara reyndar þau sem eru góð.