Börn og menning - 01.04.2003, Qupperneq 16
14
Börn og menning
rei
lr sig. oq bara VtLœr
. Jií'
Nafna-vísur frá
Ásu Ketilsdóttur
Ása gaf ráðstefnugestum innsýn
í gamla íslenska hefð og kvað
nokkrar vísur.
Vísur eftir Indriða Þorkelsson (1869-1943) gott skáld,
mikilvirkan ættfræðing og bónda á Ytra-Fjalli, Aðaldal,
S.-Þing..
Einn og tveir og hoppa!
Ráðstefnunni lauk með því að Anna Pálína og Aðalsteinn Ásberg sýndu tvo
söngvaleiki sem þau eru með í smíðum og hyggjast gefa út á hljómdiski.
Einn og tveir og hoppa út í lönd!
Einn og tveir og hoppa hönd í hönd! :,:
Eleílsum svo einsog heilsa ber
heilsum einsog venjan er
á íslandi, á íslandi.
(Ath. Síðasta línan breytist eftir því sem við á.)
Katli syni hans var gefin laufabrauðskaka, hann tímdi ekki
að borða en hengdi kökuna upp á snaga í baðstofu:
Allavega Ketill kann
kúnstum sínum haga.
Laufabrauðið heyri eg hann
hengi upp á snaga.
Dóttir hans Hólmfríður - Fríða - fékk bók í sumargjöf:
Leikurinn hefst á því að þátttakendur standa andspænis hver öðrum og byrja
að syngja lagið. Þegar sungið er einn og tveir og hoppa eru tekin tvö spor fram
og hoppað á „hoppa" þannig að þátttakendur nálgast, þá er tekið skref aftur
á bak og sungið „út í lönd" (sjá skýringar hér á eftir).
Einn og tveir (eitt skref fram) og hoppa (hoppa)
út í lönd! (eitt skref aftur)
Einn og tveir (eitt skref fram) og hoppa (hoppa)
hönd í hönd! (takast í hendur og skiptast á stöðum)
(Endurtekið)
Fékk þar telpan feitan slag
flón gat pabbi verið.
Sumars fyrsta föstudag
Fríðu gaf hann kverið.
Kaldar hendur:
Kalt er litlu lummunum
líkna vill þeim enginn.
Pabba er hlýtt á höndunum
hann skal verma drenginn.
Heilsum svo einsog heilsa ber, (veifa og ganga í hring)
heilsum einsog venjan er (snúa sér í hring og veifa)
á íslandi, á íslandi. (takast í hendur og heilsa)
... í Frakklandi, í Frakklandi. (leggja vanga að vanga x 3, hægri, vinstri, hægri)
... hjá Japönum, hjá Japönum. (hneigja sig með hendur saman)
... á Grænlandi, á Grænlandi. (núa saman nefjum)
... hjá indíánum, hjá indíánum. (krossleggja handleggi á brjósti og hneigja sig)
Ketill Indriðason (1896-1971) bóndi á Ytra-Fjalli yrkir um
Ásu dóttur sína:
. hjá geimverum, hjá geimverum.
(halda með annari hendi um nefið og hinni í eyrað og snúa sér í hring)
Hýr og brosleit handasmá
heimasætan Fjalla.
Fimmtán vikna björt á brá
bersköllótt að kalla.
Jóhanna Björnsdóttir (f. 1899-1998) húsfreyja á Fjalii yrkir
svo um sonardóttur sína:
Hýr og björt er Herdís mín
hefur ár að baki.
Sté hún fyrstu fetin sín
fyrir andartaki.
Úr handriti með nýjum söngvaleikjum.
Höfundar: Anna Pálína Árnadóttir og Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson