Börn og menning - 01.04.2003, Qupperneq 20

Börn og menning - 01.04.2003, Qupperneq 20
18 Börn og menning Bjarni Guðmarsson Köttur í stígvélum og krakkar á spariskóm Stígvélaði kötturinn: Sjónleikhúsið sýnir í samstarfi við Leikfélag Reykjavíkur á Litla sviðinu í Borgarleikhúsinu Handrit: Valgeir Skagfjörð og Stefán Sturla Sigurjónsson Leikstjórn, tónlist og söngtextar: Vatgeir Skagfjörð Leikmynd og búningar: Leikhópurinn Leikarar: Jakob Þór Einarsson, Hinrik Hoe og Stefán Sturla Sigurjónsson Loftið var rafmagnað í sal Litla sviðs Borgarleikhússins, laugardag einn í aprílbyrjun; flest sæti voru setin örsmáum leikhúsgestum sem héldu fast í snuddurnar sínar og margir virtust vera að koma í leikhús í allra fyrsta sinn. Það var heldur ekki örgrannt um að sumir væru öldungis grunlausir um það út á hvað leikurinn gekk - spennan beindist því meir að gottinu en að sviðinu. Á tilsettum tíma strigsuðu þrír ábúðarmiklir leikarar inn á sviðið og hófu rúmlega hálftíma langt leikhúsævintýri. Það er sannarlega mikilvægt viðfangsefni að búa til leikhúsverk handa allra yngstu áhorfendunum og sennilega ákaflega vanmetið. Sjónleikhúsið sem stendur að uppfærslunni á Stigvélaða kettinum hefur þetta þó beinlínis sem meginstefnu í starfinu og leggur áherslu á að segja börnum sögur og ævintýri án þess að notast við flókinn sviðsbúnað. Það gilda nokkuð önnur lögmál í barna- leikhúsi af þessu tagi en öðrum leikhúsum og þeir sem standa að Stigvélaða kettinum voru greinilega meðvitaðir um þau. Fyrsta reglan er að þeir sem leikið er á (í tvennum skilningi) séu með á nótunum, taki þátt í leiknum og leggi sitt eigið ímyndunarafl í púkkið. Úr verður nokkurs konar heiðursmannasamkomulag sem gengur út á að ef „míns" gerir þetta skal „þíns" bregðast við með svofelldum hætti. Setji leikari t.d. upp rana, Ijónsmakka eða veiðihár trúi áhorfandinn að sinu leyti því að á sviðinu standi ekki lengur leikari heldur heill fíll, Ijón eða köttur. Komist slíkt samkomulag á eru engin takmörk fyrir því sem hægt er að gera i leikhúsinu, ekki fremur en á öðrum leikvöllum. Oft notuðu leikararnir í Stigvélaða kettinum einmitt leiki og leikföng, sem ætla má að krakkarnir þekki, til að koma sögunni til skila. Er skemmst frá því að segja að prýðisgóðir samningar tókust millum krakkanna og leikendanna og hið sígilda ævintýri um köttinn klóka lifnaði með bráðskemmtilegum hætti á sviðinu. Velþekkt ævintýrið auðveldaði án vafa mörgum að fylgjast með gangi mála og einföld sönglög Valgeirs Skagfjörð lyftu geði gestanna. Sviðsmyndin er mjög einföld; baktjald, stigar og tröppur, koffort og hæfileg trúgirni reyndist allt sem til þurfti. Sama má segja um gervi og búninga, einföld skipti á höfuðfati nægði til að færa heim sanninn að nú væri elsti malarasonurinn farinn sinn veg og miðsonurinn kominn í hans stað. Og með þessum ráðum gátu leikararnir þrír brugðið sér í allra kvikinda líki fljótt og örugglega. Af því hér var mikið lagt upp úr nálægð var að vísu nokkuð þröngt um leikara og ekki bætti úr skák að þeir voru nánast bundnir af brú sem er hluti leikmyndar úr allt annarri leiksýningu. Fyrir vikið voru ferðir þeirra þremenninga um leikrýmið ekki sérlega flóknar né fjölbreytilegar, dýptina vantaði. Það breytti þó ekki því að þeim félögum tókst að lífga á sviðinu kostulegt persónugallerí. Hinrik Hoe lék m.a. hófstilltan malarasoninn sem erfir kött og hlýtur í framhaldinu bæði kóngsríki og prinsessu (leikin af Barbie-dúkkul). Stefán Sturla var m.a. ansi skuggalegur og mjög drambsamur galdrakarl sem breytti sér án fyrirhafnar í margvísleg kvikindi og lét sig hverfa undir lokin. Hann var líka

x

Börn og menning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.