Börn og menning - 01.04.2003, Qupperneq 22

Börn og menning - 01.04.2003, Qupperneq 22
20 Börn og menning Bómullarbarn fer í sveit Gaggalagú Hafnarfjarðarleikhúsið Höfundur: Ólafur Haukur Símonarson Leikstjóri: Eriing Jóhannesson Lög og textar: Ólafur Haukur Símonarson Leikarar: Jón Páll Eyjóifsson, Halla Margrét Jóhannesdóttir, Vala Þórsdóttir Bómullarbarnið Nonni er sendur til sumar- dvalar einn síns liðs á ókunnan sveitabæ þar sem lífið og allur aðbúnaður er gjörólikur því sem hann á að venjast í Reykjavík. Það er Silja, heimasætan á bænum, sem kallar Nonna bómullarbarn vegna þess að hann er með mjúkar hendur sem augljóslega hafa ekki verið notaðar til erfiðisverka fram að þessu. En áður en sumarið er liðið hafa mjúku hendurnar hans Nonna líklega verið orðnar dálitið hrjúfar því i sveitinni verða allir að vinna fyrir mat sínum. Hann þarf að moka flórinn, reka niður girðingarstaura, slá með orfi og Ijá og hamast við heyskapinn þar til þreytan ber hann ofurliði. Gamaldags sveit í leikritinu Gaggalagú eftir Ólaf Hauk Sfmonarson sem Hafnarfjarðarleikhúsið sýnir um þessar mundir er brugðið upp mynd af þeirri sveitasælu sem fjölmargir Reykjavíkurkrakkar á fyrri hluta nýliðinnar aldar upplifðu sumar eftir sumar þegar þeir voru sendir í sveit sem matvinnungar. Á bænum í Gaggalagú hefur vélvæðing ekki hafið innreið sína og vafamál hvort búið sé að leggja rafmagn. Saltfiskur er á borðum í öll mál nema á laugardögum þegar boðið er upp á saltkjöt. Hreinlætisaðstaða er engin þannig að fólkið fer sjaldan í bað og þá er bara boðið upp á balaþvott. Já, hún er ansi fornfáleg, sveitin hans Nonna og kannski ekkert út á það að setja ef sögumaðurinn væri ekki svona unglegur. Sú sveit sem þarna er lýst er nefnilega frá dögum afa og ömmu, jafnvel langafa og langömmu. Sögumaðurinn á að vera Nonni sjálfur fullorðinn maður að rifja upp æsku sína. En eftir útliti hans að dæma gæti sagan hafa gerst fyrir 20 - 25 árum og þá hefur nú tæplega verið stundaður búskapur með þessum hætti á nokkrum bæ á íslandi! Eða eins og 10 ára áhorfandi sagði: „Sveitin er allt of gamaldags miðað við Nonna fullorðinn - alveg frá í gamla, gamla daga - miklu meira gamaldags en í sögunum úr sveitinni hennar mömmu." Lífið í sveitinni venst smám saman Nonni er ósköp aumur til að byrja með, finnst maturinn vondur, lyktin ógeðsleg og hann þráir að komast heim til Reykjavíkur og fá lærissneiðar í brúnni sósu, með grænum baunum og sínalkó - og spila fótbolta. Heimilisfólkið, bóndinn sem er síspýtandi, skrollandi húsfreyjan og heimasætan Silja, gerir góðlátlegt grín að þessari reynslulausu veimiltítu sem þau hafa tekið að sér og smám saman venst Nonni lífinu í sveitinni. Þegar sumarið er á enda kveður heimilisfólkið hann með söknuði enda strákurinn búinn að sanna sig. Heimasætan Silja kveður Nonna með heitum kossi og hafði 10 ára áhorfandi orð á því að það væri skrýtið að það þyrfti svona oft að vera eitthvað um ást í barnaefni - sér fyndist það bara asnalegt og leiðinlegt og oft eyðileggja. Jákvæður boðskapur En það er ekki eingöngu „vondu að venjast" því í sveitinni lærir Nonni það að öll náttúran er lifandi og hefur tilfinningar og dýrin tala mannamál. Hvert dýr hefur sinn sérstaka karakter; kýrin er djúpvitur og hefur lært margt af því að hlusta á útvarpið sem er látið ganga í fjósinu. Þaðan hefur hún allt sitt vit, m.a. á ensku knattspyrnunni og er eldheitur aðdáandi Manchester United. Hænan Perla þráir heitt að fá að liggja á eggjunum og eignast unga. Heimalningurinn Salómon vill ekki kannast við að hann sé kínd enda bítur hann ekkí gras heldur vill mjólk, hafragraut og sykur og fúlsar aldeilis ekki við prins pólói þegar Nonni býður honum það. Túnrollan

x

Börn og menning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.