Börn og menning - 01.04.2003, Page 25

Börn og menning - 01.04.2003, Page 25
Norrænu barnabókaverðlaunin 23 Maj Bylock hefur skrifað um 40 barna- og unglingabækur á ferli sínum en hún hefur líka skrifað fyrir fullorðna og meðal annars unnið það sér til frægðar að eiga sálm númer 524 í sænsku sálmabókinni. Noregur Norðmenn tilnefna Tor Fretheim (f. 1946) fyrir bókina Gruners gronne hage. Tor Fretheim hefur starfað sem blaðamaður og rithöfundur í heimalandi sínu allan sinn starfsaldur. Bók hans Gruners grenne hage fjallar um eitt ér í lífi norska málarans Edvards Munchs þegar hann er 13 ára gamall. Þetta er ekki hefðbundin ævisaga og aðaláherslan er lögð á að lýsa sambandi Edvards og eldri systur hans, Sophie, og vinkonu hennar sem er æskuást hins unga Edvards. Móðirin er látin og systir hennar, Karin, gengur börnunum í móðurstað. Faðirinn, sem er læknir, leggur ríka áherslu á heilsu barna sinna, þeim má ekki verða kalt og til að varna þeim frá því að smitast af sjúkdómum einangrar hann þau að vissu leyti frá öðrum börnum. Það kemur samt ekki í veg fyrir að Sophie, systir Edvards, veikist og deyr og hefur missirinn djúp áhrif á drenginn. Bókin fjallar því um ástir og sorg í lífi Edvards en er einnig lýsing é lífi fólks og tíðaranda á síðari hluta 18. aldar. Danmörk Danir tilnefna Anders Johansen fyrir þrílógíuna Raklos rejse. Anders Johansen (f. 1953) er Jóti en hann útskrifaðist frá Árósaháskóla í dönsku og starfaði sem blaðamaður og kennari áður en ritstörfin tóku við. Nú starfar hann sem rithöfundur og þýðandi í fullu starfi. Flann hefur skrifað fjölmargar barna- og unglingasögur en einnig hefur hann gefið út smásagnasöfn og sögulegar skáldsögur. Sögurnar sem mynda þrílógíuna um Raklo eru; Jordens skod (1999), Askeslottet (2000) og Himmelporten (2001). Sagan um Raklo hefst þegar lítill hópur slgauna ferðast með sirkus á árum síðari heimsstyrjaldarinnar. Þegar aðalpersónan er kynnt til sögunnar, drengurinn Raklo, er hann fimm ára gamall. Flann er einn og yfirgefinn því foreldrar hans hafa farist í jarðskjálfta og sígaunarnir taka hann að sér. Raklo er tekinn til fanga ásamt sígaununum og lendir í útrýmingarbúðum nasista en tekst að lifa af hryllinginn þar. —ap. § i***' f 'fT j mC' ^ «■ JHUf L Nj Finnland Finnar tilnefna höfundinn og myndskreytinn Mauri Kunnas fyrir bækurnar um Kalevala, Sjö bræður og Jólasveininn. Mauri Kunnas (f. 1950) hóf að teikna myndasögur fyrir finnsk dagblöð á áttunda áratug síðustu aldar og er í dag meðal þekktustu myndskreyta í Finnlandi. Bækur hans hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál og gefnar út í a.m.k. 19 löndum (upplýs. frá 1999). Mauri Kunnas tekur ýmsar sagnir og myndskreytir þær og er hans höfundareinkenni að breyta sögupersónunum í dýr, sérstaklega hunda. Þannig hefur hann tekið sjálfa þjóðargersemi Finna, Kalevala sagnabálkinn. Nú síðast tók hann skáldsögu Alexis Kivi, Sjö bræður, og umskrifaði fyrir börn þar sem bræðurnir sjö eru hundar. Auk þessara tveggja bóka er Mauri Kunnas tilnefndur fyrir bók sína um Jólasveininn. Spyrja má sig af hverju Norðurlandaráð kemur ekki til móts við norræna skólasafns- kennara til þess að gera þessi verðlaun enn veglegri. Eins og áður er fram komið eru þetta einu samnorrænu barnabókaverðlaunin og hljóta því að hafa töluvert vægi á Norðurlöndum. Árlega hlýtur einn norrænn höfundur bókmenntaverðlaun Norðurlanda- ráðs sem eru vegleg peningaverðlaun en barnabókahöfundar hafa aldrei verið tilnefndir til þeirra verðlauna. Norðurlöndin státa af heimsfrægum höfundum, eins og Fl. C. Andersen, Astrid Lindgren, Tove Janson og Torbjörn Egner en verk þeirra voru öll ætluð börnum þótt fólk á öllum aldri njóti þeirra. Eins má spyrja sig að því hvort allar þjóðir sitji við sama borð því alltaf eru það sömu löndin sem þurfa að láta þýða bækurnar þannig að dómnefndin fær handrit í hendur í stað þess að handleika bækurnar sjálfar á upprunalega málinu. Þarna er átt við þessi sígildu „jaðarlönd", ísland og Færeyjar [ vestri og Finnland í austri. ( reglum um Norrænu barnabókaverðlaunin stendur að þau séu án allra kvaða um jafna skiptingu milli landa. Þegar litið er yfir listann yfir verðlaunahafana kemur í Ijós að Finnland og (sland hafa fengið verðlaunin einu sinni, hvort um sig, Færeyjar tvisvar sinnum, Noregur og Svíþjóð fimm sinnum og Danmörk á metið en verðlaunin hafa sex sinnum fallið Dana í skaut. Oddný S. Jónsdóttir Verðlaunin verða veitt á ráðstefnu norrænna skólasafnskennara, sem haldin verður í Stavanger í Noregi þann 28. júní til 2. júlí næstkomandi. Forvitnilegt verður að vita hvaða höfundur verður fyrir valinu því allir þessir rithöfundar eru vel að þessum vegsauka komnir.

x

Börn og menning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.