Börn og menning - 01.04.2003, Qupperneq 27
Töfrar og áhættuatriði
25
er hasarinn orðinn
enn meira í ætt við
njósnarann 007.
Hraði og spenna
í fyrri bókinni eru níu kaflar
(auk formála og eftirmála) en
í þeirri seinni eru þeir orðnir
fjórtán. Það segir talsvert um
hraðann og um það hvernig
Colfer tekur að skrifa æ meira
upp á spennuna og kvikmyndina
Fyrir vikið er sú seinni jafn spennandi
og skemmtileg en ekki nándar nærri
jafn forvitnileg. Þar skiptir kannski mestu
máli að Artemis Fowl er að þessu sinni ekki
helsti óvinur álfanna heldur hjálparmaður
þeirra. Og það er talsvert til baga því
að í fyrri bókinni var gegnumgangandi
frásagnarírónía í garð Artemis Fowl sem
skapaði aukna spennu og dýpt.
Ironían hverfur
Artemis Fowl er kynntur til sögunnar sem
nánast sálar- og samviskulaus tólf ára
stórglæpamaður sem hegðar sér eins og
slíkir menn gera, heldur alltaf ró sinni og
er ófeilinn að grípa til ýmissa meðala til að
ná sínu fram. Láti hann fólk sem er í vegi
fyrir honum halda lífi er það af hagnýtum
orsökum einum. Þetta er okkur sagt og
Artemis er ótvírætt „skúrkurinn" í fyrri
bókinni. Smám saman kemur þó á Ijós að á
bak við kaldrifjað andlit ofurglæpamannsins
leynist viðkvæm sál. Artemis ann móður
sinni og fórnar að lokum hálfu gullinu
sem hann fær frá álfunum til að hún
endurheimti geðheilbrigði sitt. En til
þess að halda íróníunni í gegn er aftast
í Artemis Fowl skýrsla frá sálfræðingi
álfanna sem varar við að Artemis Fowl sé
litinn rómantískum augum eða að menn
eigni honum væntumþykju. Þvert á móti
hafi hann gert þetta af klókindum þar sem
barnaverndaryfirvöld hafi verið komin á kaf
í mál hans.
[ seinni bókinni hverfur þessi írónía.
Þar stendur Artemis
með góðu álfunum
í að berja niður
svartálfauppreisn
sem stjórnað er
af bitrum og
valdasjúkum
álfum, sem
taka að
sér hfutverk
ofurglæpamannsins og
eiga vel heima sem illmenni
( James Bond mynd. Helsti bófinn er
meiraðsegja með andlitslýti eins og lenska
er í nýjustu myndum um njósnara hennar
hátignar. Þannig þarf lesandinn að hafa
minna fyrir því að hafa samúð með Artemis,
allt verður klipptara og skornara. Eðli
málsins samkvæmt þarf líka að hafa minna
fyrir því að kynna hinn nýja heim þannig að
atburðarásin getur tekið öll völd. Bókin er
þannig hreinræktaður hasar og þrátt fyrir
aðlaðandi gamansemi höfundar fremur
innihaldsrýr.
Álfar og dvergar
Auk Artemis og hins trygga þjóns hans,
Butlers, sem minnir stundum fremur á
bryndreka en mann, eru aðalpersónurnar
flestar úr heimi álfa. Hæst ber þar kvenhetju
bókarinnar, Holly Short, sem er ígildi
njósnarans 007, en auðvitað kvenkyns
sem gerir gæfumuninn. Holly er hetja sem
auðvelt er að samsama sig með (öfugt við
Artemis í fyrstu bókinni). Eins og hetjur (
lögreglumyndum seinustu áratuga er hún
pínulítið á kant við kerfið, hirðir lítt um hina
formlegu þætti starfsins og á í illdeilum við
Root lögregluforingja. Fyrst í stað virðist
sem hann sé andvígur jafnrétti kynjanna en
annað kemur á daginn. Raunar er áhugavert
að þrátt fyrir tæknilega fullkomnun í
álfheimum virðist jafnrétti kynjanna jafnvel
skemur á veg komið hjá þeim en hjá okkur
„leirmönnunum".
Dvergurinn Snykur Grafan er svo
fulltrúi lágkúrulegra aukapersóna sem eru
ómissandi í afþreyingarbókmenntum. Hann
grefur með því að borða sig í gegnum
hvaðeina og leysir svo vind þannig að minnir
helst á fellibyl. Þessi gamansemi höfðar til
sjö ára barna á öllum aldri og að sjálfsögðu
er Snykur sóttur aftur þegar ævintýri seinni
bókarinnar hefjast, en hann hefur verið
að stela Óskarsstyttum ( Bandaríkjunum
- og Colfer greinilega farinn að hugsa um
Bandaríkjamarkað.
Bækurnar um Artemis Fowl eru talsvert
léttari undir tönn en bækurnar um Harry
Potter, svo að ekki sé minnst á hinar
rómuðu bækur Philip Pullman. Colfer
hefur hitt á vel heppnaða formúlu og nýtur
frásagnargleði sinnar og gamansemi. í fyrri
bókinni býr hann til skemmtilegt tilbrigði
við andhetjuminnið þar sem hetja hans er
í senn barn og stórglæpamaður, Moriarty
prófessor á barns aldri. Þetta skapar íróníu
sem höfundur virðist þó ekki vita nógu
vel hvað hann ætlar að gera við. Hún
hverfur strax ( seinni bókinni þannig að úr
verður fremur hraðsoðin afþreying í anda
hasarmynda. Þrátt fyrir það hefur henni verið
vel tekið af gagnrýnendum og almenningi
þannig að búast má við langlífri ritröð um
glæpadrenginn Artemis.
Höfundur er doktor i íslenskum
miðaldabókmenntum