Börn og menning - 01.04.2003, Síða 28
26
Börn og menning
Inga Ósk Ásgeirsdóttir
Hvernig öðruvísi?
Um síðustu jól kom út enn ein barnabókin
eftir Ouðrúnu Heigadóttur, Öðruvísi
dagar heitir hún og gefur fyrri bókum
Ouðrúnar ekkert eftir. Sagan fjallar
um Karen Karlottu, 9 ára steipu, og
fjölskyldu hennar. Karen lýsir fjölskyldu
sinni sem „ofboðslega venjulegri" (7).
Pabbi hennar er múrarameistari, mamman
hárgreiðsiukona, systkinin Matthildur 19
ára, Marteinn 15 ára og Jöri 10 ára. Auk
þess er Karlotta amma hennar með annan
fótinn á heimilinu.
Flýgur burt þegar henni leiðist
Karen Karlotta er sögumaður og trúir
lesandanum fyrir leyndarmáli sínu: „Allir
halda að ég sé bara venjuleg níu ára stelpa
eins og allar aðrar níu ára stelpur, en það er
ekki þannig."(6) Karen er fluga og flýgur
burt þegar henni leiðist eða ef eitthvað
angrar hana. Sem er reyndar ýmislegt.
Hún er stundum í fúlu skapi og finnst allt
hundleiðinlegt. Stundum skammast hún sín
fyrir foreldra sína, sérstaklega pabba sinn,
og þolir ekki hvernig fullorðið fólk getur
bullað. Marteinn bróðir hennar skilur hana.
„Hann fær líka bjánahroll þegar hann heyrir
fullorðna fólkið bulla."(11) Og um hvað
bullar fullorðna fólkið? Um sjúkdóma eða
annað fólk.
Karen hefur mikinn áhuga á konu sem
býr einsömul í eina gamla húsinu sem
eftir er í hverfinu. Konan heitir Elisabet og
eftir að Karen og Jörundur fara að bera út
Moggann skilur hún alltaf eftir handa þeim
fyrir utan dyrnar kakó og brauð eða annað
að borða. Krökkunum þykir mjög vænt um
þetta og Karen þolir ekki þegar talað er um
að Elísabetu sem ,,gyðingakerlinguna"(109)
„eitthvað klikkaða"(23) eða „ekki eins og
annað fólk"(23).
Karen breytir sér talsvert oft í flugu, henni
leiðist til dæmis hvað foreldrarnir vinna
mikið. „Hann er múrarmeistari hann pabbi
og allir segja að hann sé dugnaðarforkur."
(8). Mamman er líka „æðislega dugleg
eins og pabbi". Áherslan á dugnaðinn er
ádeila á lífsgæðakapphlaup íslendinga, því
foreldrarnir byggðu hús „og það er bæði
stórt og flott. Eða það finnst öllum."(8)
Á yfirborðinu er allt til fyrirmyndar, öllum
hinum finnst foreldrarnir duglegir og húsið
fallegt. Karen er ósammála áliti annarra,
foreldrarnir eru örþreyttir og hafa lítinn tíma
til að elda, undirbúa jólin eða tala saman:
Pabbi sofnar oftast fyrir framan
sjónvarpið. Stundum hrekkur hann
upp ef tónlistin hækkar skyndilega, til
dæmis ef myndin er að verða búin, og
þá segir hann bara „það er aldeilis!" og
þá segir mamma bara „segðu!" Svo
segja þau ekkert meira. (7)
Litrík amma
í fjarveru foreldranna kemur amma Karlotta
til hjálpar. Hún er mikið inni á heimilinu,
þrífur, eldar, bakar og er til staðar. Amman
er litrík persóna, einstæð móðir sem hefur
unnið hörðum höndum allt sitt líf. Til að
koma syni sínum til mennta borðaði hún
bara ,,ruður"(9) og hendurnar á henni
eru að eigin sögn „helblá kálfskrof"(86).
Amman f sögunni undirstrikar mikilvægi
þess að börn kynnist eldra fólki og þekki
sögu þess, orðaforða og viðhorf. í tengslum
við hana reifar höfundur pólitískar skoðanir
á íslensku samfélagi. Amman erfir íbúð eftir
einstæðing sem hún þreif hjá og annaðist
umfram skyldu. Hún átti ekki íbúð fyrir
þar sem hún hafði unnið láglaunavinnu
alla ævi. Vegna reglna um erfðafjárskatt
þarf hún að borga hundruð þúsunda til að
eígnast íbúðina og hún á ekki gott með það.
Karen Karlotta skrifar lesendabréf um málið
í Moggann sem vekur mikla athygli og fær
ráðamenn til að skoða málið. Karen öðlast
um stund þá frægð sem hún þráði og kemst
að því að hún er ekki eftirsóknarverð.
Hvatt til umburðarlyndis
Karen kynnist Elísabetu, dularfullu konunni
í gamla húsinu, og deilir með henni
leyndarmáli sem breytir henni sjálfri og lífi
fjölskyldu hennar verulega. Karen og Jöri
bróðir hennar ákveða að gefa Elísabetu
jólaseríu í jólagjöf. [ framhaldi af því býður