Börn og menning - 01.04.2003, Side 29

Börn og menning - 01.04.2003, Side 29
Hvernig öðruvisi? 27 Elísabet Karen inn og þær kynnast. Elísabet segir Karen sögu sína, hún er 78 ára gyðingur sem kom til íslands ásamt móður sinni eftir stríðið. Faðir hennar, tvö yngri systkini og unnusti dóu í striðinu. Þrátt fyrir einsemd og erfiða lífsreynslu er Elísabet æðrulaus og þakklát. Hún er þakklát fyrir lífið og kann að meta að búa á íslandi þar sem ekki ríkir stríð. Að sama skapi harmar hún stríð ísraelsmanna og Palestínumanna og tekur málstað Palestínumanna: „Nú stríðir mitt fólk við fólkið í Palestínu og ég er ekki hreykin af því. Ég hefði haldið að þeir gyðingar sem lifðu stríðið af þekktu öðrum betur raunir og þjáningar."(54) Elísabet miðlar þeirri visku til Karenar að ekki sé ráðlegt að breyta öðru fólki. Þegar Karen finnur barn úti í snjónum sem borið hafði verið út leitar hún til Elísabetar sem í stað þess að kalla til yfirvöld bíður átekta, grunar að einhver eigi í „skelfilegum vanda" (112). Á sama hátt bregst Ragnhildur skólastjóri við sprengingum þriggja drengja í skólanum: „Hún bað okkur öll að vera góð hvert við annað og skilja erfiðleika hvers annars og allt svoleiðis, og mér fannst það nú frekar skrítið."(47) Einn sprengjuvarganna er bróðir Baddiar bestu vinkonu Karenar. Faðir þeirra Baddíar er samkvæmt lýsingum drykkjumaður og heimilisaðstæður erfiðar þannig að smám saman áttar Karen sig á líðan þeirra og skynjar hversu heppin hún er. Eftir því sem á líður söguna lætur flugan æ minna á sér kræla og þegar Karen ergir sig yfir einhverju, t.d. fjarveru foreldranna, sér hún að sér: „Svo byrjaði ég aft'ur að skammast mín. Ég mundi hvað Elísabet hafði sagt. Auðvitað voru þetta engin stórvandræði. Og unnu mamma og pabbi ekki einmitt svona mikið til þess að okkur krökkunum gæti liðið vel?" (68) Allir eru öðruvísi Sagan heitir Öðruvísi dagar. Karen finnst hún vera öðruvísi en hinir í fjölskyldunni en kemst að því að enginn er eins og maður heldur, allir eru öðruvísi. Elísabet er útlendingur og öðruvísi bæði af þeim sökum og vegna þess hve húsið hennar er gamaldags og hlýlegt. Matta eignast kærasta í sögulok sem heitir Gummi og er öðruvísi þar sem hann er með dökkt litarhaft, ættleiddur frá Sri Lanka. Elísabet og Gummi eru þó ósköp „venjuleg" að öðru leyti. Sagan tekur því markvisst á fordómum og hvetur til umræðna og fræðslu um stríð fyrr og nú. Atburðarás sögunnar er spennandi og allt fer vel að lokum. Guðrún á einstaklega gott með að lýsa hugarheimi barna, ímyndunarafli og einlægum tilfinningum. Karen fyllist gleði af væntumþykju og hrifningu á því sem henni finnst fallegt. Eins verður hún mjög hrædd og ímyndar sér allt hið versta vegna leyndarmálsins sem hún deilir með Elísabetu. Þegar lögreglan kermur í skólann heldur hún fyrst að þeir séu komnir til að taka sig fasta. Þegar hún kemst að því að erindi þeirra er umferðarfræðsla er léttirinn „ólýsanlegur": „Það er gjörsamlega ólýsanlegt hvað mér léttí. Það var eíns og ég hefði verið tekin beinfrosin upp úr frystikistu og færð inn í hlýjuna. Og ég fann að ég þiðnaði með ofurhraða."(bls. 82) Karen er að sjálfsögðu haldin óstöðvandi löngun til að kjafta frá en stenst freistinguna. Hún þroskast við raunina og kemur sjálfri sér og öðrum á óvart. Ævintýri Karenar verða til þess að foreldrar hennar hægja á sér, dvelja meira heima og í sögulok borðar fjölskyldan saman á hverju kvöldi. Elísabet og Karen eru vinkonur en auk þess hefur Elísabet tekið að sér stúlku með barn og kynnst fjölskyldu Karenar þannig að líf hennar hefur tekið stakkaskiptum. Kuldaleg stofan á heimili Karenar hefur breyst í hlýlegan samastað fjölskyldunnar og í stað „pissugulra" felligluggatjalda blasir fallegt útsýnið við, vogurinn, fjöllin og himinninn. Umbreytingin er táknræn, fjölskyldan sér nú hvað skiptir mestu máli. Öðruvísi dagar er skemmtileg bók sem miðlar kærleiks- og friðarboðskap sem ekki ervanþörf á. Myndirðnnu Cynthia Leplareru fallegar og miðla vel stemmningu sögunnar. Og ekki má gleyma vísum Marteins bróður Karenar sem lífga upp á söguna og hittu svo sannarlega í mark hjá 8 ára dóttur minni, sérstaklega þessi: Bera borðar ber eins og vera ber en er ekki ber. Ber eru ber. En Bera er í fötum ber ber heim í fötum eins og Beru ber. (14) Höfundur er framhaldsskólakennari

x

Börn og menning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.