Börn og menning - 01.04.2003, Blaðsíða 30

Börn og menning - 01.04.2003, Blaðsíða 30
28 Börn og menning Ingibjörg Jóhannsdóttir Krakkakvæði Á útifundi á Austurvelli heyrði ég ungan mann rappa Ijóðabálk um málefni sem stóðu honum greinilega nærri. Hann þrumaði orðin af hjartans list, viðraði skoðanir sínar og náði að vekja baráttuhug í brjóstum nærstaddra. Ég hreifst af mælginni og velti því fyrir mér hvort uppeldið hefði ýtt við hæfileikum hans til að yrkja á þennan hátt. Ég hugleiddi hvaða sess Ijóð skipuðu í mínu uppeldi; mér varð hugsað til Ijóða um heiðlóuna og tifandi læki, hrafna og berjamó. I minningunni um þau fann ég ekki margt sem gat hafa kveikt hugmyndir um að Ijóð gætu verið um hvað sem væri, um samtímann og það sem hverjum og einum liggur á hjarta. Krakkakvæði sem Mál og Menning gaf út árið 2002 með kvæðum eftir Böðvar Guðmundsson og myndum eftir Áslaugu Jónsdóttir er góð viðbót við þann kvæðaarf sem fyrir er og ætlaður ungu fólki; gamanvísur, ættjarðarkvæði eða annan kveðskap. í Krakkakvæðum eru Ijóðin um allt milli himins og jarðar, sum eru bullvísur, önnur fjalla um heimspólitík eða hunda og enn önnur gæða hversdagslega hluti leyndardómi - eins og síðasta kvæði í bókarinnar um þvottinn á snúrunni. Kvæðalestur Hvernig kynnast börn bundnu máli í dag? Hverjir eru kostir þess að lesa kvæði í stað þess að syngja þau? Auðvitað mætti semja snjöll lög við vísurnar í Krakkakvæðum, ef það hefur ekki þegar verið gert og við það kunna vísurnar að lifa lengur. En lestur kvæða gefur aðra möguleika heldur er þegar þau eru sungin. Svigrúm gefst til samræðna og hugrenninga um efnið og orðin. Hægt er að velta fyrir sér lestrinum, lesa upphátt og skynja hrynjandina. En ef til vill er mikilvægast að gera sér grein fyrir því að það að yrkja Ijóð er skapandi og skemmtileg iðja sem allir geta með æfingu tileinkað sér. Undir þetta ýtir til dæmis „Landafræði fyrir lengra komna" þar sem bókstaflega er stungið upp á leik sem getur þjálfað lesendur í því að yrkja. Að brúa bil milli heima Einnig er mikilvægt að efnistök bókarinnar eru fersk og í takt við samttmann. Að lesa Ijóð um tölvuspil er til þess fallið að brúa bil milli heima sem í hugurm margra eru of lítið tengdir, annars vegar heim tölvuleikja og hins vegar bóka- og kvæðaheims. Ef börnum er innrætt sú hugmynd að heimur þeirra geti verið efniviður f Ijóð - eins og gert er í Krakkakvæðum þá má hæglega sjá þau fyrir sér fara með kvæði um hjartans mál á Austurvelli. Fjölbreytt efni og húmor Það er enginn hægðarleikur að skýra út jafn flókið fyrirbæri og stríðið í Mið- Austurlöndum, hvað þá fyrir börnum. Böðvar skorast ekki undan og bregður upp mynd af Abraham, ísak, Jakobi og Sámi að leik í sandkassa ásamt Múhameð. Þeim sinnast og Toni og Bússi og Billi sem voru í bófaleik á þaki rétt hjá skella sér með í rifrildið. Fleiri persónur blandast í leikinn eins og Dabbi og Dóri. Allt endar vel þó „af þessu ævintýri má engan lærdóm draga." (án bls.tals) ( nafngiftum í kvæðinu „Ævintýri í Austurlöndum" er húmor sem fullorðnir kunna að meta. Þennan húmor má útskýra fyrir börnum en slíkt er ekki alltaf jafn auðvelt þegar reynt er að skemmta fullorðnum og börnum í sömu andránni. Myndirnar Myndlýsingar í Krakkakvæðum eru nokkuð raunsæislegar þótt fantasían og ólíkindin sé ekki langt undan. Teikningar eru stílfærðar með sterkri útlínuteikningu og leik að

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.