Börn og menning - 01.04.2003, Side 33

Börn og menning - 01.04.2003, Side 33
Milljón holur 31 tilbreytingarsnauða veruna við Grænavatn. Stanley, sem fær viðurnefnið Hellisbúinn, sannfærist hins vegar fljótlega um að annað liggi að baki mokstrinum. Hann þykist viss um að í raun og veru sé verið að leita að einhverju í vatnsbotninum - spurningin er að hverju? Stanley finnur einn daginn silfurhlut með áletrun þegar hann er að grafa holu og þá færist líf og fjör í búðarstjórann sem hann sér í fyrsta skipti koma út úr bústað sínum. Búðarstjórinn reynist vera eina konan á svæðinu. Hún geymir leyndarmál staðarins og hún ein veit eftir hverju er verið að grafa. Starfsmennirnir í Grænavatnsbúðunum virðast fæstir hafa raunverulegan áhuga á velferð drengjanna en eru þeim mun fúsari að beita þá tilgangslausu harðræði og valdníðslu. Þar fer búðarstjórinn fremst í flokki en sé hún ónéðuð að óþörfu beitir hún eitruðum aðferðum. Stanley verður eitt sinn vitni að því er hún lítillækkar einn umsjónarmanninn og hann hefnir sín á Stanley með því að takmarka við hann vatnsskammtinn sem var naumur fyrir. Grænavatnsbúðirnar eru á ógirtu svæði því þaðan hefur enginn reynt að strjúka enda næsta vatnsból í margra daga göngufjarlægð og piltarnir vita að þeirra biði ekkert annað en verða skriðdýrafóður innan þriggja daga. En svo gerist það eínn daginn að Zero, munaðarlaus og einrænn strákur strýkur, og öllum virðist standa á sama. Búðarstjórinn gefur fyrirskipun um að pappírum um hann skuli eytt enda komi enginn til með að spyrja um hann. En Stanley stendur ekki á sama því með þeim Zero hefur myndast sérstakt samband sem byggist á vinnuskiptum. Stanley kennir Zero að lesa og skrífa en Zero hjálpar Stanley að moka holur í staðinn. Á þriðja degi frá stroki Zero ákveður Stanley að bjarga honum og rænir vatnsbílnum. En hann kann ekki að keyra og ekur rakleiðis ofan í næstu holu. Þá tekur hann é rás út í auðnina með tóman vatnsbrúsa. Hann finnur brátt Zero nær dauða en Iffi en hvað geta þeir tekið til bragðs? Frekar vilja þeir deyja en fara aftur í búðirnar og sannarlega virðist ekkert geta komið í veg fyrir að þeir farist úr vatnsskorti. Fortíðin En það hefur ekki alltaf ríkt þurrkur við Grænavatn því fyrir margt löngu var þar stórt stöðuvatn og gróður allt í kring. (búarnir lifðu í sátt og samlyndi og þar bjó kennslukonan Kata sem ekki einungis kenndi börnunum heldur var einnig með fullorðinskennslu á kvöldin. Ríkasti en jafnframt heimskasti karl bæjarins bað kennslukonuna að giftast sér en hún hafnaði honum. Síðar varð hún ástfángin af Lauka-Sam, blökkumanní sem seldí lauka sem taldir voru hafa lækningamátt, og sást til þeirra kyssast. Á þessum tíma ríkti kynþáttaaðskilnaðarstefna í Bandaríkjunum og bæjarbúar drápu blökkumanninn, í nafni Guðs, en Kötu tókst að sleppa. Eftir þetta voðaverk féll ekki deigur dropi af himnum, þorpið lagðist í auðn og ríki karlinn varð fátækur. Kata gerðist hins vegar hættulegur útlagi, rændi fólk og drap það stundum. Langafi Stanleys hafði einmítt orðið á vegi Kötu og hún rænt eigum hans en hann komst lífs af. Forlög og örlög fléttuð inn í nútímann Bókin byrjar raunsæislega en forlög, örlög og álög spila stóra rullu í verkinu og flétta saman nútíð og fortíð. Að kunna skil á fortíðinni er forsenda þess að lifa af í nútíðinni. Nafnið Stanley Yelnats má lesa afturábak og áfram og eins fer sagan fram og aftur í tíma. Það verður Stanley til lífs að hann þekkir sögu forfeðra sinna og uppgötvar að hann er á slóðum langafa síns. Það verður til þess að hann fínnur ásamt Zero leið til að lifa af en spurning er hvort þeir komist aftur til byggða? Saman takast drengirnir tveir á við hið ómögulega og tengjast órjúfanlegum böndum enda liggja rætur þeirra saman í fortíðinni. Zero reynist í raun sá sem stal íþróttaskónum en lét þá á bílþak þaðan sem þeir duttu í fangið á Stanley. Zero var hins vegar handtekinn fyrir að stela nýju pari af íþróttaskóm og hafnaði þess vegna í Grænavatnsbúðunum. Örlögín spunnu vef sinn þannig að þeir hittast og saman finna þeir leið til að komast af og afhjúpa leyndarmál Grænavatns. En þar með er ekki öll sagan sögð: Með því að bjarga lífi Zero tekst Stanley einnig að aflétta bölvun stgaunakerlingarinnar þannig að lánið fer nú að snúast fjölskyldu hans í hag. Spenna og skemmtun Bókin er mjög spennandi og skemmtileg aflestrar. Við fylgjumst með Stanley, þybbnum, vansælum og óheppnum dreng sem snýr eigin ógæfu í gæfu fyrir sig og aðra. Hann tekst á við nýtt umhverfi og umbreytir því svo að skyndilega fer að rigna við Grænavatn! Á köflum er þó túlkað fullmikið fyrir lesendur samanber þegar lesandi er spurður beint „Nú er það þitt að svara: Hverjum refsaði Guð?" (bls. 110) Náttúran hefur veríð notuð til að sýna svarið, það hafði ekki rignt á Grænavatni eftir morðið á Lauka-Sam og því óþarfi að spyrja. Örfáar konur koma við sögu. Búðarstjórinn er þeirra fyrirferðarmest, illskeytt kvendi sem hefur allt annað ( huga en velferð og þroska drengjanna sem þangað koma í betrunarvist. Forfeður hennar koma einnig við sögu og skópu örlög Grænavatns. Fortíðinni tilheyra sígaunakonan sem lagði álög á langalangafa Stanleys og Kossa-Kata Barlow, útlaginn sem rændi langafa hans. Mystískar konur sem réðu örlögum margra. Lögfræðingur föður Stanleys er þó nútímakona sem er tákn réttlætis, mannúðlegra gilda og reynist raunverulegur bjargvættur. Textinn er þýður aflestrar, náttúra og önnur tákn sem notuð eru skiljast vel. Þýðendur eru Sigfríður Björnsdóttir og Ragnheiður Erla Rósarsdóttir en óvenjulegt er að þýðendur vinni slíkt verk (samvinnu. Ekki var gerður samanburður við frumtexta. Bókin er skemmtileg og kemur oft á óvart. Ljúfur húmor fléttast áreynslulaust inn í frásögnina. Milljón holur er holl og góð lesning fyrir jafnt unga sem eldri. Höfundur er með B.A. í almennri bókmenntafræði

x

Börn og menning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.