Börn og menning - 01.04.2003, Page 34
32
Börn og menning
Það mun hafa verið síðsumars 1996
sem ég fór austur á land og lá í tjaldi í
Jökulsárheiðinni ásamt bónda mínum. Á
þessum tíma var ég búin að vinna að bókinni
Vestur í bláinn (1997) í allmarga mánuði og
m.a. búin að vera á slóðum íslendinga við
Winnipegvatn sama vor.
Vestur í bláinn byrjar í Jökuldalsheiðinni og
því fannst mér einboðið að fara þangað
líka þó að langt væri um liðið frá því að
sögupersónurnar flúðu Heiðina og fluttust
vestur um haf (1875).
Þennan dag var veðrið einkar fallegt
og kyrrðin ólýsanleg. Við fórum á milli
rústa eyðibýlanna bæði í norður- og
suðurheiðinni, drukkum kaffi og borðuðum
lummur í gamla bænum í Sænautaseli (þar
sem heilbrigðisyfirvöld höfðu bannað að
kaffi væri selt vegna ónógrar salernisaðstöðu
...) og vorum nú á heimleið. Tjaldið okkar
stóð í Heiðarseli undir einum af fáum
bæjarveggjum sem enn voru uppistandandi.
Skýjafarið á þeim óendalega himni sem
hvolfist yfir Heiðina var þannig að ég gat
ekki með nokkru móti farið inn í tjaldið.
Skýin voru fagurlituð en um leið óróleg
og héldu mér fanginni úti fram i myrkur. í
svefnpokanum greip mig skelfing. Kannski
voru það áhrif dagsins sem ég átti eftir að
vinna úr, kannski skýjafarið undir kvöldið eða
nú síðast þverhandarþykkt myrkrið í tjaldinu.
Svo mikið er víst að ég taldi að eitthvað
myndi gerast og það ekki gott. Öskjugosið
1875 (sem færði Heiðina að miklu leyti í kaf)
var allt í einu hættulega nærri og nú lá við
sjálft að ég vekti steinsofandi bónda minn
og keyrði ofan í Jökuldal. En ég stillti mig og
þar kom að ég sofnaði.
Höggið sem vakti okkur var svo mikið að
við settumst bæði upp í svefnpokunum.
- Askja! hrópaði ég og gaufaðist af stað
í myrkrinu en þá kom annað högg engu
minna. Síðan varð allt kyrrt. Úti var sama
myrkrið en þegar við lýstum svæðið upp með
bílljósunum kom í Ijós að bæjarveggurinn
hafði hrunið yfir okkur og máttum við kallast
heppin að hafa ekki fengið torf og grjót í
höfuðið. Þessi atburður rataði seinna inn í
fyrsta kafla bókarinnar og heitir sá „Nótt í
Heiðinni".
Þessa sögu segi ég til gamans en líka af
því að ég var beðin um að tengja pistilinn
einhverju í vinnuumhverfi mínu. Nú má með
réttu segja að Jökuldalsheiðin sé ekki mitt
hefðbundna vinnuumhverfi en náttúran
er það að vissu leyti og í Heiðinni var ég
heltekin af henni. Skýjafarið átti líka sinn
þátt í stemningunni.
Ef ég geng ennþá lengra má kannski segja
að ég nærist á skýjafari og hafi alltaf gert.
Birta og gott útsýni út um gluggann minn
eru ekki síður mikilvæg en pappír og ritföng.
Ætli ég að sitja og snúa baki í Ijósið gerist
ekki neitt. Og mér gengur afgerandi miklu
betur að skrifa í góðu veðri en vondu!
Frá því að ég var lítil hefur veðrið haft mikil
áhrif á daginn. Ég gat gónt tímunum saman
upp í loftið eins og hjáræna en lögun og
litur skýjanna voru uppspretta allskyns
hugarflugs.
Stjörnur og tungl voru ekki síður
áhugaverð. Ég beið spennt eftir nýju tungli,
horfði á það vaxa, fyllast og minnka svo á
nýjan leik. Væri skýjað þegar ég átti von á
reglulega góðu tunglskinskvöldi gat ég verið
illa fúl.
Á unglingsárum var mér sagt að hægt
væri að verða tunglsjúkur. Þvílík ósköp! Eins