Börn og menning - 01.04.2003, Síða 36

Börn og menning - 01.04.2003, Síða 36
34 Börn og menning Ingibjörg Margrét Magnúsdóttir „Akureyri - bærinn minn" Menningarstarf fyrir börn og unglinga 1. hluti fréttir atf landsbyggftimii Margbreytilegt menningarstarf sem ætlað er fyrir börn og unglinga fer fram á Akureyri. [ þessari grein er ætlunin að kynna það menningarstarf sem fram fer á Amtsbókasafninu á Akureyri og samstarfsverkefni Amtsbókasafnsins og Minjasafnsins á Akureyri. [ næsta blaði kemur svo önnur grein héðan að norðan þar sem haldið verður áfram að kynna menningarstarf fyrir börn og unglinga. Leshringur og sumarlestur er meðal þeirra nýjunga sem bryddað hefur verið upp á fyrir börn og unglinga á Amtsbókasafninu á Akureyri á undanförnum árum. Sumarlesturinn er lestrarhvetjandi námskeið með sérstaka áherslu á grenndarkennslu. Sumarið 2001 var í fyrsta skipti boðið upp á sumarlestursnámskeiðið hér fyrir norðan en hugmyndin er fengin frá Bæjar- og héraðsbókasafni Selfoss. Þetta námskeið er samstarfsverkefni Amtsbókasafnsins og Minjasafnsins á Akureyri og stendur í einn mánuð að sumrinu. Þátttakendum er skipt í hópa þannig að aldrei eru fleiri en 15 í hverjum hóp. Með þessu móti fær hver og einn meira út úr námskeiðinu. Krakkarnir mæta einu sinni í viku og takast á við hin ýmsu viðfangsefni. Lesturinn fer að mestu fram heimafyrir en þegar þau mæta til okkar reynum við að blanda saman skemmtun og fræðslu. [ fyrstu vikunni er haldin kynning í máli og myndum á gömlum sögufrægum húsum í innbæ Akureyrar, bæði húsum sem enn standa og húsum sem ekki eru til lengur. í þessari heimsókn kynnast krakkarnir svolítið innbyrðis. Það finnst okkur mikilvægt upp á framhaldið. í annarri viku er farið í vettvangsferð/ ratleik. Gengið er frá Amtsbókasafninu að Minjasafninu en húsin sem rætt er um í fyrstu vikunni eru öll á þessari leið. Á leiðinni skoðum við húsin að utan auk þess sem við fáum að skoða Sigurhæðir, hús Matthíasar Jochumssonar og leikhúsið að innanverðu. Á leiðinni þurfa börnin að leysa ýmsar þrautir til að komast á leiðarenda. Þegar komið er að Minjasafninu skoðum við eina af grunnsýningum safnsins sem ber nafnið „Akureyri - bærinn við pollinn" sem er sýning á þáttum úr sögu Akureyrar frá upphafi til nútímans. Margrét Björgvinsdóttir safnkennari leiðir okkur í gegnum sýninguna en hún er fulltrúi Minjasafnsins í samstarfinu. [ þriðju viku er ráðist í leikfangagerð. Á undanförnum árum höfum við búið til hin ýmsu leikföng. Má þar nefna þeytispjöld, sprellikarla og skip. Þetta er oft mjög skemmtilegur dagur þar sem sköpunargleði krakkanna ræður ríkjum. [ fjórðu og síðustu vikunni er svo ráðist í að sigla bátunum á pollinum við Minjasafnið. Einnig er farið er ( útileiki í garðinum við Minjasafnið með tilheyrandi ærslum og látum. Við reynum að kenna þeim gamla og góða útileiki eins og Fuglaleikinn og Útilegumannaleik. Að endingu er svo farið inn í Minjasafnskirkjuna þar sem veitt eru viðurkenningarskjöl, sungið og dregið í happdrætti. Myndin er tekin á minjasafninu á Akureyri. Greinarhöfundur er með krökkunum á Meðan á námskeiðinu stendurfylla krakkarnir út lestrarmiða fyrir hverja bók sem lesin er. Miðarnir eru síðan teknir og límdir á líkan af húsi sem staðsett er á Amtsbókasafninu. Markmiðið er að þekja allt húsið með miðum fyrir lok námskeiðsins. Námskeiðin hafa fengið góð viðbrögð og þátttaka verið góð. Leshringur fyrir unglinga er nýjung sem hleypt var af stokkunum í vetur. Um 550 nemendum ( 7. og 8. bekkjum bæjarins var boðið að taka þátt. Á kynningarfund sem haldin var á Amtsbókasafninu mættu fjórtán krakkar á aldrinum 12-15 ára. Þetta voru áhugasamir krakkar sem höfðu löngun til að lesa krefjandi bækur og ræða um þær að lestri loknum í góðra vina hópi. Afráðið var að byrja á að lesa spennusögu eftir íslenskan höfund, en taka svo ákvörðun um framhaldið í samráði við þátttakendur. Hópurinn ætlar að hittast einu sinni í mánuði. Höfundar verða kynntir, rætt um innihald bókanna og farið yfir þá gagnrýni á viðfangsefnunum sem komið hefur fram opinberlega. Hugmyndin er sú að umsjónarmaður barna- og unglingadeildar

x

Börn og menning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.