Börn og menning - 01.04.2003, Page 40
38
Börn og menning
Þegar mamma kemur heim...
(Nár mor kommer hjem...) Danmörk,
1998
Leikarar: Kasper Emanuel Stæger, Clara
Johanne Simonsen, Pernille Kaae Hoier, Ann
Eleonora Jorgensen, Lars Kaalund, Birthe
Neumann, Bjarne Henriksen.
Leikstjóri: Lone Scherfig
Handrit: Lone Scherfig og Jorgen Kastrup,
byggt á skáldsögu eftir Mörthu Christensen.
Kvikmyndataka: Dirk Bruel
Tónlist: Kasper Winding
Söguhetjur myndarinnar Þegar mamma
kemur heim... eru Kasper 11 ára, Sara 8 ára
og Julie 5 ára. Linda, mamma barnanna, er
hreint engin fyrirmyndarmóðir. Einn daginn
kemur lögreglan og handtekur hana fyrir
búðarþjófnað. Einhver gæti haldið að börnin
yrðu leið og hrædd að vera ein heima og
þurfa að sjá um sig sjálf. En það er nú öðru
nær. Systkinin sjá fyrir sér fjörugt Iff þar sem
þau ráði sjálf hvenær þau fara að sofa og
hvað þau hafi í matinn. Draumur um ruslfæði
og nammi á hverjum degi lætur á sér kræla.
Frumburðurinn Kasper tekur að sér að vera
höfuð fjölskyldunnar og „sjá fyrir" þeim. I
hvert sinn sem fulltrúi barnaverndarnefndar
bankar uppá tekst krökkunum með ótrúlegri
kænsku að telja honum trú um að þau
séu í umsjá fullorðinna. Hann fer þó með
tímanum að gruna að ekki sé allt með felldu.
Það verður líka sífellt erfiðara fyrir Kasper að
útvega mat fyrir þau og hungrið sverfur að.
Sjálfsagt hafa flestir krakkar velt því fyrir
sér hvað það væri þægilegt að lifa lífinu ef
fullorðnir væru ekki alltaf að þvælast fyrir
með sín leiðinlegu boð og bönn. Þegar
mamma kemur heim... sýnir að það getur
verið heilmikið fjör en hefur sína galla líka.
Myndin fjallar á Ijúfan og húmorískan hátt um
sjálfsbjargarviðleitni, ábyrgð og samheldni án
þess að falla í þá gryfju að predika. Hún er
vel leikin og faglega unnin að öllu leyti, enda
hreppti hún fjölda verðlauna á sínum tíma
og var vel tekið jafnt í heimalandinu sem
erlendis.
Þegar mamma kemur heim... er önnur
bíómynd danska leikstjórans Lone Sherfig
í fullri lengd, en margir muna eflaust eftir
mynd hennar ítölsku fyrir byrjendur frá árinu
2000. Hún varð mjög vinsæl hér á landi
og hreppti meðal annars Silfurbjörninn á
kvikmyndahátíðinni í Berlín. Lone Sherfig er
fædd árið 2. maí árið 1959 í Kaupmannahöfn.
Hún fór í kvikmyndanám við dönsku
kvikmyndaakademíuna og útskrifaðist
þaðan árið 1984. Síðan hefur hún gertfjórar
kvikmyndir í fullri lengd og unnið við fjölda
sjónvarpsmynda og framhaldsþátta. Verk
hennar einkennast af sterkri persónusköpun
og leiftrandi kímni.
Þegar mamma kemur heim... er byggð
á skáldsögu eftir skáldkonuna Mörthu
Christensen en hún er ein af ástsælustu
skáldum Dana. Önnur bók sem hún skrifaði
endaði líka á hvíta tjaldinu í frábærri mynd
sem heitir Dansað við Regitze.