Börn og menning - 01.09.2008, Qupperneq 19

Börn og menning - 01.09.2008, Qupperneq 19
Franskbrauð og fleira gott 17 Amma er alvarlega týpan, hún er með töglin og hagldirnar á heimilinu og ber ábyrgð á uppeldi Lillu. „( hennar heimi eiga bara allir að láta vel og breyta rétt." (Fallin spýta, bls. 42) Afi aftur á móti er oft til í smá sprell, spilar við Lillu og ræðir við hana á hennar grundvelli, þau eru félagar og oft samsærismenn. Gömlu hjónin eru fasti punkturinn í lífi Lillu fyrir utan mömmu og pabba og hún getur alltaf treyst á þau, sama á hverju dynur. Svo vetrar og allt breytist Enn er dagatalið í stóru hlutverki því í bók tvö, Fallinni spýtu, lítur Lilla fljótlega á dagatalið og sér dagsetninguna 12. október árið 1955. Hún hefur aðeins verið heima nokkrar vikur og skólinn er byrjaður. Faðir hennar hefur fengið vinnu í Ameríku í nokkra mánuði og ætlar þangað með konu sinni en dæturnar eiga að fara í pössun til ættingja. Þá gerir Guðbjörg María uppreisn og neitar að fara til Bellu frænku. Hún fær, með miklu laumuspili og klækjum, ömmu og afa með sér í lið og er, áður en varir, á leið til Austurfjarðar með Katalínuflugbáti. Hún er fjarska glöð að hitta gömlu hjónin aftur en þó togast á í brjóstinu feginleiki yfir því að hafa sloppið við Bellu frænku og söknuður vegna foreldra sinna. En hún er komin til afa sem tekur í nefið og les sögur og ömmu sem smyr sultu ofan á franskbrauðssneiðar í það óendanlega. Lilla upplifir fjölbreyttan og viðburðaríkan vetur. Hún stendur uppi í hárinu á handavinnukennaranum í skólanum sem vill hafa kennsluna í föstum skorðum. Lillu finnst handavinnuprufur asnalegar, í Reykjavík sauma þær náttföt í staðinn. Máli sínu til sönnunar dregur hún fram náttföt sem fær stelpurnar til að missa andann. Svo þrömmuðu þær upp og Lilla sótti náttfötin. Hvítur, víður bolur og stuttbuxur með grænum og fjólubláum blómum. „Beibi doll!" hvíslaði Magga agndofa. „Beibí doll náttföt!" stamaði Kata. (Fallin spýta, bls. 41) Hún kynnist dauðanum þegar Mangi á Hjalla verður úti. Hann hafði farið til rjúpnaveiða og fengið hjartaáfall, þoldi ekki kuldann. Lilla tekur andlátið afar nærri sér enda hafði þeim Manga verið vel til vina. Hún upplifir jólin langt frá mömmu og pabba og þrátt fyrir að gott sé að vera hjá afa og ömmu saknar hún foreldra sinna og Reykjavíkur og á erfitt með að sofna að kvöldi aðfangadags. Vetrarveðrið veldur rafmagnsleysi og snjónum kyngir niður og gefur börnum möguleika á alls kyns leikjum og slagsmálum. En það besta við dvölina á Bakka er að vera hjá afa og ömmu og leika við Kötu og Möggu. Bókinni lýkur á sólarkaffi sem haldið er 17. febrúará Austurfirði, þá gægist sólin yfir hæsta tind í örfáar mínútur. Rokk í Reykjavík Þriðja bókin, Stjörnurog strákapör, gerist tveimur árum seinna um sumar KRISTÍN steinsdóttir % á brúsa. Annars er lífið á Austurfirði ekki svo ólíkt lífinu í borginni, bara hægara og nánara. Allir þekkja alla, allir fullorðnir kannast við Stefán, föður Lillu sem ólst þarna upp og Lilla fær ýmislegt að heyra um pabba sinn; að hann hafi verið óþekktarangi, jafnvel kallaður villidýr af nágrönnum. Lilla á augljóslega ekki langt að sækja orkuna. Afi og amma Föðurforeldrar Lillu eru dæmigerð gamaldags hjón, svona eins og sögur sem gerast áður fyrr lýsa þeim. Hér má til dæmis nefna bækurnar um Hönnu Maríu eftir Magneu frá Kleifum. Amma er heimavinnandi - nema þegar síldin lætur sjá sig, þá drífur hún sig í stígvél og stormar niður á plan til að salta. Henni er mjög annt um að allt sé fínt og þrifalegt heima við og ætlast til að heimilisfólkið fylgi þeim reglum sem hún setur varðandi umgengni. Fyrir jólin er til dæmis allt þrifið í hólf og gólf, bæði loft og veggir. Svona birtist hún Lillu þegar stelpan stígur út úr rútunni byrjun fyrstu sögu: Amma var lágvaxin kona með kringlótt gleraugu. Hún var grönn með örþunnar fléttur sem voru festar í hring uppi á höfðinu. Flétturnar höfðu verið dökkar en voru farnar að grána. Hún var með hvíta, fína blúndusvuntu á maganum og upp á axlir. (Franskbr.,bls 14) Afi er eins og afar eiga að vera í sögum, gamall og gráhærður, geðgóður og skemmtilegur. Frá sjónarhorni Lillu er honum lýst svo: Afi var stór og feitur. Utan um stóra skallann lagðist þykkur hárkragi. Háisinn var kafloðinn og hárin stóðu út úr eyrunum á honum. Hann var með ægilega stórt nef. Það var rautt með bláum æðum. Hann tók mikið í þetta nef. (Franskbr., bls 14)

x

Börn og menning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.