Börn og menning - 01.09.2008, Side 27

Börn og menning - 01.09.2008, Side 27
Um nýlegar bækur 25 Guðlaug Richter Hinsegin unglingasögur um sanna vináttu Um bækurnar Kossar og ólífur og Svart og hvítt eftlr Jónínu Leósdóttur. Jónína Leósdóttir er sennilega þekktust sem leikskáld en auk þess að skrifa leikrit hefur hún gefið út skáldsögur, ævisögur og þýðingar. Árið 1993 sendi Jónína frá sér unglingabókin Sundur og saman og þótt henni hafi verið vel tekið leið langur tími án þess að önnur bók fyrir þennan aldurshóp kæmi frá henni. Þvi miður hefur alltof lítið komið út af vönduðum, íslenskum unglingabókum undanfarin ár og þvi var það sérstakt fagnaðarefni þegar Jónína gaf loks út nýja bók fyrir unglinga á síðasta ári, Kossa og ólifur. Nú, ári síðar, er komið framhald af henni sem ber titilinn, Svart og hvítt. Unglingabók eða stelpubók ( Bókatíðindum 2007 stendur undir kápumynd af Kossum og ólífum að bókin sé: „Skemmtileg saga sem á erindi við alla unglinga". Það verður hins vegar að segjast eins og er að bæði titillinn og kápumyndin gefa klárlega til kynna að hún sé eingöngu stelpubók. Kápumyndin á Svart og hvítt er alveg í sama stíl og jafnvel stelpulegri en sú fyrri. Með þessu er ekki verið að setja út á hönnun kápumyndanna, þær eru mjög listilega gerðar af Bjarneyju Hinriksdóttur. Það er hins vegar nokkuð Ijóst að fáir unglingsstrákar myndu láta sjá sig með þessar bækur á almannafæri. Þegar skoðaður er flokkur frumsamdra unglingabóka árið 2007 virðast höfundar leggja talsvert meiri rækt við stelpurnar en strákana. Þar má finna titla eins og Beygluð og brotin hjörtu, ...ef þú bara vissir, Einu sinni var dramadrottning I ríki sinu og Loforðið. Þessar bækur, líkt og þær sem eru hér til umfjöllunar, eru greinilega ætlaðar stelpum. Hins vegar er aðeins að finna eina bók í þessum flokki sem út frá titli og útliti mætti halda fram að sé markaðssett sem strákabók. Það er umhugsunarvert að úrval frumsaminna unglingabóka skuli vera svona einsleitt á sama tíma og dregið hefur stórlega úr bóklestri unglinga og þá sérstaklega stráka. Flestir eru sammála um að mikilvægt sé að hvetja krakkana til að lesa sem mest en það getur reynst þrautin þyngri ef ekki er til nægilegt úrval af bókum við hæfi. Ástin grípur unglinginn Kossar og ólifur og Svart og hvitt eru þroskasaga Önnu, unglingsstelpu frá Vík í Mýrdal. Fyrri bókin hefst á því að foreldrar Önnu telja hana á að fara til Brighton f Suður Englandi í sumarvinnu á gistihúsi hjá ættingjum. Anna er nýbúin að eignast kærasta sem henni finnst alveg glatað að yfirgefa og sömuleiðis líst henni illa á að vera svona lengi fjarvistum frá Kötu, bestu vinkonu sinni. Þrátt fyrir þetta reynist sumardvölin í Brighton geyma margar ógleymanlegar stundir og sumar örlagaríkar. Anna kynnist Lindu, sem hafði verið pennavinkona hennar um skeið, og það tekst með þeim innileg vinátta. Tilfinningar Önnu komast svo í algjört uppnám þegar Linda kyssir hana eitt sinni undiráhrifum kampavíns. Kossinn vekur kenndir sem Anna hefur aldrei fundið áður, kenndir sem kossar Stjána, kærasta hennar, höfðu aldrei vakið. í kjölfarið fer hún að velta vöngum yfir kynhneigð sinni. Kata vinkona hennar, sem kemur í stutta heimsókn til Brighton, er hins vegar ekki í neinum vafa um kynhneigð sína. Henni tekst á ótrúlega stuttum tíma að kynnast Deepak, strák af indverskum ættum, og verða ástfangin upp fyrir haus. í seinni bókinni, Svartog hvitt, sest Anna á skólabekk í MR og flytur því til móðurömmu

x

Börn og menning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.