Börn og menning - 01.09.2008, Síða 35
Ibby fréttir
33
VORVINDAR
Vorvindar glaðir
Gerður Kristný rithöfundur, myndlistarmennirnir Una
Stígsdóttir og Anik Todd og tónlistarparið Dúó Stemma hlutu
Vorvinda-viðurkenningar IBBY á íslandi 2008
IBBY á íslandi afhenti árlegar viðurkenningar fyrir gott framlag til
barnamenningar sunnudaginn 18. maí í Gunnarshúsi við Dyngjuveg.
Gerður Kristný hlaut viðurkenningu fyrir barnabækur sfnar, Mörtu
smörtu, Jóladýrin, Land hinna týndu sokka og Ballið á Bessastöðum,
sem allt eru vönduð og skemmtileg verk. Marta smarta sló strax í
gegn hjá krökkunum sem veittu henni Bókaverðlaun barnanna 2003
og Ballið á Bessastöðum hefur kitlað hláturtaugar jafnt barna sem
fullorðinna.
Una Stígsdóttir og Anik Todd hlutu viðurkenningu fyrir sýninguna
Allt í plati sem opnuð var í Gerðubergi 24. nóvember sl. (tengslum
við ritþing um Sigrúnu Eldjárn. Á sýningunni gátu gestír upplifað
heim þekktra sögupersóna Sigrúnar Eldjárn, þeirra Málfríðar, mömmu
hennar og Kuggs með því að ganga inn á heimili þeirra. Var öllum 8
ára börnum boðið á sýninguna sem stóð í allan vetur og var afar vel
sótt og vinsæl.
Þriðju viðurkenninguna hlaut tónlistarparið Dúó Stemma sem hefur
glatt leikskólabörn með sögunni um Jón bónda sem byggist öðrum
þræði á hljóðgjörningi. Dúó Stemmu skipa Herdís Anna Jónsdóttir,
víóluleikari og Steef van Oosterhout, slagverksleikari, sem hafa búið
þekktar þulur og vísur í nýjan búning og leika undir á óhefðbundin
heimatilbúin hljóðfæri. Þau fluttu stutt atriði fyrir samkomugesti á
Vorvindahátíðinni við góðar undirtektir.