Börn og menning - 01.09.2008, Qupperneq 34

Börn og menning - 01.09.2008, Qupperneq 34
32 Börn og menning Boðflennuna og Fífldirfsku. Síðarnefnda sagan fjallar um tvo stráka í grunnskóla sem skera sig úr þar sem þeir ganga báðir til sérkennara og eru uppnefndir. Kai er frá Tælandi og býr með móður og stjúpa. Hann býr í gömlu húsi sem hefur lengi verið umkringt draugum. Honum er bannað að fara nálægt gömlum fiskiskúrum sem standa álengdar, en hann ákveður að ráðast í draugabælið til að vaxa að visku og vexti en aðallega til að verða meiri í augum skólafélaga. Kannski var eitthvað þarna, kannski ekki. En eitthvað sækir að drengnum í kofanum svo honum liggur við sturlun. Tristan Máni er honum betri en enginn og bjargar honum. Þrekraun sem endar vel. En lesandi situr eftir og spyr sjálfan sig, var þetta draugur? Sagan tekur á samskiptum krakka í skóla og stríðni. Hún sýnir Ifka hversu mikils virði það er að eiga vini. Ólíkar sögur Sögurnar í Ati og öðrum sögum eru misjafnar að gæðum. Það er vandasamt að skrifa um drauga, fyrirbæri sem margir trúa ekki á og aðrir hafa mjög ólíkar tilfinningar og skoðanir á hvernig eigi að lýsa. Skemmtilegastar eru þær sögur sem skilja lesandann eftir í spurn. Saga Stefáns Mána, Draugabjallan, er verulega dularfull, lesandanum er þeytt milli augnablika og stundum veit hann ekki hvar hann er staddur. Sagan segir frá ungri stúlku sem tekur að sér að gæta barns að kvöldi. Höfundur nýtir sér myrkur og hjátrú, húsið er númer þrettán við dimma hliðargötu. Frúin setur stúlkunni reglur; ekki að fara út á svalir og ekki svara dyrasímanum. Barnið sem hún á að passa nefnir þriðju regluna; það má ekki hringja draugabjöllunni sem hangir í stofunni. Þetta hljómar einfalt en verður fljótt að stóru vandamáli í sögunni. Fyrir stúlkuna er lögð þraut, frúin hefur misst demantshálsmen á gólfið og hún lætur freistast, tekur hálsmenið og gerir það að sfnu. Nú hefst atburðarás sem flækir lesanda í neti sínu, tvær sögur um sama atburð frá mismunandi sjónarhorni. Kraftmikil saga þar sem spilað er á draugslegar tilfinningar og börnum treyst til að túlka. Saga Guðmundar Brynjólfssonar, sem hlaut fyrstu verðlaun í samkeppninni heitir At?. í upphafi hennar er sagt frá dreng sem verður fyrir bíl og deyr. En sagan fjallar aðallega um eftirlifandi vini hans, samskipti þeirra, leiki og dularfulla atburði sem tengjast hringjandi dyrabjöllum. Hinn framliðni vinur, Kalli Jósu, gefur merki víða um bæinn með því að knýja dyra hjá jafnöldrum sínum og vekur hann með því grunsemdir um bjölluat og er Bjarni ranglega sakaður um athæfið. Mikilvægur fótboltaleikur er framundan og rfður á að sýna samstöðu. Kalli lætur ekki sitt eftir liggja og hvetur vini sína með mjög svo augljósum hætti, skiljur hjólið sitt eftir hér og þar, augljóst merki um ferðir hans og einnig verður hann áþreifanlegur á fótboltavellinum. Sögumaður er er mjög nálægur og gerist stundum ágengur. Þegar líður á söguna verða útskýringar hans dálítið fyrirferðarmiklar, hægt hefði verið að koma upplýsingum til lesandans með öðrum hætti. En sagan er fjörleg, vel fiéttuð og mikill hraði í allri frásögn. Höfundur skrifar hressilegan stíl og nær eflaust vel til ungra lesenda með orðavali sfnu en sem draugasaga er At? ekki sterk, til þess vantar hana þá hrollvekjandi dulmögnun sem lesendur draugasagna sækjast eftir. í Atl og öðrum sögum er reynt að draga upp mynd af ímynduðum heimi hinna framliðnu, heimi sem allir velta áreiðanlega fyrir sér einhverntíma á ævinni. Draugarnir eru sumir hverjir vondir og þeim fylgir vond lykt. En í flestum tilvikum eru þessar dularverur í betri kantinum og ná hvíld og ró eftir samskiptin við fólkið í raunheimum. Höfundur er íslenskukennari við Fjölbrautaskólann í Garðabæ

x

Börn og menning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.