Börn og menning - 01.09.2008, Síða 11
Adda trúlofast og Beverly Gray leítar að gulli
9
fréttaritara (Kristmundur Bjarnason þýddi,
Akureyri 1947) situr Beverly þannig með
ferðaritvélina sína og skrifar „en gekk illa og
tætti sundur blöðin og fleygði, eins langt og
hún dró" um leið og hún kvartar við móður
sína að hafa enga lífsreynslu: „Hvernig má
ég læra af reynslunni ... Hér gerist aldrei
neitt" (bls. 6), en það verður raunar að teljast
úrdráttur miðað við upptalninguna hér að
framan. En eins og hendi sé veifað skjóta
upp kollinum tvær vinkonur hennar og síðan
er haldið til New York í leit að ævintýrum.
Raunverulegur áhugi Beverly á ritstörfum
er ekki meiri en þetta, heldur er árangur á
þessu sviði mikilvægur fyrir þá framakonu
sem Beverly er, eins og allar vinkonur hennar
úr Alfadeltafélaginu. Bókin nær hámarki
þegar Beverly fangar bíræfinn þjóf sem hefur
dulbúið sig eins og frægur vísindamaður, að
vísu hefur hann trassað að hylja ör á kinninni
sem Beverly af skarpskyggni sinni hafði tekið
eftir að vísindamaðurinn var laus við. í lokin
nær Beverly að síma blaðinu sínu frásögninni
af þessum þjófi og mannræningja, það
gerist hálftíma eftir að hún hefur bjargað
hinum raunverulega vísindamanni úr klóm
þjófsins. Úr þessu má lesa ágæta kenningu
um ritstörf: þau ganga furðu greiðlega ef
frá nógu er að segja, og eftir þessu lifir
höfundur Beverly Gray- bókanna raunar sjálf.
Ég held hins vegar að Öddubækurnar hafi
verið sannferðugra veganesti fyrir lækna
framtíðarinnar en bækurnar um Beverly Gray
fyrir upprennandi rithöfunda og fréttaritara.
Þegar betur er að gáð reynist lítið raunsæi
í bókunum um Beverly Gray, þær eru
hreinræktuð ævintýri þó að þær gerist í heimi
sem líkist okkar heimi. Sjálfsagt hafa þær þó
notið þess að Bandaríkin voru framandi land
fyrir mörgum íslendingnum fyrir sextíu árum.
Raunar er ennþá talsvert auðveldara fyrir
okkur að trúa þvf að þar séu raðmorðingjar
é hverju strái en á tilvist sambærilegra kóna
hér á (slandi.
Adda var jarðbundnari
Enginn vafi er á því að lesendahópur Öddu
og Beverly Gray var nánast sá sami og
það hafa lesendur beggja bókanna raunar
staðfest við mig. Þessir lesendur gátu því
í senn farið í menntaskóla með Öddu og í
gullleit með Beverly Gray. Hér hefur bæði
verið bent á hliðstæður og andstæður með
þessum tveimur bókaflokkum. Báðir gerast
þeir í okkar heimi, eru spennandi og fjalla um
hetju sem er heldur heilsteyptari en margir
í lesendahópnum. Munurinn er hins vegar
allnokkur á þeim gildum sem boðuð eru og svo
auðvitað í jarðnándinni. Adda er jarðbundin
hetja sem stefnir ekkert hærra en að verða
nýtur samfélagsþegn og mestu hetjurnar
í Öddubókunum eru læknar sem þjóna
samfélaginu og fórna eigin frítíma og leggja
sig í hættu til að rækja það hógværa hlutverk
sitt. Þar eru einnig ótal hversdagshetjur sem
ekkert meira hafa afrekað en að vera gott og
heiðarlegt fólk. Beverly Gray er aftur á móti
yfirlýst ævintýrakona sem langar raunar til að
gerast rithöfundur en smám saman (einkum
þegar á líður bókaflokkinn) ná ævintýrin
alveg yfirhöndinni yfir skriftirnar, þeim virðist
mega rubba af á hálftíma eftir að Beverly
hefur handsamað þjófa og mannræningja. Á
hinn bóginn verður það ekki tekið af Beverly
Gray-bókunum að þær færðu íslenskum
unglingsstúlkum kvenhetju. Beverly og
vinkonur hennar ætla ekki að láta sér nægja
að vera góðar eiginkonur eða fórnfúsar
mæður heldur stefna þær á frama á eigin
forsendum og það voru sterk og fremur
nýstárleg skilaboð árið 1944. Það má segja að
Öddubókunum sé einum þræði stefnt gegn
bókunum um Beverly Gray, með því að vera
spennandi og aðgengilegar en samt í skýrari
tengslum við hlutskipti lesendahópsins. Þar
með er ekki sagt að Öddubækurnar séu
beinlínis svar við Beverly Gray-bókunum
sérstaklega en hitt verður að hafa í huga að
oft er hvötin á bak við barnabækur að bjóða
börnum upp á lesefni sem teygir þau í átt að
því sem höfundarnir telja æskilegt en frá hinu
sem þeirtelja að komi þeim ekki að gagni. Þó
að flestir bernskir lesendur hafi séð í gegnum
þá fantasíu sem Beverly Gray-bækurnar eru
auðvitað þegar betur er að gáð þá má samt
reikna með að íslenskum höfundum (eins
og Jennu og Hreiðari, og eins Margréti
Jónsdóttur, höfundi Toddubókanna) hafi
þótt full þörf á að segja sögur sem væru
spennandi og átakamiklar (dramatiskar) en
stæðu samt nær íslenskum raunveruleika en
Beverly og að það sé ein hvötin á bak við
sögurnar.
Bækur þurfa að keppa við
afþreyinguna
Unglingabækur eru ekki nýtt fyrirbæri. Ég
hef hér rifjað það upp að ritun þeirra stóð
í miklum blóma fyrir einum sextíu árum og
ekki síst bóka fyrir ungar stúlkur. Illu heilli
er heldur lítið um sambærilegar bækur nú
á dögum þannig að táningsstúlkurnar verða
að gera sér Lindsay Lohan og High School
Musical að góðu. Ekki er þetta í sjálfu sér
neitt verra efni en til dæmis bækurnar um
Beverly Gray. Ef lestur er mikilvægur og
gagnlegur er hins vegar nauðsynlegt að
unglingar lesi og það er Ifka mikilvægt að
góðir rithöfundar reyni að keppa svolítið
við erlendu afþreyinguna en á sínum eigin
forsendum, eins og segja má að Jenna og
Hreiðar hafi gert.
Höfundur kennir við Háskóla íslands