Börn og menning - 01.09.2008, Blaðsíða 28
Börn og menning
á tímamótum í
lífinu. Hún er að
yfirgefa hreiðrið
og taka sín fyrstu
skref út í heiminn
án þess að vera
með foreldrana sér
við hlið. Nú þarf hún
á öllu sínu sjálfstæði
að halda og vera í
stakk búin til að taka
ábyrgð á eigin lífi. Og Anna býr
að því að hafa alist upp í góðri fjölskyldu sem
treystir henni og styður hana með ráðum og
dáðum.
Það má segja að helsta einkenni bæði
Önnu og Kötu sé heilbrigt lífsviðhorf og
sterk sjálfsmynd. Þær eru allsendis ófeimnar
við að tjá sig og duglegar að spyrja um
allt sem þær þyrstir í að vita. Þær eru líka
alveg lausar við óöryggi vegna eigin útlits
sem hrjáir svo marga unglinga. Anna er t.d.
„sátt við sitt kvenlega vaxtarlag" þótt henni
finnist sléttir magar líka öfundsverðir (Kossar
og ólífur, bls. 62). Þær vinkonurnar úða í sig
sælgæti, frönskum og ís og elska búðaráp
og fatakaup.
Linda, hin breska vinkona Önnu, er algör
andstæða þeirra á þessu sviði. Hún hefur
gengið í gegnum skilnað foreldra sinna sem
var svo erfiður að henni þótti yndislegt að
vera lögð inn á geðdeild. „Á spítalanum fékk
ég að vera í friði. Þar gátu pabbi og mamma
ekki böggað mig." (Kossar og ólífur, bls.
78). Anna á mjög erfitt með að skilja
þetta og því síður skilur hún hvers vegna
Linda sveltir sig og felur horaðan líkamann
í mörgum fatalögum. Anna hefur þó heyrt
um anorexíu og áttar sig því á hvað er á
seyði. Eíns og sannur vinur reynir hún því að
ræða um vandamálið við Lindu og stappa í
hana stálinu.
Sjálfstæði og sjálfsöryggi Önnu er
rækilega undirstrikað með afstöðu hennar
til áfengisdrykkju og kynlífs. Henni finnst
sinnar í Reykjavík.
Kata og Stjáni eru líka
flutt til Reykjavíkur en
þaufara öll austuríVík
íjólafrí ásamt Lindu sem
kemur í jólaheimsókn
til vinkonu sinnar á
(slandi. í jólafrínu bregst
Stjáni trausti Önnu sem
verður til þess að hún
slítur sambandi þeirra
þótt henni finnist í aðra
röndina eftirsjá að honum.
Kata verður hins vegar æ
ástfangnari af Deepak sem
situr í stofufangelsi heima í
Brighton. Foreldrar hans eru alfarið á móti
sambandi hans við Kötu enda búnir að
ákveða fyrir löngu að hann skuli kvænast
dóttur vinafólks þeirra í Indlandi. Vinkonurnar
ráða sig nú báðar í sumarvinnu í Brighton og
Kata er staðráðin í því að koma í veg fyrir
þvingunarhjónaband Deepaks. ( bókarlok
er gefin ákveðin von um að Kötu takist
ætlunarverk sitt. Af Önnu er hins vegar það
að segja að hún finnur ástina bærast í brjósti
sínu á ný og í þetta sinn er það stelpa sem
hún kolfellur fyrir.
En eiga Anna og Sylvia eftir að verða
kærustur? Eiga Kata og Deepak eftir að ná
saman? Og mun Lindu takast að vinna bug á
átröskuninni fyrir fullt og allt? Öllum þessum
spurningum er ósvarað þannig að við hljótum
að gera ráð fyrir að Jónína Leósdóttir gleðji
okkur með enn einni bókinni um þær stöllur
á næsta ári.
Jesss, hraði og spenna!
Bækur Jónínu prýðir flest það sem kalla
mætti aðalsmerki góðra unglingabóka.
Frásögnin er fjörleg, atburðarásin hröð og
fullt af dramatískum uppákomum. Enda þótt
léttleikinn sé í fyrirrúmi er ekki vikist undan
því að fjalla um alvarleg mál. Anna fær t.d.
að kynnast erfiðum hjónaskilnaði, anorexíu
og rasisma
auk þess
sem hún
tekst sjálf
á við efann um
kynhneigð sína. Um öll þessi mál er fjallað
af hipursleysi og án fordóma. Hvergi örlar
á predikunartóni en í orðum og gjörðum
aðalpersónanna endurspeglast góð lífsgildi.
Þótt hvergi sé slegið af í frásögninni
tekst Jónínu að lauma inn einum og einum
fróðleiksmola lesendum til skemmtunar.
Pabbi Önnu, sem er Breti, segir henni t.d. frá
baðstrandatískunni á Viktoríutímanum: „Já,
berir líkamar þótti svo ógurlega dónalegt...
svo konur baðaði sig bara í sjóinn í langa
kjólar and hats and everything." (Kossar og
ólifur, bls. 25).
Bækurnar eru vel skrifaðar, textinn lipur
en laus við skáldleg tilþrif og svo sem
enginn málfarsfasismi í gangi eins og vera
ber í unglingabók. Þannig er slettum, eins
og „jess", „gimmí fæv", „kræst" og „gay"
leyft að fljóta með en þó í góðu hófi.
Sterk sjálfsmynd
Kossar og ólífur og Svart og hvitt eru
raunsæisbækur um nútímaunglinga. Á
fslandi er sögusviðið ýmist Reykjavík eða
Vík í Mýrdal en eins og við vitum hefur
heimurinn skroppið svo mikið saman að
ekkert er eðlilegra en að islenskir unglingar
geri sig heimakomna í Brighton og þar
gerast stærstu atburðir sögunnar.
Þegar við kynnumst Önnu stendur hún