Börn og menning - 01.09.2012, Side 5

Börn og menning - 01.09.2012, Side 5
Frá ritstjóra 5 Það var hægt að úða í sig barnabókakrásum eins og hvern lysti í Norræna húsinu eina langa helgi í september. Bókahátíðin Mýrin hefur glatt barnabókaunnendur annað hvert ár allt frá 2001 og (ár var þema hátíðarinnar matur. Boðið var upp á margrétta dagskrá frá laugardegi til mánudags og voru á borðum bæði stórskotaliðið úr íslenskum barnabókmenntum og áhugaverðir erlendir gestir eins og Jutta Bauer, en langt viðtal er við hana í þessu hefti Barna og menningar. Bækur og lesendur voru krufin til mergjar á málstofum höfunda og fræðimanna sem báru nöfn eins og „Megrun, mannát og afneitun í íslenskum barnabókum" og „Að éta eða vera étinn". Ekki síst voru vinnustofur höfunda matarmiklar; þar gátu börn t.d. lært að búa til danskt smurbrauð eða fengið kennslu í mynd- og sögugerð. Margt annað var um að vera: upplestrar höfunda, rnyndlistarsýningar og fleira. Aðstandendur hátíðarinnar eru: IBBY á Islandi, SÍUNG (Samtök barna- og unglingabókahöfunda), Rithöfundasamband íslands, Háskóli íslands, Borgarbókasafn Reykjavíkur og Norræna húsið. Hátíðin hefur náð að festa sig í sessi og er það mikið gleðiefni því að hún hefur algera sérstöðu í nokkuð fábreyttu landslagi barnabókmenntahátíða hérlendis. Þó má sjá þess teikn í norðri að nú sé öflugur liðsauki kominn til sögunnar þar sem er Barnabókasetrið á Akureyri. Brynhildur Þórarinsdóttir fjallar í blaðinu um það sem hefur áorkast á fyrstu mánuðunum í starfsemi setursins, en meðal þess er fjölsótt barnabókmenntahátíð sem haldin var nýlega á Akureyri. Blaðið er í þetta sinn mikið bóka- og lestrarblað. í því má finna mikið af greinum um nýjar og nýlegar bækur eins og grein Ernu Erlingsdóttur um hinn gífurlega vinsæla bókaflokk Hungurleikana og umfjöllun Sölva Björns Sigurðssonar um barnabækur og fortíðarþrá. Helga Birgisdóttir skrifar um lestur og strákabækur og skoðar í því samhengi Dagbækur Kidda klaufa. Lestur og staða læsis hefur verið mikið í umræðunni og fjallar Guðlaug Richter um lestrarhvetjandi verkefni sem IBBY-samtökin hafa sinnt. Einnig er birt gagnrýni um glænýja bók Þórdísar Gísladóttur, Randaiín og Mundi, og dómur um Dýrin í Hálsaskógi. Ég óska lesendum alls hins besta á komandi vetri. Helga Ferdinandsdóttir

x

Börn og menning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.