Börn og menning - 01.09.2012, Qupperneq 6

Börn og menning - 01.09.2012, Qupperneq 6
6 Viðtal við Juttu Bauer Að gefa ímyndunaraflinu rými Á dögunum kom út i íslenskri þýðlngu myndabókin í skóginum stóð kofi einn eftir þýska myndskreytinn og skopmyndateiknarann Juttu Bauer. Jutta er einn þekktasti myndabókahöfundur Evrópu og bækur hennar hafa verið þýddar á yfir 20 tungumál. Eftir mörgum af bókum hennar hafa verið gerðar teiknimyndir og það nýjasta er app eða smáforrit um bangsann Emmu. Fyrir bók sína Öskurmamma fékk hún þýsku barnabókmenntaverðiaunin 2001 og árið 2010 voru henni afhent H.C. Andersen verðlaunin fyrir myndskreytingar, en þau eru veitt á tveggja ára fresti á vegum alþjóðasamtaka IBBY. Jutta Bauer var á landinu í boði Mýrarhátíðarinnar og hafði í æði mörgu að snúast; hún opnaði sýningu á myndum sínum, hélt vinnunámskeið og tók þátt í pallborðsumræðum. Þessi skemmtilega og skapandi kona gaf sér samt tíma til að setjast niður í Norræna húsinu og ræða við Börn og menningu um ferilinn, myndabækur og listina - auk þess að syngja dálítið fyrir viðmælanda. Hvernig stóð á þvi að þú byrjaðir að skrifa barnabókmenntir? Það var líklega vegna þess að ég gat ekki gert neitt annað. (skóla var ég léleg í stærðfræði og ýmsum öðrum fögum, meira að segja íþróttum, en gat alltaf teiknað. Ég hugsaði því með mér að ég ætti að leggja rækt við það sem ég kynni—til þess að bæta hitt upp ef svo má segja. Mér fannst slæmt þegar aðrir vissu að ég hefði bara fengið 6 í stærðfræði í skólanum og hugsaði þá með mér: „Ég get teiknað hest, ekki þúl". Með tímanum fór fólk að segja við mig að ég ætti að verða teiknari eða listamaður, og ég trúði því, ekki bara vegna þess að bæði foreldrar mínir og kennarar sögðu það heldur vegna þess að þetta var það eina sem ég kunni! Ég get sungið svolítið og eldað mat, en að teikna er það sem ég geri best. Jutta fæddist nálægt Hamborg 1955 og stundaði listnám við Fachhochschule fur Gestaltung (nú HAV) á árunum 1975 til 1981. Ég spurði hana hvort hún hefði alltaf ætlað sér að myndskreyta barnabækur. Nei; þegar ég var í námi vildi ég verða skopmyndateiknari og beina pennanum að stjórnmálum og öðru slíku, en sú sem kenndi það fag hafði frétt af mér og sagðist ekki vilja þessa brjáluðu stelpu í tímum hjá sér! Á þessum tíma gátu kennararnir ráðið því sjálfir

x

Börn og menning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.