Börn og menning - 01.09.2012, Qupperneq 8

Börn og menning - 01.09.2012, Qupperneq 8
8 Börn og menning © Jutta Bauer/ Carlsen Verlag textinn getur hugurinn túlkað myndina að vild. Já, fólk gerir sér almennt ekki grein fyrir því að myndir segja sína eigin sögu. Þegar fullorðinn lesandi í Þýskalandi tekur upp myndskreytta barnabók les hann yfirleitt bara textann og hirðir ekki um myndirnar. Það er synd vegna þess að mynda er hægt að njóta á miklu beinskeyttari hátt en þegar um texta er að ræða; samt eru þær einhvern veginn síaðar frá eða hunsaðar. Það er mjög mikilvægt að stuðla að meiri vitund um myndefni, eða hvernig texti og myndir vinna saman. ( tengslum við öll þessi verðlaun sem eru veitt víða um heim þá einblína dómnefndirnar alltof oft bara á textann, enda er dómnefndarfólkið yfirleitt alltaf úr heimi bókasafna og texta. Aðeins örfáir geta talað af einhverju viti um myndefnið. Þannig er þetta líka á forlögunum, því að ritstjórarnir þar hafa flestir lagt stund á bókmenntir í skóla og taka að öllu leyti mið af textanum. Iðulega vita þeir hreinlega ekki hvað þeir hafa í höndunum. Þó að listamaður sé fenginn til að myndskreyta textann ríkir enginn skilningur milli hans og ritstjórans, og það er mjög miður. Þeir hafa engan smekk fyrir myndskreytingum því að þær gagnast þeim ekki til að gera upp á milli verka. Þeir hafa ekki lært til þessara hluta og kunna aðeins að fást við texta. Ég hef reynt að ná fram breytingum á þessu. Ég setti á fót stofnun um myndskreytingar í Þýskalandi ásamt öðrum barnabókahöfundi, Susanne Berner, sem er meðal þeirra þekktustu í þessari grein. Við berjumst fyrir því að myndir verði meira í hávegum hafðar! / bókunum þinum er mikil kímni og lífsgleði þó að umfjöllunarefnið sé stundum erfitt eða dapurlegt. Er þetta með ráðum gert? Ég hugsa ekki svo mikið um það. Ég segi bara sögurnar og bý til myndirnar og nota það sem kemur upp í hugann. En kannski nýtist þetta börnunum til að takast á við erfiðar aðstæður; og kímni og lífsgleði eru einhver bestu verkfæri sem hægt er að hafa til að höndla lífið svo að ég reyni alltaf að koma því að. Og ég nýt góðs af því að hafa fengið dálítinn skammt af þessu frá foreldrum mtnum; ég er þakklát fyrir það og reyni að skila því áfram. Nú var að koma út á íslensku bókin í skóginum stóð kofi einn og mig langar að spyrja Juttu um hana. Á þýsku heitir bókin Steht im Wald ein kleines Haus. Bókin er byggð á hinni þekktu barnavísu með sama nafni, segir Jutta og syngur hana fyrir mig hátt og snjallt: Steht im Waid ein kleines Haus schaut ein Reh zum Fenster raus. Kommt ein Háschen angerannt, klopfet an die Wand. Hilfe, Hilfe, groBe Not! Bald schieBt mich der Jáger tot! Háschen, Háschen, komm herein, reich mir deine Hand! Eitt vissi Jutta ekki þegar hún var að vinna að þessari bók. Ég hafði komið auga á skemmtilegt sjónarhorn á það sem er að gerast í vlsunni og fór með hugmyndina til útgefandans míns í Þýskalandi—Barböru Gelberg—en hún var ekki yfir sig hrifin, svo að ég stakk þessu niður í skúffu og hugsaði ekki meira um það. Nokkru seinna gisti hjá mér Marcus Weber, útgefandi á Moritz Verlag. Við erum góðir vinir en höfðum aldrei starfað saman að bók. Eitt kvöldið spurði hann mig af hverju við hefðum aldrei gefið neitt út saman. Ég sagði: „Það getum við gert!" og sýndi honum það sem ég hafði sett á blað. En þegar hann fer að skoða málið kemur í Ijós að vísan er kunn um alla Evrópu: á Spáni, í Frakklandi og í Svíþjóð en það hafði ég ekki haft hugmynd um. Ég hélt að þetta væri alveg sérstakt þýskt kvæði, en núna er meira að segja verið að selja bókina til Færeyja! En dýrin eru ekki alstaðar þau sömu, það er svo skrítið: í Frakklandi er dýrið ( kofanum ekki hind [eins og í Þýskalandi, innskot viðmælanda], heldur karldýrið, hjörtur. Ég var beðin um að breyta þessu fyrir frönsku útgáfuna og gerði það—það er ýmislegt hægt í Photoshop. Svo átti að selja þetta til Svíþjóðar og Marcus kom til mín á bókamessunni og sagði hálfhvíslandi: „Það er eitt... þú settir inn hjörtinn fyrir frönsku útgáfuna, en nú ætla Svíarnir að kaupa þetta og þar er búálfur í kofanum". Ég sagði við J

x

Börn og menning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.