Börn og menning - 01.09.2012, Page 9
Viðtal við Juttu Bauer
9
hann: „Nei, Marcus, það get ég ekki gert
fyrir þig!" En nú erum við samt að ganga frá
bókinni og þeir eru með þetta til skoðunar.
Ég breytti dýrinu með því að taka af því
eyrun og bæta við svolitlum rauðum lit. Ég
er mjög ánægð með niðurstöðuna sjálf en
ég er ekki viss um að Svíarnir verði sáttir
við hana.
Það væri áhugavert að vita hvað vísan
hefur dreifst víða og hvernig hún hefur
þróast milli landa. í vísunni eins og hún
er venjulega sungin á íslensku er það
jólasveinn sem býr í kofanum og það
er spurning hvernig hefði mátt útfæra
það myndrænt; jólasveinn í rauðum
búningi eða einn af gömlu íslensku
jólasveinunum?
Vinur minn I Barcelona skrifaði ritdóm í
tímarit um bókina en vissi ekki að hún
v*ri byggð á vísunni enda hafði enginn
sagt honum það! Ég benti honum svo á
Það þegar við hittumst og hann var alveg
gáttaður: „Þetta hefðum við þurft að vita! Á
Spáni kunna öll börn þessa vísu!" Einhvern
Veginn hafði þetta ekki komist til skila og
Þýðandi bókarinnar áttaði sig ekki á því.
Én án þessarar vísunar gengur sagan ekki
almennilega upp.
I tengslum við barnabókahátíð í Þýskalandi
var leikkona fengin til að leika söguna og
bað var byggt hús úr pappa úti í garði alveg
e'ns og það sem er í bókinni. Þetta var alveg
beillandi. Þarna voru um hundrað börn
með foreldrum sínum; allir sátu í grasinu,
leikkonan sagði söguna og söng lagið og
bömin sungu með. Svo fékk hún börnin til
að leika dýrin og þau fóru öll inn í húsið og
dáðust að því, bönkuðu á dyrnar og tóku
þátt í þessu af lífi og sál. Þetta var dásamleg
blanda af frásögn og sönglagi og myndefni,
en líka áþreifanlegum hlutum eins og húsi
og mat og hlutum og hreyfingu. Mjög
einfalt en alveg stórfenglegt fyrir ung börn
vegna þess að þau skilja að bókinni er ætlað
að sýna okkur veruleikann, og það er mjög
mikilvægur áfangi á þeirri leið sem lestur er
og það að njóta góðra bóka.
Það hlýtur að vera athyglisvert að sjá
hvernig aðrir túlka verkin þín og búa
til eitthvað nýtt upp úr þeim. Þú hefur
komið verkunum í heiminn en svo taka
aðrir við og nýta þau á sinn hátt.
Já, þau taka breytingum og öðlast sitt eigið
líf; það er áhugavert. (fyrsta skipti sem til
stóð að sviðsetja Litadrottninguna (á þýsku
Die Königin der Farben) kom leikhússtjórinn
til mín til að biðja um leyfi. Mér stóð hins
vegar ekki á sama um að einhverjir aðrir
færu að krukka í söguna mína—gera úr
henni eitthvert „kitsch" til dæmis—svo að
ég bannaði honum að víkja við nokkru orði
í textanum. Hann fór og hugsaði með sér:
„Konan er vitlaus; hvernig á það að ganga?"
Þetta var óþolandi, fannst honum, og hann
er enn að segja þessa sögu: hvað ég var
óþolandi í upphafi!
En þetta varð til þess að hann notaði
látbragðsleik mikið í sýningunni vegna þess
að hann mátti ekki nota mörg orð. Núna
hefur sýningin hins vegar verið sett upp víða
um heim og hann er mjög ánægður með
niðurstöðuna. Hann hefur fengið alls konar
verðlaun fyrir sýninguna!
Er það ekki einmitt oft það þannig að
þegar mönnum eru settar takmarkanir
kemst sköpunargleðin á flug?
Ég var svolítið að hugsa um það í dag undir
fyrirlestrunum á Mýrarhátíðinni hvers vegna
sú hefð að segja sögur væri svona sterk
á íslandi. ímyndunaraflið er mjög virkt—
sögurnar, bókmenntirnar—og ég held að
þetta tengist kannski því sem ég finn sjálf
fyrir hér: allt er svo tært og svo skírt utandyra.
Jafnvel húsin eru byggð í hagnýtum og
látlausum stíl.. Ég eyði miklum tíma í Mexíkó
og öðrum spænskumælandi löndum.
Markaðirnir þar eru fullir af munaðarfullum
hlutum sem metta hugann. Hér er þetta
öðruvísi og þess vegna er mikið rými hér fyrir
ímyndunaraflið. Einn fyrirlesarinn talaði um
það áðan að hún hefði ekki kunnað nöfnin
á ýmsum ávöxtum þegar hún var lítil og að
þá hefði hún getað velt fyrir sér hvaða nöfn
þeir gætu borið. Við þessar aðstæður hefur
maður rými til að hugsa um hlutina; það
er mjög áhugavert finnst mér. Þetta er Ifka
ástæðan fyrir því að ég einfalda myndirnar
mínar svona mikið: þær eru dálítið eins og
landslagið á (slandi! Bara ein vera, kannski
skuggi eða kofi einn. Búið! Þetta er líka
það sem ég kenni nemendunum mínum:
„Einfalda, einfalda, einfalda! Ef þú þarft ekki
á því að halda skaltu henda því út!"
Ég geri þetta til þess að gefa
ímyndunaraflinu rými. Ef ég teikna allt inn-
ský, fjöldann allan af trjám-og fylli myndina
upp, þá er ekkert rými eftir.