Börn og menning - 01.09.2012, Side 10

Börn og menning - 01.09.2012, Side 10
10 Börn og menning Helga Birgisdóttir Minnisbækur Kidda klaufa (ekki dagbækur!) Umræðan um drengi sem geta ekki lesið sér til gagns og skort á lesefni fyrir drengi hefur verið áberandi um nokkurt skeið.1 Ekki er þó nóg að rýna i það sem drengir lesa ekki, einnig er gagnlegt að skoða hvað þeir lesa og meðal þess sem drengir hafa lesið upp til agna síðustu árin eru bækurnar um Kidda klaufa eftir Jeff Kinney. Þrjár bækur af sjö hafa verið þýddar á íslensku, Dagbók Kidda klaufa (2007), Dagbók Kidda klaufa: Róbbi rokkar (2010) og Dagbók Kidda klaufa: Ekki i herinn! (2011) sem hlaut Bókaverðlaun barnanna. í Ijósi þessa er eðlilegt að spyrja: Af hverju vilja strákar lesa þær? Hér verður gerð atlaga að svari við spurningunni. Kæra dagbók - eða ekki! Kiddabækurnar eru „teiknaðar lesbækur" þar sem hver síða minnir á rúðustrikaða stílabók, leturgerðin er stórkallaleg og líkist því hvernig maður ímyndar sér að rithönd 10-12 ára stráks sé. Myndir eru á nær hverri síðu og þær eru teiknaðar í einföldum stíl og ýmist styðja eða bæta við auðlesinn textann. Yfirskriftina „dagbók" ætti ekki að taka mjög hátíðlega því í upphafi fyrstu bókarinnar kemur skýrt fram að aðalsöguhetjan ætlar sér ekki að skrifa dagbók: Fyrir það fyrsta þá er þetta minnisbók, ekki dagbók. Ég veit að það stendur dagbók framan á henni, en þegar mamma keypti hana bað ég hana sérstaklega um að kaupa eitthvað sem ekki stendur dagbók framan á (Dagbók Kidda klaufa, 1) Kiddi tekur það líka fram að hann ætli sér ekkiaðskrifa um „tilfinningarog [sinn] „innri mann", hvað þá að hann skrifi lummuleg orð eins og „kæra dagbók" - enda hefur hann „nú fleira að gera" (1). Bækurnar líta sem sagt ekki út fyrir að vera erfiðar aflestrar og þær virðast ekki vera væmnar, en margir drengir líta á bóklestur sem of tilfinningasama og kvenlega iðju og forðast hana því.2 Að auki fjalla bækurnar um málefni sem flestir drengir kannast við og eru uppfullar af bröndurum. Aðalumfjöllunarefni bókanna eru samskipti Kidda við aðra meðlimi fjölskyldunnar: Pabba sem vill að hann verði að „alvöru karlmanni", mömmu sem vill að hann lesi meira, rokkarann Róbba stóra bróður og dekurrófuna Manna litla bróður. Einnig koma við sögu mishallærislegir vinir, harðjaxlar, sætar stelpur og leiðinlegir kennarar. Vandamálin sem Kiddi glímir við eru ekki sérlega átakamikil, meira er lagt upp úr húmornum og sögurnar einkennast af klaufaskapnum I Kidda og hálfgerðum 1 Um þetta er meðal annars fjallað I „En þá er verzt, ef engin bókin er við höndina eða ekki við þeirra hæfi" (Börn og menning 2012, 1. tbl., 27. árg.) og vísað til íslenskra rannsókna á bóklestri barna og unglinga. Sjá einnig: Skýrsla starfshóps um námsárangur drengja. 2011. Reykjavíkurborg, skóla- og frístundasvið. 2 Annette Wannamaker. 2009. Soys in Children's Literature and Popular Culture. Routledge, New York og London, bls. 10-15.

x

Börn og menning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.