Börn og menning - 01.09.2012, Page 11

Börn og menning - 01.09.2012, Page 11
Minnisbækur Kidda klaufa (ekki dagbækur!) 11 kúk-og-piss-húmor sem kemur til dæmis skýrt fram þegar Kiddi mætir í kirkju með súkkulaðiblett á buxunum og hefur óskaplega miklar áhyggjur af því að sæta stelpan haldi að hann hafi kúkað á sig. Gott lesefni og góðar fyrirmyndir Þeir sem láta sig bóklestur drengja varða eru sammála um að drengir eigi að lesa meira en þeir gera og að þeir eigi að lesa „góðar bókmenntir". Hins vegar er stórt bil á milli þess sem velmeinandi fullorðnu fólki finnst að drengir eigi að lesa og þess sem þeir lesa i raun og veru. Strákar lesa einna helst upplýsingabækur, 9rín og húmor af ýmsum toga, blaðagreinar, vísindaskáldsögur, fantasíur og ævintýrasögur. Thomas Newkirk segir bækur af þessu tagi ekki teljast til fagurbókmennta. Almennt sé talið að drengir eigi að þroskast .,frá" þessum bókum og í átt að þyngra og raunsærra efni, efnis sem geri meiri kröfur bl lesenda, m.a. hvað varðar lesskilning.3 'ðulega gerist það þó ekki eða fremur seint. Almennt lesa drengir siður en stelpur Ijóð eða raunsæjar skáldsögur, hvað þá bækur ^neð kvenkyns aðalsöguhetju. Drengir lesa með öðrum orðum sjaldan og mun síður en stelpur bækur sem fullorðið fólk telur til bókmennta.4 í bókunum sem drengir lesa eiga að vera góðar fyrirmyndir. Um þetta eru allir sammála og margir telja þessar fyrirmyndir e|Qa að vega upp á móti neikvæðum og e|nhliða fyrirmyndum sem oft er að finna ' ^æ9urmenningu samtímans. Mismunandi er þó hvað fólk telur vera góðar fyrirmyndir og þeir eru til sem telja drengjum það fyrir bestu að lesa einfaldar bækur um „alvöru stráka", bækur þar sem hefðbundnum karlmennskugildum er haldið á lofti. Þetta valdi minni „ruglingi" og hvetji drengi til að lesa fleiri bækur og lengri en þeir nú gera.5 Þetta er ekki algengt viðhorf og kanadíski bókmenntafræðingurinn Perry Nodelman segir það algengast að fullorðið fólk telji drengjum hollast að lesa bækur þar sem er að finna karlkyns aðalpersónu sem er í upphafi táknmynd hinnar hefðbundnu, einhliða og ráðandi karlmennsku en lærir að verða viðkvæmari, elskulegri og minna upptekin af stríðni, slagsmálum og öðru því sem helst einkennir, eða á að einkenna „alvöru stráka".6 Nodelman er ekki hissa á þessu jákvæða viðhorfi til „öðruvísi" karlmennsku og segir bækur sem hampa þessu viðhorfi vera skrifaðarfyrirlesendursemsjá hag sinn íþvíað gagnrýna hinar samfélagslega viðurkenndu hugmyndir um ráðandi karlmennsku. Þessir lesendureru t.d. „hinsegin" strákar - strákar sem eru samkynhneigðir eða óvissir um kynhneigðsína, „stelpustrákar" og „nördar", strákar af lægri stétt, innflytjendur eða aðrir sem einhverra hluta vegna eru ekki mikils metnir innan strákahópsins eða samfélagsins í heild.7 „Sonur minn gefst ekki upp!" ( bókunum um Kidda klaufa eru hefðbundnar hugmyndir og birtingarmyndir karlmennskunnar ekki gagnrýndar ( svo mörgum orðum en augljóst er að Kiddi passar ekki inn í hið fyrirframgefna mót, þrátt fyrir ákafan vilja föður hans. Kiddi er hálfgerð veimiltíta og tilheyrir alls ekki klíku vinsælu krakkanna í skólanum. Að auki er hann miðjubarn, kúgaður af eldri bróður sínum og fær enga athygli frá foreldrunum samanborið við litla bróður. Brandararnir ganga þó flestir út á tilraunir Kidda til að sanna sig á einn eða anna hátt en sjaldnast gengur nokkuð upp hjá klaufabárðinum, allra síst tilraunir hans til að verða „alvöru maður". ( Dagbók Kidda klaufa, reynir mamma að fá son sinn til að taka þátt í vetrarstarfi leikfélagsins. Kidda langar alls ekki að vera með og reynir því að fá pabba í lið með sér með því að segjast þurfa að fara í líkamsrækt á sama tíma. Allt kemur þó fyrir ekki og Kiddi endar sem syngjandi tré uppi á sviði - sem er bæði niðurlægjandi og fyndið. Um jólin verður hann svo fyrir vonbrigðum með jólapakkana sína - sem eru sorglega fáir - og aðalgjöfin frá pabba er ekkert annað en 3 Thomas Newkirk. 2002. Misreading Masculinity: Boys, Literacy and Popular Culture. Portsmouth, Heinemann, bls. 68-75. 4 Um þetta fjalla t.d. Thomas Newkirk, Michael Smith og Jeffrey Wilhelm. 5 Annette Wannamaker. 2009. 6 Perry Nodelman. 2002. „Making the Boys Appear: The Masculinity of Children's Fiction". Ways of Being Male: Representing Masculinities in Children's Litearture and Film (ritstj. John Stephens), bls. 1-14. Routledge, NewYork, bls. 11-13. 7 Perry Nodelman 2002, bls. 13.

x

Börn og menning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.