Börn og menning - 01.09.2012, Qupperneq 12
12
Börn og menning
„svakalega flott og kúl bekkpressa" (125)
sem pabbi hafði vitanlega gefið honum
til að stæla sig og styrkja. / Dagbók Kidda
klaufa: Ekki í herinni verður pabbi mjög
upptekinn af hreyfingu en Kiddi útskýrir
þennan skyndilega áhuga svona:
Yfirmaður hans pabba heitir Valdimar
en svo skemmtilega vill til að hann
á þrjá duglega stráka, sem allir eru
klikkaðir í íþróttum. Pabbi sér þá æfa
úti á lóð í hvert skipti sem hann keyrir
í vinnuna. Pabbi verður því þunglyndur
í hvert sinn sem hann sér mig og syni
sína (25-26).
Stuttu seinna skráir pabbi Kidda í fótbolta
því honum finnst sonurinn of linur og telur
nauðsynlegt að herða hann. Kiddi herðist lítið
sem ekkert og þegar hann stynur þvi upp að
hann vilji hætta hvæsir pabbi: „Sonur minn
gefst ekki upp!" Fótboltaferlinum lýkur á
niðurlægjandi hátt fyrir pabba þegar mynd
þirtist af Kidda í bæjarblaðinu þar sem hann
hefur yfirgefið markið í miðjum fótboltaleik
til að þefa af blómum rétt utan vallarins.
Eina lausnin sem pabbi sér til að sonurinn
verði ekki eins og soðið spagettí er að senda
hann í herskóla:
Pabbi sagði að þetta væri mér fyrir
bestu og þessi herskóli væri staðurinn
til að breyta mér í alvöru karlmann. Þar
yrði ég laminn til hlýðni og kæmist ekki
upp með neinn aumingjaskap (159).
I veikri von um að sleppa við herskólann
skráir Kiddi sig í skátana og líkar bærilega,
sérstaklega stendur hann sig vel í handavinnu.
Það er þó ekki fyrr en Kidda tekst að
bjarga pabba úr smábarnaafmæli að pabbi
verður stoltur af syni sínum. Kiddí endar
fyrir slysni uppi í tré með súkkulaðislettur
á buxnarassinum en pabbí heldur að Kiddi
hafi sett þetta á svið til að bjarga sér úr hinu
kvenlega og ofurvæmna smábarnaafmæli.
Blessaður klaufinn
Bækurnar um Kidda klaufa eru skondnar
léttlestrarbækur sem hvorki er ætlað að
geyma mikinn né djúpan boðskap og þær,
eins og svo margar aðrar drengjabækur, er
hægt að gagnrýna sundur og saman fyrir
skort á hinu og þessu. Það sem þær hins
vegar sýna eru áskoranir táningsdrengs í
nútímasamfélagi, drengs sem reynir sífellt að
standa undir misvísandi væntingum foreldra
sinna, auk þess að ganga í augun á vinum
sínum og skólafélögum. Kiddi klaufi er langt
í frá „hinn fullkomni drengur" og að margra
mati mikill gallagripur. Aðdráttarafl Kidda
liggur, fyrir utan uppsetningu bókanna og
húmorinn, líklega í því að flestir strákar geta
frekar séð sig í blessuðum klaufanum en í
sögum af hefðbundnum dáðadrengjum.
Höfundur er doktorsnemi í íslenskum
bókmenntum