Börn og menning - 01.09.2012, Qupperneq 16

Börn og menning - 01.09.2012, Qupperneq 16
Þegar Hungurleikasögurnar eftir Suzanne Collins hefjast er Katniss Everdeen sextán ára og hefur árum saman liðið margvíslegan skort en jafnframt alið önn fyrir Prim, litlusystur sinni, og móður þeirra sem sökk niður í þunglyndi eftir að faðirinn fórst [ námuslysi. Það er varla á erfiðleikana bætandi en vandræði Katniss eiga samt eftir að margfaldast. Hún býr í ríkinu Panem sem er samsett af höfuðborginni Kapítól og tólf umdæmum. Umdæmin höfðu eitt sinn gert uppreisn en hún var brotin á bak aftur og ógnarstjórnin í Kapítól refsar umdæmunum sífellt með því að halda árlega svokallaða Hungurleika þar sem tveir unglingskeppendur úr hverju umdæmanna berjast upp á líf og dauða. Sá einn sem lifir af sigrar. Leikunum er sjónvarpað, þeir eru skemmtiefni fyrir forréttindafólkið í Kapftól en áminning til sveltandi almennings í umdæmunum. Keppendurnir eru valdir í happdrætti með öfugum formerkjum, fyrirkomulagið kallast sláttukerfi, en þegar Prim, systir Katniss, er dregin út bjargar Katniss henni með því að bjóða sig fram I staðinn. Með þessari ákvörðun stígur Katniss fyrsta skrefið af mörgum út á vígvellina í Panem. Fyrst heyr hún persónulega baráttu um líf og dauða í Hungurleikunum en síðar þróast átökin upp í uppreisn gegn stjórnvöldum og andstöðu við einræði og kúgun. Leiðin sem Katniss fer frá því að vera stelpa sem kann best við sig á veiðum úti í skógi til þess að vera uppreisnarhetja er hvorki bein né greið. Meðal margra kosta við bækurnar er hversu margþættar og margræðar sögupersónurnar og gjörðir þeirra reynast, auk þess sem ítrekað er snúið upp á væntingar lesenda. Fortíð, nútíð og framtíð Einn hlutinn af margbrotnum vef Hungurleikabókanna er hvernig þar fléttast saman mismunandi tímasvið. Heimsmyndin sem dregin er upp sameinar fortíð, nútíð og framtíð. Sagan gerist í framtíðinni og fram kemur að Panem sé reist „úr ösku þess svæðis sem sinu sinni hét Norður-Ameríka" (Hungurleikarnir, bls. 22). Fortíðin birtist meðal annars í tengslum við Rómaveldi til forna, þar á meðal í valdbeitingartækninni „panem et circenses", þ.e. „brauð og leikar" sem ógnarstjórnin ( Kapítól grundvallast meðal annars á. íbúarnir í Kapítól fá hvort tveggja I ómældu magni en gagnvart fólkinu í umdæmunum hafa stjórnvöld snúið fyrri liðnum upp í andhverfu sína því þegnarnir fá takmarkað brauð en skorturinn á því er vissulega mótandi og hvað almenning snertir eru Hungurleikarnir sérstaklega grimmdarlegt tæki til að halda honum í skefjum. Auk þess heitir ríkið beinlínis Panem sem er augljós skírskotun til latneska frasans og þær persónur sem upprunnar eru í Kapítól bera rómversk fornöfn, t.d. leiksmiðurinn Seneca Crane og spjallþáttastjórnandinn Sesar Flickerman. Nútíðin fléttast síðan rækilega inn í myndina því að ótalmargt ( bókunum hefur sterkar skírskotanir til samtímans. Suzanne Collins hefur sagt frá því að hugmyndin að bókunum hafi kviknað við flakk á milli sjónvarpsstöðva þar sem stríðsfréttum og raunveruleikaþáttum fór að slá saman í kollinum á henni.1 Áhrifamikil ádeila bókanna 1 Þetta kemur m.a. fram ( viðtali við sem birtist á vef bókaforlagsins Scholastic: http://www.scholastic.com/ thehungergames/media/suzanne_collins_q„and_a.pdf

x

Börn og menning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.