Börn og menning - 01.09.2012, Qupperneq 17

Börn og menning - 01.09.2012, Qupperneq 17
Uppgerð og alvara 17 ★ ★ ★ ★ hugvitsainlega samið verk, sannfærandi í skemmtun og al]>reyingu ...“ I’BB / FKÉI TAl'lMINN á yfirborðsmennsku afþreyingariðnaðarins, grimmd stríðsrekstrar og misskiptingu gæða beinist öðru fremur að samtímanum. Gott eða illt? fyrsta bókin í þríleiknum, Hungurleikarnir, fylgir alþekktri formgerð. Hún hverfist um keppni sem setur frásögninni skýran ramma °g í bókarlok standa Katniss og Peeta, félagi hennar úr Tólfta umdæmi, bæði uppi sem sigurvegarar í Hungurleikunum eftir að hafa reynst ráðsnjallari en bæði keppinautarnir og yfirvöldin sem stjórna leiknum. Önnur bókin, Eldar kvikna, fer rólega af stað eins og títt eru um miðjubækur í þríleik en þegar á líður hitnar í kolunum. Yfirvöld ákveða að halda ovenjulega Hungurleika þar sem sigurvegar ór fyrri leikum eigast við og Katniss og Peeta neyðast til að halda aftur inn á leikvanginn. Flestir lesendur búast sennilega við því að frásagnarmynstrið úr fyrstu bókinni sé að endurtaka sig í lítillega breyttri mynd en þær væntingar eru sprengdar I loft upp begar Katniss og félagar hennar eyðileggja 'eikvanginn og uppreisnarmönnum tekst að bjarga flestum þeirra í burtu. Samhliða Þessu uppbroti eru mörkin milli góðs og '^s 9erð óskýrari en áður og hvort tveggja ðýpkar söguna umtalsvert. ( Hermiskaða, þriðju bókinni, er Katniss komin í skipulagt ('ð andófsfólks en baráttan reynist ekki eins svarthvít og búast hefði mátt við. „Bregst ekki vonum lesenda.“ PUBI.ISHF.US WF.EKI.Y ELDAR KVIKNA SUZANNLí COLLINS í ótalmörgum bókum og bíómyndum, ekki síst þeim sem ætlaðar eru yngra fólki, er skýr markalfna milli góðs og ills. Einstaka persóna siglir kannski undir fölsku flaggi en þegar hulunni er svipt af raunverulegum markmiðum hennar kemur hið sanna innræti jafnframt í Ijós. Annaðhvort eru persónur góðar eða vondar, það er ekkert til sem heitir bæði-og. í Hungurleíkabókunum er heimurinn flóknari. í Hermiskaða, lokabindi þríleiksins lendir Katniss til dæmis í þeirri klemmu að þótt hún tilheyri hópi með sama markmið og hún, að steypa stjórnvöldunum f Kapítól af stóli, falla henni ýmsar baráttuaðferðirnar illa. í Ijós kemur að það ekki er endilega jafnaðarmerki milli þess að vera andvígur óréttlæti og að vera vel innrættur. Katniss reynir líka á eigin skinni að uppreisnarhópurinn grundvallast ekki síður á kúgun en opinbera stjórnarfarið og ítrekað er ætlast til þess að hún uppfylli hlutverk sem aðrir hafa úthlutað henni. Staðan er kunnugleg því breytingin frá havaríinu kringum Hungurleika er þrátt fyrir allt ekki svo mikil, Katniss þarf sífellt að þykjast: „Þau hafa til taks heilan hóp af fólki til að flikka upp á mig, klæða mig, skrifa ræðurnar mínar, skipuleggja allt þegar ég kem fram opinberlega - eins og það hljómi ekki hræðilega kunnuglega - og ég þarf ekki að gera annað en að leika hlutverkið mitt. (Hermiskaði, bls. 15.) ★ ★ ★ ★ „Collins er snjall og hugkvæmur hölundur ...“ PBB / FRÉTT'ATÍMINN HERMISKAÐI SUZANNE COLLINS Kyngervi og annar tilbúningur Katniss er mögnuð kvenhetja og óvenjuleg að mörgu leyti. Það er t.d. afar hressandi að lesa um unglingsstúlku sem er kaldrifjað hörkutól, þrautseig, úrræðagóð og með öllu áhugalaus um útlit sitt. Katniss hefur t.d. engan áhuga á að plokka augabrúnirnar eða raka lappirnar og gerir nett grín að því hvernig teymið sem sér um útlit hennar í tengslum við Hungurleikana virðist upplifa hárin á fótleggjunum á henni sem „þjóðarvá". Eftir fyrstu leikana hafði hún orðið „svo ánægð þegar þau fóru að sjást aftur. Það var eins og merki um að allt gæti orðið eðlilegt á ný" (Eldar kvikna, bls. 53). Hún bítur þó á jaxlinn og lætur sig hafa það að vera vandlega snyrt og klædd sérvöldum fatnaði, bæði í tengslum víð Hungurleikana og í stríðinu við stjórnvöld, enda er markmiðið skýrt. Aldrei fer á milli mála að hún lítur á allan þennan umbúnað sem hluta af blekkingaleik. Katniss íklæðíst kyngervinu eins og hverjum öðrum búningi. Hún er sífellt að leika hlutverk og ítrekað kemur fram að hún er fullkomlega meðvituð um það. Þykjustuleikurinn kemur einnig fram á öðru sviði þar sem vikið er frá algengu mynstri unglingabóka því að Katniss er ekki síður óvenjuleg fyrir að vera laus við það markmið að eignast kærasta. Unglingabækur hafa löngum verið ástarsagnamiðaðar. Helga

x

Börn og menning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.