Börn og menning - 01.09.2012, Side 20
20
Börn og menning
starfsmánuðina en meginþunginn hefur
þó verið á eflingu lestrarmenningar barna.
Ástæðan fyrir því að ráðist var í stofnun
setursins var einmitt minnkandi bóklestur
barna og unglinga sl. áratugi. Nú lesa allt
að 28% íslenskra grunnskólabarna aldrei
bækur sér til ánægju en bókleysingjar
voru aðeins 11% árið 1968. Þessi þróun
er mikið áhyggjuefni því skýrt samband er
milli ánægju af lestri bóka og árangurs í
lesskilningi og þar með bóknámi. Börn sem
alast upp við bóklestur og innan um bækur
eru mun líklegri en önnur börn til að verða
bókaormar. Það er t.d. skýrt samband milli
lestraráhuga 11-12 ára barna og notkunar
barnabóka í uppeldi þeirra fyrir skólaaldur.
(Áhugasamir geta gluggað í grein mína í
vorhefti Tímarits Máls og menningar 2012
þar sem er samantekt um rannsóknir á þessu
sviði). Það er því afar mikilvægt að gera
barnabækur sýnilegri í samfélaginu og efla
áhuga barna og unglinga á bóklestri, ekki er
eingöngu um áhugamál barnanna að ræða
heldur einnig möguleika þeirra ( námi og
hreinlega samkeppnisstöðu þjóðarinnar.
Sem beturfer virðist lestraráhugi krakkanna
okkar fara vaxandi á ný, það sýna til dæmis
rannsóknirnar ESPAD 2011 (sam-evrópsk),
og Börn og sjónvarp 2009 (íslensk), auk þess
sem árangur í lesskilningi fer einnig batnandi
eftir samfellt hnignunarskeið, ef marka má
PISA prófin 2009. Viðsnúningurinn virðist
hefjast í miðri kreppunni enda er víst fátt svo
með öllu illt að eigi boði nokkuð gott. Fólk
virðist í það minnsta hafa meiri tíma fyrir
börnin og þeim líður betur. Ég gæti trúað
að börnin uni sér þess vegna betur heima, (
kyrrð og ró, og líti þar af leiðandi oftar í bók.
Mér finnst einnig eins og fullorðið fólk verði
sífellt meðvitaðra um mikilvægi bóklestrar
fyrir börn. Að minnsta kosti (menntuðu)
konurnar eins og við sáum við á málþinginu
„I alvöru talað" í Norræna húsinu í janúar.
Sýningar og almenningsfræðsla
Staðan er ekki góð þótt hún sé að skána
en vitundarvakningin er svo sannarlega
hafin. Barnabókasetrið varð að veruleika
því loksins voru aðstæður réttar. Setrið fékk
eina og hálfa milljón króna frá mennta- og
menningarmálaráðherra é stofnfundinum en
án þeirra peninga hefði það aldrei náð að
dafna. Við höfum bætt við rúmri milljón
síðan í ýmsum styrkjum. Peningarnir nýtast
vel og við finnum mikinn meðbyr. En hvað
höfum við verið að bardúsa?
Byrjum á því sem snýr að samfélaginu
og eflingu lestrarmenningar barna og
ungmenna. Sýningin „Yndislestur æsku
minnar" ferðaðist víða um Akureyri. Hún bjó
á bókasafninu frá stofnfundinum í febrúar en
flutti upp í Hlíðarfjall þegar Andrésar Andar
leikarnir á skíðum hófust. Þaðan fór hún í
sundlaugina og var þar mestallt sumarið.
Sýningin samanstendur af veggspjöldum
með myndum af fjölbreyttum hópi fólks
sem segir frá eftirminnilegri barnabók. Þarna
eru skólastjórar, rithöfundar, ráðherra,
fótboltamenn, mótorsportistar og fleiri og
fleiri. Markmiðið er að sýna að allir elska
barnabækur, eins og börnin myndu segja.
Nostalgían, hlýju minningarnar um lestur
bernskunnar, höfðar til foreldranna - og
ekki siður ömmu og afa og þannig er reynt
að virkja fjölskyldurnar til lestrar og hvetja
til lestrarvakningar inni á heimilunum. (Það
er einmitt þar sem lestraráhuginn hefst,
það er orðið löngu tímabært að hætta að
kenna skólunum um minnkandi lestraráhuga
barnanna.) Það var Nanna Lind Svavars-
dóttir starfsmaður Amtsbókasafnsins sem
tók myndirnar og hannaði veggspjöldin.
Starfsfólk Amtsbókasafnsins varð vart við
aukinn áhuga á barnabókum ( kringum