Börn og menning - 01.09.2012, Side 28
Börn og menning
Guðlaug Richt
A
Framlag IBBY til þjóðar í ólestri
t
óð»
Á undanförnum árum hefur komið æ betur ðl
( Ijós að bókaþjóðin er í ólestri eins og
hópur rithöfunda orðaði það svo hnyttilega
síðastliðinn vetur í þjóðarákalli sínu gegn
ólæsi. Stjórn IBBY á (slandi hefur um árabil
fylgst grannt með því hvernig lestraráhugi
og lestrarfærni íslenskra ungmenna hefur
smám saman dalað og reynt að leggja sitt af
mörkum til að snúa þróuninni við. Nú er svo
komið að einn helsti verkefnaliðurinn í starfi
félagsins er helgaður lestrarhvatningu.
Það segir sig sjálft að félagið sem slíkt er
ekki í beinu sambandi við hópinn sem hvetja
á til lesturs og þarf því að treysta algjörlega
á gott samstarf við ýmsa aðila í samfélaginu;
skólayfirvöld, kennara, fagfólk í skólasöfnum,
útgefendur, höfunda, myndskreyta og
marga fleiri. Það er gaman að segja frá því
að erindum okkur er undantekningarlaust
tekið af miklum velvilja og er það ómetanleg
hvatning fyrir okkur að halda áfram á sömu
braut.
Árið 1994 hófst samstarf IBBY við Mál
og menningu um útgáfu bóka sem var
ætlað að vekja áhuga ungmenna á sagnaarfi
þjóðarinnar, nánar tiltekið þjóðsögum
og goðsögum. Þetta ár var fyrsta bókin,
Ormagull, gefin út en þar skrifuðu fjórtán
höfundar smásögur sem tengdust íslenskum
þjóðsögum.
bt*ú
f ‘
>v‘:
o
Stgvrúr
Röðin kom að
norrænu goðafræðinni árið
2003 en þá kom út smásagnasafnið Auga
Óðlns sem hefur að geyma sjö sögur eftir
úrvals rithöfunda og myndskreyta. Hún
hlaut svo góðar viðtökur, ekki síst hjá
kennurum, að ákveðið var að ausa aftur úr
goðsagnabrunninum árið 2006 og komu þá
út níu smásögur í bókinni Hell brú.
Hell brú var unnin með þeim óvenjulega
hætti að fyrst voru myndirnar teiknaðar en
sagan skrifuð á eftir. Myndlistarmenn völdu
sér efni i goðafræðinni og túlkuðu það í
mynd. Síðan fengu þeir rithöfunda í lið með
sér sem lögðu til texta eins og myndirnar
blésu þeim í brjóst.
Allar bækurnar þrjár hafa komið að
góðum notum í skólastarfi þar sem oft
vantar hentugt lesefni til að vinna með, ekki
síst smásögur.
Brynja Baldursdóttir kennslustjóri
íslenskudeildar Fjölbrautaskólans í Garðabæ
segir að Heil brú hafi nýst mjög vel við
kennslu í bókmenntafræði (fyrsta bekk. Þar
á bæ hefur bókin
verið notuð nánast
síðan hún kom út
og eru nemendur
látnir lesa flestar ef ekki allar sögurnar. í
skólanum ríkir almenn ánægja með Heila brú
enda höfðar goðafræðin til unga fólksins nú
sem endranær og kennurum finnst bókin
bráðskemmtilegt og handhægt kennslutæki.
(Fjölbrautaskólanum í Garðabæ eru sögurnar
notaðar til að kenna grundvallarhugtök í
bókmenntafræði auk þess sem nemendur
kryfja efni þeirra til mergjar.
Heimsmet í hlustun?
Stjórn IBBY þótti orðið nokkuð Ijóst að félagið
gæti best beitt sér ( lestrarhvatningarmálum
með því að hvetja höfunda til að skrifa stuttar
ogaðgengilegarsögurfyrirungafólkið.Þannig
hafa stærstu lestrarhvatningarverkefni IBBY
undanfarin tvö ár falist í því að færa þjóðinni
frumsamda smásögu að gjöf í tilefni af
alþjóðlegum degi barnabókarinnar sem er 2.
apríl. Hugmyndin fæddist þegar Kristín Helga
Gunnarsdóttir hlaut Sögusteinsverðlaun IBBY
og verið var að bollaleggja hvernig mætti
fylgja verðlaunum eftir og vekja athygli barna
á bókum höfundarins. Eins og títt er um
góðar hugmyndir tók hún flugið og fyrr
en varði hafði Kristín Helga tekið áskorun