Börn og menning - 01.09.2012, Side 29

Börn og menning - 01.09.2012, Side 29
Framlag IBBY til þjóðar ó ólestri 29 félagsins um að semja smásögu fyrir alla aldurshópa og Ríkisútvarpið gefið vilyrði fyrir því að útvarpa sögunni á Rás 1. Mikilvægustu samstarfsaðilar okkar í þessu verkefni voru þó skólarnir sem tóku að sér að miðla sögunni til nemenda annaðhvort með því að lesa hana upp eða gefa þeim færi á að hlusta á hana í útvarpinu. Okkur í stjórn IBBY fannst það stórkostleg tilhugsun að allir nemendur á íslandi væru samtímis að hlusta á sömu sögu í skólunum og jafnframt ætti allt fullorðna fólkið kost á því að leggja við hlustir með því að kveikja á útvarpinu. Það væri náttúrulega bara heimsmet! í kjölfar sögu Kristínar Helgu, Hörpuslag, sem hún las sjálf í útvarpinu 2010, fylgdi saga frá Ragnheiði Gestsdóttur ári síðar. Hún hét Eins og í sögu. Nú er þriðja sagan í burðarliðnum en hér verður að sjálfsögðu ekki gefið upp nafn höfundar hennar. Sögugjöfunum hefur verið vel tekið og langflestir skólar virðast taka þátt en hver hefur sinn háttinn á eins og gengur og gerist. if / Garðaskóla er mjög öflug íslenskudeild sem heldur uppi skemmtilegri lestrarmenningu. Þar eru teknar frá stundir sem unglingarnir geta varið i lestur bóka að eigin vali. Nemendur i Garðaskóla eru ekki sáttir við umræðuna um litinn lestur unglinga, enda lesa þeir heilmikið að sögn Sigurrósar Gunnarsdóttur, fagstjóra í íslensku. Á degi barnabókarinnar var hlustað á Hörpuslag um gjörvallan Garðaskóla, jafnt I dönskutíma, stærðfræði, myndmennt og iþróttum. í grunnskóla Snæfellsbæjar hlustuðu nemendur i 1.-4. bekk á Hörpuslag eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur i útvarpinu og höfðu gaman af. Þetta var eins og i gamla daga þegar allir hlustuðu á útvarpssöguna. I Laugarnesskóla söfnuðust yngstu nemendurnir saman og hlustuðu gagnteknir á Eins og i sögu eftir Ragnheiði Gestsdóttur.

x

Börn og menning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.