Börn og menning - 01.09.2012, Page 30
30
Börn og menning
Lestrarhvatningarverkefni IBBY
Árið 2005 tókst IBBY á hendur fyrsta eiginlega lestrarhvatníngarverkefni sitt. Byrjað var á því að
leggja áherslu á yngstu börnin enda margsannað að með því að lesa fyrir börnin allt frá unga
aldri geta foreldrar haft áhrif á lestraráhuga og -fæmi barnanna síðar á ævinni. IBBY gaf út
myndabókadagatal sem hannað var af Áslaugu Jónsdóttur og gefið í alla leikskóla á landinu.
Tólf myndir prýddu dagatalið, ein fyrir hvern mánuð, frá tólf frábærum íslenskum myndskreytum
sem hafa glatt ungu börnin okkar um árabil og gert þau handgengin bókum.
Þann 2. apríl 2007 varð Sigrún Eldjárn fyrsti handhafi Sögusteins, heiðursverðlauna IBBY á
íslandi. Það veitti okkur kærkomið tækifæri til að hvetja sérstaklega til lesturs á bráðskemmtilegu
bókunum hennar Sigrúnar um Kugg. Úr varð bókadagatal 2008, hannað af Önnu Þóru
Árnadóttur, sem IBBY gaf öllum þriðjubekkjum í grunnskólum landsins.
Næsti handhafi Sögusteinsverðlaunanna var Kristin Steinsdóttir. Hún veitti þeim viðtöku 2008
og ári síðar færði IBBY skólabókasöfnum grunnskólanna veggspjaldið Söguslóð að gjöf. Það var
hannað af Áslaugu Jónsdóttur sem fékk þá frábæru hugmynd að gera veggspjaldið jafnframt
að borðspili þar sem þátttakendur þurfa að svara spurningum úr bókum Kristínar til að komast
í mark.
Hallbera Fríður Jóhannesdóttir
Það er mánudagsmorgunn og ég opna
dyrnar að skólabókasafninu. Loftið er dálítið
þungt en lyktin er góð. Lykt af bókum.
Ég opna tölvuna mína og fer inn ( Gegni.
Um leið kemur fyrsti nemandinn inn á
safnið og í kjölfar hans koma fleiri krakkar
sem þurfa nýja bók að lesa. Tveir strákar
koma sér fyrir við borð inni ( horni og
byrja að vinna verkefni. Fljótlega mætir
stuðningsfulltrúi og sest hjá þeim. Fjóra
krakka úr unglingadeildinni vantar bók með
málsháttum. Ég aðstoða þá við að finna
bókina og geng úr skugga um að þeir viti
hvernig eigi að nota hana. Það fylgir þeim
notalegur kliður og ég heyri að þeir eru
að ræða málsháttinn: „Blindur er bóklaus
maður". Kennara vantar bækur sem tengjast
Egyptum til forna og ég þarf að panta
vinnubækur í ensku hjá Námsgagnastofnun.
Annarbekkur þarf bók um geimverur og ég
man eftir bók Sigrúnar Eldjárn um Bétvo
sem ég las fyrir mín eigin börn fyrir tuttugu
árum. Ég kemst að því að ungi kennarinn
þekkir ekki Bétvo og því fagna ég að bókin