Fréttablaðið - 12.03.2021, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 12.03.2021, Blaðsíða 11
Í vikunni varð íslenska mennta-kerfið enn og aftur uppvíst að því að klúðra málum svo hundruð unglinga sitja eftir pirruð og sár. Hin fullkomlega óþörfu samræmdu próf runnu út í sandinn sem fyrr. Forritarar bjástra yfir hugbúnaði. Gera skal aðra tilraun á mánudaginn. Tölvukerfið bilaði, var sagt. Ég vil orða það öðruvísi. Ég vil meina að menntakerfið hafi bilað, enn einu sinni. Þráhyggja þess snýst um að ungt fólk á Íslandi skuli samræmt. Um árabil hafa emb- ættismenn bruggað til þess leiðir. Ungu fólki skal troðið í samræmd línurit og skífurit og sett í hólf eftir kunnáttu þess í íslensku, ensku og stærðfræði, eins og það séu grunngildi mannlífsins. Allt eins mætti, að mínu viti, prófa í pönnukökubakstri, spretthlaupi og Sudoku og pikka þær niður- stöðutölur í Excel og skrifa um það skýrslur. Gildir einu. Það sem er ömurlegt í þessu er nálgunin í sjálfu sér. Samræmdu prófin eru f laggskip þeirrar nálgunar og hún er í grundvallaratriðum þessi: Skólakerfið vill að ungt fólk sé eins. Ungt fólk á heima í boxi. Aðeins þannig er hægt að skoða það. Mæla það. Þetta er bara gert við ungt fólk, ekki fullorðið. Hugsunin er svo glötuð að ár eftir ár neita tölvurnar að framkvæma hana. Þetta er fáheyrt í veröld- inni, en gerist ítrekað á Íslandi: Tölvukerfi mótmælir mennta- kerfi. Kassalagaðasta kerfi í heimi neitar að framkvæma samræmd próf. Nei, heyrðu nú, kann einhver að segja. Hefur ekki verið lögð á það gríðarleg áhersla að breyta menntakerfinu á Íslandi þann- ig að hver og einn nemandi skuli njóta sín og styrkleika sinna? Er ekki búið að gera byltingu í ein- staklingsmiðuðu námi? Stutta svarið við þessu, að mínu viti, er einfaldlega nei. Langa svarið er hins vegar mun bitastæðara. Ég sé ekki betur en að samræming ungs fólks í staðlaða hæfni sé leiðarstef í íslensku skólakerfi frá byrjun grunnskóla til loka fram- haldsskóla. Samræmdu prófin eru dæmi um þetta, en fram- haldsskólinn ekki síður. Þegar aðalnámskrá framhaldsskóla er skoðuð og einungis upphaf hennar lesið, þá kann að virðast að áherslan sé öll á það að styrkja einstaklingana í því sem þeir gera best, að nálgast þá út frá eigin styrkleikum. Þessa hugsun má greina í inngangskaf la, enda er fyrir þessari nálgun ríkur sam- félagslegur vilji. Ég held að f lestir vilji fjölbreytt samfélag þar sem fólk fær að njóta sín og sækja sér menntun á grunni sinna hæfi- leika. En svo er lesið áfram. Þegar grannt er skoðað reynist sveigjan- leiki kerfisins lítill sem enginn. Jú, nám skal vera einstaklingsmiðað. Allir eiga að njóta sín. Hins vegar verða samt auðvitað allir að læra íslensku, ensku og stærðfræði. Annað gengur vitaskuld ekki, segir kerfið. Og svo verða selv- fölgelig allir að læra dönsku, fyrir okkar kæru nordiske venner. Og auðvitað þriðja tungumálið, sem er þá yfirleitt þýska eða franska. Ekki förum við að hleypa fólki í gegn án þess að kunna að beygja sterkar þýskar sagnir? Og allir skulu læra íþróttir. Og mannkyns- sögu. Og smá félagsfræði. Og nátt- úrufræði. Sem sagt, eftir því sem námskráin er lesin lengra hverfur sveigjanleikinn að mestu. Hann er skilgreindur burt með upptaln- ingu á alls konar kjarnafögum, sem einhver er búinn að ákveða einhvers staðar að öll íslensk ungmenni þurfi að læra, vilji þau stúdentspróf, alveg burtséð frá því hvaða hæfileika það hefur. Stjórnsemin lifir. Tökum dæmi af ungri mann- eskju sem hefur áhuga á hönnun. Stórum hluta tilveru sinnar í framhaldsskóla mun hún verja í það að læra orðf lokkagreiningar, styrjaldasögu, bókmenntahugtök og sagnbeygingar. Svo klórar fólk sér í kollinum yfir því að brott- fall úr framhaldsskólum sé eitt það mesta í heimi. Getur verið að það sé tengt því að stór hópur ungmenna ákveður við upphaf fullorðinsáranna að segja eins og tölvukerfið í samræmdu, hingað og ekki lengra? Sér það kannski engan tilgang í því að það sé látið læra hluti, jafnvel eldsnemma á morgnana, sem það hefur lítinn sem engan áhuga á? Ræða má tiltekinn fíl í her- berginu til að undirstrika fárán- leikann sem einkennir kerfið allt: Danska. Af hverju þurfa íslensk ungmenni að læra dönsku? Til hvers er verðmætum tíma varið í dönskunám? Ef þetta er milli- ríkjamál, einhvers konar spurning um að Íslendingar séu kurteisir við Dani, þá finnst mér löngu tímabært að við breytum okkar utanríkispólitík: Við lærum ekki dönsku nema Danir læri íslensku. Menntakerfið, hvernig skól- arnir eru byggðir upp, hvað er kennt og hvernig kunnátta og hæfni ungs fólks er styrkt, er algjört grundvallaratriði í hverju samfélagi. Tölvurnar hafa reynt að senda okkur skilaboð við sam- ræmd próf á nánast hverju ári: Við erum á rangri leið. Tölvurnar segja nei. Það orðalag ætti frekar við um þá þolendur kynferðis- ofbeldis sem Jón Steinar hefur markvisst reynt að véfengja trúverðugleika hjá. Samræmdu prófin eru flagg- skip þeirrar nálgunar og hún er í grundvallaratriðum þessi: Skólakerfið vill að ungt fólk sé eins. Ungt fólk á heima í boxi. Aðeins þannig er hægt að skoða það. Mæla það. Þetta er bara gert við ungt fólk, ekki fullorðið. Guðmundur Steingrímsson Í DAG Tölvukerfi gegn menntakerfi AFGREIÐSLUTÍMI Mán.–fös. 10–18 | Lau. 11–16 www.betrabak.is HÄSTENS VERSLUN Faxafeni 5, Reykjavík 588 8477 AFGREIÐSLUTÍMI Mán.–fös. 1–18 | Lau. 1–16 www.betrabak.is Komdu til okkar og prófaðu einstök gæði Hästens rúmanna. Starfsfólk okkar er tilbúið að aðstoða þig og veita frekari upplýsingar. VERTU VAKANDI Í FYRSTA SKIPTI Á ÆVINNI Níunda mars, daginn eftir alþjóðlegan baráttudag kvenna, bárust fregnir af því að dómsmálaráðherra hefði ráðið Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmann og fyrrver- andi hæstaréttardómara, í vinnu við að greina málsmeðferðartíma í réttarvörslukerfinu. Þessar fregnir slógu mörg okkar illa þar sem Jón Steinar hefur á ferli sínum sem lög- maður og dómari oft tekið stöðu með gerendum í kynferðisaf brota- málum gegn þolendum. Tuskan var líka sérstaklega köld og blaut daginn eftir að níu íslensk- ar konur nýttu alþjóðlegan baráttu- dag kvenna til að leggja fram kærur til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna þess að þær töldu mál þeirra ekki hafa hlotið réttláta málsmeð- ferð innan íslenska réttarvörslu- kerfisins. Málin höfðu verið felld niður áður en til ákæru kom, en þau eru öll kynferðisaf brotamál. Það vekur líka athygli að starf- andi er réttarfarsnefnd, fastanefnd skipuð af ráðherra, sem hefur það hlutverk að vera ráðherra til ráð- gjafar á sviði réttarfars og sitja fimm dómarar, þar á meðal for- seti Hæstaréttar Íslands í henni. Af hverju var ekki hægt að leita til hennar heldur sækja í gamlan f lokkshest með umdeildar skoð- anir? Jón Steinar hefur nefnilega í sínum störfum sem hæstaréttar- lögmaður verið fremstur í f lokki þeirra sem hafa barist fyrir meiri og sterkari sönnunarbyrði í kyn- ferðisaf brotum en í öðrum brotum og skilað sératkvæðum í kynferð- isaf brotamálum sem hæstaréttar- dómari. Hann hefur verið mjög einarður verjandi þeirra kynferðisaf brota- manna sem hann hefur unnið fyrir og ekki hikað við að taka opin- berlega slagi fyrir þá og leitað að hverri glufu sem hann finnur í málflutningi fórnarlamba, jafnvel þegar þær hafa verið hvað veikastar fyrir. Við sáum síðan í gær frásögn sterkrar konu af því hvernig hann sem hæstaréttardómari aflétti far- banni háttsetts erlends hermanns, sem sá nýtti til að komast undan því að sæta refsingu hér á landi fyrir nauðgun. Ákvörðun dómsmálaráðherra að ráða Jón Steinar í vinnu til að skoða úrbætur í málsmeðferð réttarkerfis sem hefur brugðist fjölda kvenna, er því alls ekki til þess fallin að vekja trú á að út úr vinnunni komi raun- verulegar úrbætur. Allavega ekki þegar kemur að kynferðisbrotum sem ætla mætti að væri einn brýn- asti þátturinn þegar kemur að máls- meðferðarhraða í réttarkerfinu. Og aðspurð neitar ráðherra því að fyrirhuguð störf Jóns Steinars muni snúa að kynferðisbrotum eða heim- ilisof beldisbrotum en Jón Steinar sjálfur skilur verkefnið þannig að það taki til allra brotaflokka. Miðað við óskýra verkáætlun er erfitt að skilja það öðruvísi en að ráðherra sé meira í mun að stuðla að framgangi Jóns Steinars heldur en að efla trú- verðugleika réttarkerfisins. Um þetta allt skrifaði ég á sam- félagsmiðla og gagnrýndi ákvörðun dómsmálaráðherra og skilaboðin sem verið væri að senda þolendum. Boð á opinn fund um sjálfan sig Viðbrögðin við skrifum mínum létu auðvitað ekki á sér standa. Jón Steinar skrifaði grein í Fréttablaðið í gær, þar sem hann óskar eftir því að ég og þingkonan Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, „föllumst á“ að mæta honum á opnum fundi sem yrði útfærður á forsendum hans sjálfs til að ræða „árásir á mig“. Ég hef aldrei ráðist á Jón Steinar Gunnlaugsson. Hann er ekki fórnarlamb sem orðið hefur fyrir „árásum á sig“ frá mér. Það orðalag ætti frekar við um þá þolendur kynferðisof beldis sem Jón Steinar hefur markvisst reynt að véfengja trúverðugleika hjá. Sum myndu jafnvel segja að það hefði verið „árás“ þegar hann úthúðaði ungri stúlku í fjölmiðlum fyrir að leita réttar síns fyrir íslenskum dómstólum eftir áralanga kyn- ferðismisnotkun af hálfu föður síns, prófessorsins. Fyrir það var Jón Steinar reyndar dæmdur í Hæsta- rétti til greiðslu miskabóta. Vil ég mæta á opinn fund til að ræða „árásir“ mínar á Jón Steinar Gunnlaugsson? Nei, takk. Vil ég mæta á opinn fund til að ræða réttarvörslukerfið og máls- meðferðartíma í kynferðisaf brot- um? Já, takk. Er alltaf til í það og meira en það. Tilboð sem auðvelt er að hafna Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingkona Sam- fylkingarinnar S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 11F Ö S T U D A G U R 1 2 . M A R S 2 0 2 1

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.