Fréttablaðið - 12.03.2021, Blaðsíða 46
Þórður Ingi Jónsson, einnig þekktur undir l i s t a m a n n s n a f n i nu Lord Pusswhip, er fyrst-ur íslenskra listamanna til að skipta list sinni
yfir í stafrænan gjaldmiðil, í gegn-
um Mintable. Vefsíðan er okkur
Íslendingum kannski ekki vel kunn
en hefur verið að gera stóra hluti
erlendis. Þórður Ingi viðurkennir
sjálfur að það sé nokkuð flókið að
lýsa þessu nýstárlega fyrirbæri.
„NFT er stafrænn hlutur sem er
einstakur og verðmætur, og hægt
er að kaupa. Upplýsingarnar um
hlutinn eru geymdar á svokölluðum
bitakeðjum. Það er miðstýrð tækni,
örhröð og það er ekki hægt að
breyta á skránni, bara bæta á hana.
Myntin er í raun og veru kvittun
sem sannar að þú eigir listaverkið,“
segir hann.
Samfélagsleg tilraun
Hann líkir þessu saman við að eiga
til dæmis sjaldgæft Pokémon- eða
hafnaboltaspil, nema á rafrænni
skrá. Sú skrá sé þá ákveðin verð-
mæti og í gegnum bitakeðjuna
orðin eins og rafræn mynd.
„Þetta er ákveðin samfélagsleg
tilraun hjá mér. Það eru margir sem
eru að taka þetta mjög alvarlega,
hvort sem það er á jákvæðan eða
neikvæðan hátt. Þessar rafmyntir
og hröðu breytingar virðast annað
hvort sameina fólk eða sundra því.
Þetta er tilraun að því leyti að þegar
ég var að alast upp og byrja að nota
tölvur og internetið þá fannst mér
allt í kringum það mjög töfrandi,
spennandi. Þetta var óskiljanlegur
og dularfullur staður,“ segir hann.
Hröð þróun
Þórður segir krakka í dag líklega eiga
allt aðra upplifun af internetinu,
stórfyrirtæki séu að miklu leyti búin
að undirleggja og yfirtaka það.
„Og þar með hafa þau á einhvern
hátt náð að taka gamnið úr því. Nú er
hópur af fólki sem telur þessa þróun
vera byrjunina á einhverju sem það
telur vera endurreisn internetsins.
Þar sem fólkið sé að taka valdið í
sínar eigin hendur frá stórfyrir-
tækjum og reyna að gera Internetið
að meira spennandi stað sem mér
finnst ánægjulegt. Tækni er ekki í
sjálfu sér jákvæð eða neikvæð, það er
bara hvernig hún er notuð. Þú getur
skapað nýjan heim, eða styrkt gamla
heiminn í sessi,“ segir hann.
Hann segir í tilfelli NFT og svo
Mintable sé tónlistarheimurinn,
myndlistarheimurinn, fjármála-
heimurinn og tækniheimurinn að
missa sig yfir þessu. Auðjöfurinn
og sjónvarpsþáttastjórnandi Shark
Tank, Mark Cuban, fjárfesti til að
mynda í Mintable á dögunum eftir
að hafa selt sjálfur nokkur verk á
síðunni. Hann er mikill áhugamaður
um rafmyntir og NFT.
„Listaheimurinn er sérstaklega
spenntur fyrir þessu af því þetta
tekur út milliliðinn. Heimur lista-
verkasafnara er svo afstæður, virði
verks er bara byggt á því sem einhver
er tilbúinn að borga fyrir það. Þetta
er að þróast mjög hratt. Við verðum
bara að bíða og sjá hvort þetta geti
fært meira vald og fjármagn í hendur
listamannanna.“
Úr listafjölskyldu
Listamaðurinn viðurkennir að
þetta sé enn smá ruglandi og óljóst.
„Stóra spurningin er hvort þetta
verður della sem mun gleymast í
næstu viku eða hvort þetta sé raun-
verulega framtíð listaverkasöfnun-
ar, stafrænnar listar og muni skapa
nýjan markað fyrir listamenn að
skapa pening sjálfir í staðinn fyrir
að treysta á milliliði.“
Þórður kemur úr mikilli listafjöl-
skyldu.
„Ég hef alltaf verið að gera mynd-
list sjálfur en hef verið meira áber-
andi fyrir tónlistina mína. Ég var
búinn að fræðast mikið um þetta
allt saman og fékk svo bara upp-
ljómun í vikunni að gera þetta
núna, því kannski væri fólki hætt
að pæla í þessu í næstu viku. Það
vildi svo skemmtilega til að ég var
búinn að gera sjö rafræn listaverk á
seinasta ári í tengslum við plötuna
mína sem kemur út í maí. Eigandi
plötuútgáfunnar minnar úti var
nýkominn af fundi um þetta fyrir-
bæri þannig að honum leist vel á að
ég myndi slá til,“ segir Þórður.
Sjö verk tengd útgáfu næstu plötu
Þórðar eru nú á uppboði á síðunni,
sem stendur yfir næstu sex daga.
Hægt er að finna þau á síðunni
mint able.app undir listamanns-
nafni hans, Lord Pusswhip.
steingerdur@frettabladid.is
TÆKNI ER EKKI Í
SJÁLFU SÉR JÁKVÆÐ
EÐA NEIKVÆÐ, ÞAÐ ER BARA
HVERNIG HÚN ER NOTUÐ.
AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@torg.is, ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050:
Auður Húnfjörð audur@frettabladid.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@frettabladid.is , Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is,
Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson
jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056:
Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is
Internetið endurreist
Þórður Ingi breytir listaverkum sínum í stafrænan gjaldmiðil á vef-
síðunni Mintable, þar sem verk hans eru á uppboði. Þar er hægt að
safna stafrænum verkum og listamenn geta klippt út milliliðinn.
Verkin sjö sem eru á uppboði fylgja nýrri plötu frá Lord Pusswhip, sem kemur út núna í maí. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Eitt af verkunum sem eru til sölu.
GESTASÖNGVARAR
Ellen Kristjánsdóttir
Jón Jónsson
Sigríður Thorlacius
Sigurður Guðmundsson
STJÓRNANDI & KYNNIR
Sigurður Flosason
AUKATÓNLEIKAR
22. mars kl. 20.00
Eldborg Hörpu
UPPSELT 21. MARS!
MIÐASALA Á HARPA.IS OG Í SÍMA 528 5050
1 2 . M A R S 2 0 2 1 F Ö S T U D A G U R30 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð