Fréttablaðið - 12.03.2021, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 12.03.2021, Blaðsíða 26
Það sigr- ar enginn heiminn á einni viku. Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg@ frettabladid.is KÍKTU Í HEIMSÓKN! OSSUR.IS ÖSSUR VERSLUN & ÞJÓNUSTA Grjóthálsi 1-3 | S. 515 1300 Opið virka daga | kl. 8.30-16 6 kynningarblað 12. mars 2021 FÖSTUDAGURHEILSUR ÆKT Ólöf Steingrímsdóttir er 39 ára einkaþjálfari. Hún er fljót að sjá hvað líkaminn þarf þegar hún sér manneskju ganga, standa eða sitja en segir veginn að heilbrigð- ari lífsstíl og varanlegum árangri snúast um eitt skref í einu. Ólöf er íturvaxin, með eftirtektar- verðan fagran vöxt, en hvernig fær maður líkama eins og hennar? „Með því að mæta alltaf í ræktina og gera æfingar að reglu- bundinni rútínu í hverri viku. Þá skiptir máli að hafa gaman af því að æfa. Um leið og líkamsrækt fer að verða baggi og við röðum henni inn á ranga tíma í vikunni verður alltaf erfitt að mæta. Svefn og rétt næring skipta líka sköpum. Við þurfum að líta á fæðu sem eldsneyti fyrir verkefni dagsins og borða nægilega oft til að viðhalda orku út daginn, en ekki svo mikið að við liggjum úrvinda á meltunni. Svo þarf líka að leyfa sér að njóta af og til,“ svarar Ólöf sem býr yfir miklum sjálfsaga og viljastyrk þegar kemur að líkamsræktinni. „Öll verkefni lífsins krefjast sjálfsaga. Að vakna og mæta til vinnu, hugsa um börnin, elda mat, fara í búðina, þrífa heima og borga reikninga, en allt telst það sjálf- sagður hluti af rútínu og skyldum sem við þurfum að sinna og beita sjálfsaga til. Foreldrar okkar og kennarar kenndu okkur það allt sem hluta af því að vera ábyrgur samfélagsþegn, en lýðheilsa er líka mikilvægur þáttur í því að vera ábyrgur samfélagsþegn. Við Öll lífsins verk krefjast sjálfsaga  Ólöf leggur alúð og aga í líkamsræktina. MYND/ARNALDUR þurfum að hugsa um eigin heilsu því öll erum við mikilvæg.“ Enginn sýnir meiri hvatningu Ólöf útskrifaðist sem einkaþjálfari í fyrra. „Ég gæti ekki hugsað mér að starfa við neitt annað. Hjarta mitt er í hreyfingu, íþróttum og lýðheilsu. Ég lít á líkamann eins og plönturnar mínar. Þegar ég sé manneskju ganga, standa eða sitja sé ég strax hvað líkaminn þarf. Að sjá líkama sem hefur verið boginn eða bugaður rétta úr sér, og að sjá lifna yfir manneskju sem verið hefur verkjuð eða þreytt, eða manneskju sem hefur burðast með þyngd en nær að losna við hana og styrkjast; það er allt fyrir mér.“ Margir eru feimnir við að stíga skrefið til einkaþjálfara en Ólöf segir ekkert að óttast, þvert á móti. „Það er alltaf stórt skref að fara til þjálfara í fyrsta sinn. Flestir vita ekki við hverju á að búast, eru kannski óöruggir með holdafar sitt, úthald eða kraftleysi, og telja sig ekki nógu góða til að fara í þjálfun. Á sama tíma get ég lofað að einkaþjálfarar eru einstaklingar sem þrá að hjálpa fólki við að ná settum markmiðum og einsetja sér að koma því í mark. Enginn þjálfari sem ég þekki dæmir nokk- urn né lítur niður á neinn. Þetta er hópur fólks sem vill ekkert frekar en að stuðla að lýðheilsu og fagnar komu skjólstæðinga sinna heils hugar.“ Einkaþjálfun gagnist öllum. „Ekki síst þeim sem kunna ekki að beita líkamanum í æfingum eða að raða upp réttum æfingum fyrir sig og þurfa hvatningu. Einkaþjálfun er líka mikilvæg fyrir einstaklinga sem hafa upplifað verki, lent í slysi eða stríða við heilsufarsvandamál. Sjálf leita ég í þjálfun af og til. Ég hef átt í enda- lausum meiðslum í fimleikum, lyftingum, bardagaíþróttum og eftir bílslys, en líkami minn finnur ekki fyrir neinu af því í dag því ég sinnti því að byggja hann upp og vandaði mig. Ég treysti mér því í f lest meiðsl sem fólk vinnur með og fer mjög varlega því ég þekki vel að styrkja líkamshluta sem þurfa varkárni við styrktarþjálfun.“ Heilsuræktin þarf að gefa gleði Nú er hárréttur tími til að standa upp úr sófanum og temja sér heil- brigðan lífsstíl, segir Ólöf. „Það er enginn sem kemur fólki í gang eins fljótt og einkaþjálfari sem hvetur það til dáða, bíður eftir því og tekur fagnandi á móti því, í fullri trú á getu þess. Allt snýst það um eitt skref í einu enda sigrar enginn heiminn á einni viku. Það þarf að aðlagast nýjum lífsstíl og takast á við heilsuræktina þannig að hún gefi gleði,“ segir Ólöf. Árangur erfiðisins láti svo ekki á sér standa. „Eftir að hafa mætt samvisku- samlega í heila viku veistu að þú getur mætt og gerir það líka í næstu viku og koll af kolli. Í kjöl- farið kemur löngun til að borða hollar og huga betur að líkam- anum. Þannig kemur árangur í ljós í hverjum mánuði,“ segir Ólöf sem tekur daginn alltaf snemma enda mikið að gera hjá henni við þjálfun í World Class og á TacticalTrain- ing. is. þar sem hún gefur skjól- stæðingum sínum nýjar æfingar og matarplan í hverri viku, með gómsætum uppskriftum sem hún sníður að þörfum hvers og eins.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.