Fréttablaðið - 12.03.2021, Blaðsíða 12
Þann 26. febrúar síðastliðinn veitti r ík isstjórn Íslands félaginu Afrekshug 4 millj-
óna króna styrk til þess að láta gera
afsteypu af verki Nínu Sæmundsson
Afrekshugur eða Spirit of Achieve-
ment, sem hefur verið táknmynd
Waldorf Astoria hótelsins í New
York síðan 1931.
Afsteypuna vill félagið láta reisa
á Hvolsvelli til ævarandi minningar
um frægustu listakonu héraðsins og
fyrstu íslensku konuna sem gerði
höggmyndalist að ævistarfi og naut
alþjóðlegrar frægðar fyrir verk sín.
Stjórn Afrekshugar skipa: Friðrik
Erlingsson, rithöfundur. Guðjón
Halldór Óskarsson, organisti og
stjórnandi Karlakórs Rangæinga.
Anton Kári Halldórsson, oddviti
sveitarstjórnar Rangárþings eystra.
Rut Ingólfsdóttir, fiðluleikari og
þýðandi. Hrafnhildur Inga Sigurð-
ardóttir myndlistarmaður.
Spirit of Achievement /
Afrekshugur
Árið 1930 boðaði Waldorf Astoria
hótelið til samkeppni meðal mynd-
listarmanna í Bandaríkjunum um
höggmynd sem skyldi verða ein-
kennistákn hótelsins. Nína, þá
nýf lutt til New York, sendi inn
hugmynd sína að verkinu Spirit of
Achievement. Af 400 innsendum til-
lögum valdi dómnefndin verk Nínu.
Styttan var sett upp fyrir ofan inn-
gang hótelsins árið 1931 og hefur
öðlast ódauðlegan sess sem eitt af
einkennistáknum borgarinnar og
er auk þess einkennandi verk fyrir
þetta tímabil í listasögunni, sem
kennt er við Art Deco.
Nína Sæmundsson
Nína Sæmundsson var fædd Jónína
Sæmundsdóttir í Nikulásarhúsum
í Fljótshlíð 22. ágúst 1892. Nína
var yngst fimmtán systkina, fædd
inn í bændasamfélag 19. aldar þar
sem fáar konur í alþýðustétt fengu
tækifæri til að ráða lífi sínu eða láta
draumana rætast. En upphafið að
ferli hennar varð ævintýri líkast. Á
unglingsaldri f lutti hún til frænku
sinnar í Kaupmannahöfn sem
styrkti hana til náms. Nína nam
fyrst við hina Konunglegu dönsku
listaakademíu, var boðið að sýna
verk sín m.a. í París og Róm en starf-
aði lengst af í Bandaríkjunum. Saga
hennar er öðrum þræði saga mikilla
sigra, en um leið harmrænna örlaga
sem höfðu mikil áhrif á líf hennar.
Nína bjó frá upphafi yfir miklum
viljastyrk og brennandi áhuga á list-
um og þróaði sinn klassíska stíl, þar
sem hún sameinar hið stórbrotna og
hið innilega. Hin uppreista mann-
eskja varð eitt af helstu þemum
hennar, ásamt andlitsmyndum, sem
hún gerði að sérgrein sinni. Þekkt-
ust er Nína fyrir höggmyndir sínar,
þ.á m. Sofandi drengur, Móðurást
og Afrekshugur. Nína lést í Reykja-
vík 29. janúar 1965.
Um afsteypuna
Þegar endurbætur á Waldor f
Astoria hótelinu hófust 2016, var
stytta Nínu tekin niður og sett
í geymslu. Hótelið lét gera þrí-
víddarskönnun af styttunni og
þessi skönnun verður notuð við
gerð afsteypunnar. Fyrirtækið
Skulpturstöberiet í Danmörku, sem
hefur áratuga reynslu í þjónustu
við myndhöggvara hvaðanæva úr
heiminum, mun steypa eftirmynd
styttunnar í fullri stærð, 263 senti-
metra á hæð.
Samningaviðræður um flutning
afsteypunnar til Íslands standa yfir,
sem og við flutningsaðila frá tollaf-
greiðslu og til Hvolsvallar. Sveitar-
stjórn Rangárþings eystra hefur frá
upphafi verið afar jákvæð gagnvart
þessu verkefni, mun taka að sér að
sjá um gerð stöpuls og undirbúning
svæðisins þar sem Afrekshugur
mun standa, á fyrirhuguðu mið-
bæjarsvæði samkvæmt aðalskipu-
lagi, en þaðan mun hún horfa til
suðurs og yfir þjóðveg nr. 1. Aðkoma
að styttunni verður auðveld fyrir
alla þá sem vilja virða hana fyrir
sér í návígi.
Afrekshugur stendur fyrir allt
það sem við öll viljum geta búið yfir
þegar á reynir. Síðasta ár hefur sýnt
okkur að sem betur fer eru afreks-
hugir víða í okkar samfélagi. Þegar
verkefnin fram undan virðast óleys-
anleg, þegar ekkert virðist ganga
eftir sem við ætluðum okkur – þá
þurfum við að vekja afrekshugann
innra með okkur. Sterkari brýning
til góðra verka verður varla fundin
en Afrekshugur Nínu Sæmundsson.
Þitt framlag
Félagið Afrekshugur var stofnað
í þeim tilgangi að safna styrkjum
til þessa verkefnis. Þann dag sem
styttan verður af hjúpuð á Hvols-
velli verður félagið lagt niður og
ef eitthvað er inni á reikningi þess
verður þeim f jármunum skipt
á milli björgunarsveitarinnar
Dagrenningar á Hvolsvelli og góð-
gerðarmála. Kostnaður við afsteypu
og flutning er á bilinu 7-9 milljónir.
Stjórn Afrekshuga vill hvetja alla
landsmenn, og Sunnlendinga sér-
staklega, til að leggja þessu máli
lið með 5.000 kr. framlagi, með því
að senda nafn og kennitölu á net-
fangið afrekshugur@gmail.com og
fá beiðni senda í heimbanka. Þeir
sem vilja styrkja verkefnið með
hærri upphæð eru beðnir um að
tilgreina þá fjárhæð í þessum sama
tölvupósti.
F.h. stjórnar Afrekshuga
Nína Sæmundsson var fædd
Jónína Sæmundsdóttir í
Nikulásarhúsum í Fljóts-
hlíð 22. ágúst 1892. Nína
var yngst fimmtán systkina,
fædd inn í bændasamfélag
19. aldar þar sem fáar konur
í alþýðustétt fengu tækifæri
til að ráða lífi sínu eða láta
draumana rætast.
Þorsteinn Pálsson skrifar pistil í Fréttablaðið í gær þar sem hann ræðst á Sjálfstæðisflokkinn. Þar
heldur hann því m.a. fram að borgar-
stjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins
hafi samþykkt samgöngusáttmálann
í borgarstjórn. Það er einfaldlega
rangt. Hið rétta er að allir 11 fulltrúar
minnihlutans greiddu atkvæði gegn
sáttmálanum og 2 af 12 fulltrúum
meirihlutans létu bóka sérstakan
fyrirvara vegna hugmynda um
gjaldtöku. Mikilvægt er þegar menn
gagnrýna aðra að fara rétt með. Það á
reyndur og vandaður maður eins og
Þorsteinn Pálsson að vita.
Þá er rétt að geta þess í ljósi inni-
halds greinar Þorsteins að mikill
munur er á tveimur pólitískum
stofnunum sitt hvorum megin við
Vonarstrætið. Annars vegar hefur
traust til Alþingis aukist verulega og
farið úr 24% í 34% frá 2014 en það er
aukning um 42%. Hins vegar hefur á
sama tíma traustið minnkað veru-
legu til borgarstjórnar frá því að
Samfylkingin tók að leiða meirihluta
borgarstjórnar undir forystu Dags.
B. Eggertssonar borgarstjóra en
traustið til borgarstjórnar minnkaði
um þriðjung úr 31% í 22% frá 2014.
Að lokum verð ég að minna Þor-
stein á að meirihlutinn féll í borg-
arstjórnarkosningunum síðustu
og Viðreisn ákvað að reisa fallna
meirihluta Dags við. Þá var lagt
upp með að borga niður skuldir í
góðæri, en í reynd stóð Viðreisn að
því að skuldir jukust um milljarð
á mánuði í mesta góðæri Íslands-
sögunnar. Þessi þróun er með engu
móti gæfuleg.
Hafa ber það
er sannara reynist
Í starfi mínu í bæjarstjórn Vestur-byggðar verður mér tíðrætt um innviði og uppbyggingu þeirra.
Hvers vegna? Segja má að umræða
um mál tengd innviðum sé algeng
í mínu nærumhverf i þar sem
hnignun hafði verið viðvarandi
um nokkurt skeið í sveitarfélaginu.
Það sem gerist við slíkar aðstæður
er að innviðir fúna. Þegar hægðist
á fyrrnefndri hnignun og hjólin
fóru að snúast í rétta átt – var mikið
verk fyrir höndum. Sveitarfélagið
réðist í vinnu við að útbúa innviða-
greiningu en það þótti nauðsynlegt
til þess að átta sig bæði á stöðu inn-
viða sveitarfélagsins og framtíðar
þörfum. Brýnt var á þessu stigi að
forgangsraða rétt í þeirri uppbygg-
ingu sem fram undan var.
Íslensk hagfræðileg skilgreining
orðsins innviðir er eftirfarandi;
„Atvinnu- og þjónustumannvirki
sem mynda undirstöðu efnahags-
lífs í hverju landi, s.s. orkuveitur,
fjarskipta- og samgöngumannvirki,
skólar, sjúkrahús o.þ.h.“
Innviðir er nokkuð víðfeðmt orð
og hefur sama gildi í hvaða sam-
félagi sem er, nauðsyn þess að hafa
innviði samfélags í lagi er óum-
deild og á alls staðar við. Innviðir
eru grunnstoð þess að hægt sé að
stuðla að jafnrétti til búsetu, þeir
stuðla að samkeppnishæfni sam-
félaga, en í þeim efnum er meðal
annars brýnt að samgöngumann-
virki séu í lagi og að fjarskiptasam-
band og afhendingaröryggi raforku
sé tryggt. Samkeppnishæfni sam-
félaga á landsbyggðinni er viðkvæm
og þarf að standa um hana vörð og
tryggja að hún sé bætt á þeim svæð-
um sem hún er ekki til staðar eða af
skornum skammti.
Störf án staðsetningar eru til að
mynda nokkuð háð því að ástand
innviða sé sem jafnast heilt á litið
yfir landsbyggðina. Í nútímasam-
félagi ætti ekkert að standa í vegi
fyrir því að allir landshlutar standi
jafnir að vígi hvað slík störf varðar.
Mörg spennandi tækifæri á sviði
tækni og nýsköpunar eru farin af
stað og verður gaman að fylgjast
með framvindu til dæmis í verk-
efnum á borð við Orkídeu sem er
samstarfsverkefni um nýsköpun
á Suðurlandi á vegum Landsvirkj-
unar, Samtaka sunnlenskra sveitar-
félaga, Landbúnaðarháskóla Íslands
og sjávarútvegs- og landbúnaðar-
ráðherra. En þar er um að ræða sam-
starf með það að markmiði að auka
verðmætasköpun og gera orku-
tengdum tækifærum hærra undir
höfði á sviði hátæknimatvælafram-
leiðslu og líftækni. Sambærileg sam-
starfsverkefni eru EIMUR á Norður-
landi og Blámi á Vestfjörðum.
Ef innviðir eru sveltir verður upp-
byggingin gríðarlega erfið og þung
þegar hjólin fara að snúast að nýju
og úr geta orðið miklir vaxtarverkir
sem erfitt getur verið að takast á við.
Því er mikilvægt að næra innviði
landsbyggðarinnar jafnt og þétt og
leggja alla áherslu á að halda áfram
því kraftmikla uppbyggingarstarfi
sem þegar er hafið. Til þess þarf
öf luga forystu fólks með breiðan
bakgrunn og djúpan skilning á
mismunandi þörfum í fjölbreyttum
samfélagsmyndum.
Sterkir innviðir – góð búsetuskilyrði
Eyþór
Arnalds
oddviti Sjálf-
stæðisflokksins
í Reykjavík
Iða Marsibil
Jónsdóttir
frambjóðandi
í 2.-3. sæti í
prófkjöri Fram-
sóknarflokksins
í Norðvestur-
kjördæmi
Þessi þróun er með engu
móti gæfuleg.
Katrín Jakobsdóttir forsætis-ráðherra kom og hringdi jafnréttisbjöllu Nasdaq Ice-
land mánudaginn 8. mars, í tilefni
af alþjóðlegum baráttudegi kvenna.
Var þetta hluti af sameiginlegum
viðburði kauphalla um allan heim,
en hér á landi stóðu UN Women á
Íslandi, Félag kvenna í atvinnulíf-
inu (FKA) og Samtök atvinnulífsins
(tengiliður UN Global Compact) að
viðburðinum með Nasdaq Iceland.
Eins og von var á f lutti Katrín
frábæra ræðu, þar sem hún rifjaði
meðal annars upp þrautraunir
brautryðjenda í jafnréttismálum,
eins og stofnendur Kvennalistans,
sem voru af mörgum álitnar hálf
sturlaðar fyrir öfgakenndar skoð-
anir sínar. Skoðanir sem þykja sjálf-
sagðar og eðlilegar í dag. Það var
eitthvað við þessa ræðu, tilefnið
og þær miklu sóttvarnaráðstafanir
sem voru til staðar á viðburðinum
sem fékk mig til að hugsa um ung-
verska lækninn Ignaz Semmelweis
(1818-1865). Semmelweis er einmitt
þekktur fyrir að hafa einn fyrstur
manna bent á mikilvægi sóttvarna
í læknisfræðinni. Rannsóknir hans
beindust m.a. að miklum mun í dán-
artíðni mæðra vegna barnsfararsótt-
ar sem voru í umsjá fæðingarlækna
(13-20%) samanborið við þeirra sem
voru í umsjá ljósmæðra (2%).
Skýringuna á þessum mikla mun
var einmitt að finna í skorti á sótt-
vörnum, en læknarnir áttu það til
að fara beint úr því að kryfja lík í að
taka á móti börnum og skoða sjúkl-
inga. Það er því miður ekki fárán-
legasti hluti sögu Semmelweis, því
þegar hann áttaði sig loksins á þessu
og reyndi að fræða kollega sína um
mikilvægi sóttvarna var hann
útskúfaður úr læknasamfélaginu og
álitinn sturlaður.
Í dag erum við meðvitaðri um
mikilvægi sóttvarna en nokkru
sinni fyrr. Viðbrögð samtímamanna
Semmelweis við kenningum hans
virka ótrúlega bjánaleg fyrir vikið.
Sagan fer ekki vel með fólk sem
heldur of fast í gamlar hugmyndir
og venjur. Við þurfum sem fyrst að
koma okkur á þann stað að mál eins
og skortur á konum í stjórnum og
framkvæmdastjórnum fyrirtækja
þyki jafn fáránleg og að taka á móti
barni með hendurnar útbíaðar í „lík-
ögnum“ (e. cadaver particles), eins og
Semmelweis kallaði það. Þegar þar
að kemur mun enginn vilja líta út
eins og bjánarnir sem börðust gegn
innleiðingu sóttvarna.
Sóttvarnir og jafnrétti
Baldur
Thorlacius
framkvæmda-
stjóri hjá
Nasd aq Iceland Skýringuna á þessum mikla
mun var einmitt að finna
í skorti á sóttvörnum, en
læknarnir áttu það til að
fara beint úr því að kryfja
lík í að taka á móti börnum
og skoða sjúklinga.
Afrekshugur heima
Friðrik
Erlingsson
rithöfundur
1 2 . M A R S 2 0 2 1 F Ö S T U D A G U R12 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð