Fréttablaðið - 12.03.2021, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 12.03.2021, Blaðsíða 34
Dominique Plédel Jóns-son tekur fram í upp-haf i v iðtals að hún sé ekki búin að vera í hundrað ár í frímúrara-reglu karla og kvenna á Íslandi. Þá þýðir víst lítið að spyrja hana frétta af fundi fyrstu stúkunnar, Ýmis, 12. mars árið 1921! Dominique er frönsk að uppruna en auðvitað orðin Íslendingur eftir rúm fimmtíu ár hér á landi. Kom fyrst sem nemi og ferðamaður 1969 og settist að ári síðar. Það eru tólf ár frá því hún gekk í fyrrgreinda frímúrarareglu en hún kveðst hafa verið á leiðinni þangað í þrjátíu ár. „Um 1990 bjó ég í Noregi en fór til Frakklands að heimsækja bestu vin- konu mína því hún átti afmæli. Hún vakti athygli mína á frímúrarareglu karla og kvenna, Le Droit Hum ain. „Þetta er eitthvað fyrir þig,“ sagði hún. Ég kynnti mér regluna og var sam- mála en fann hana ekki í Noregi. Það var ekki fyrr en ég rakst á hið fallega hús íslensku reglunnar í Grafarholtinu 2009 sem ég sá möguleikann á að taka þátt í starfi hennar.“ Að sjálfsögðu þarf að sækja um inn- göngu og uppfylla ákveðin grunnskil- yrði, að sögn Dominique. „Gengið er úr skugga um að enginn utanaðkomandi þrýstingur eða annarleg sjónarmið séu að baki umsókninni, heldur komi löngunin að innan,“ lýsir hún. „Ég vildi jákvæðan félagsskap fólks sem stundar mannrækt og gerir engan mismun á manneskjum á grundvelli trúarbragða, litarafts eða kyns. Starfið snýst um að láta gott af sér leiða. Einkunnarorðin eru frelsi, jafnrétti, bræðralag, þau orð ólst ég upp við því í opinberum bygg- ingum í Frakklandi standa þau ofan við innganginn. Því lá beint við að ganga í þessa reglu.“ gun@frettabladid.is Vildi jákvæðan félagsskap Alþjóðleg frímúrararegla karla og kvenna, Le Droit Humain, er 100 ára á Íslandi. Hún á uppruna í Frakklandi, eins og Dominique Plédel Jónsson sem starfar í reglunni. „Snýst um að láta gott af sér leiða,“ segir Dominique. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Alþjóðleg frímúrararegla karla og kvenna, Le Droit Humain, var stofnuð í París 1893. Tíu stúkur eru á Íslandi. Í tilefni þess að í dag eru 100 ár frá því sú fyrsta var stofnuð býður reglan almenningi í opið hús milli klukkan 17 og 19 að Kirkjustétt 2-6 í Reykjavík, Óseyri 2 á Akureyri og Tjarnarási 6 á Egilsstöðum. 1894 Coca-Cola er selt á flöskum í fyrsta sinn. 1913 Canberra verður höfuðborg Ástralíu. 1921 Eldur er laus í vitanum á Stórhöfða í Vestmanna- eyjum eftir að eldingu lýstur niður í hann. 1965 Hljómar gefa út sína fyrstu plötu með lögunum Bláu augun þín og Fyrsti kossinn, bæði eftir Gunnar Þórðarson en textar eftir Ólaf Gauk. Merkisatburðir Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Stefán Erlendur Þórarinsson frá Húsavík, lést 4. mars á Dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 15. mars kl. 13.00. Vegna aðstæðna í samfélaginu verða einungis nánustu ættingjar viðstaddir en útförinni verður streymt á Facebooksíðunni Jarðarfarir í Akureyrarkirkju – beinar útsendingar Aðalheiður Gunnarsdóttir Margrét Stefánsdóttir Þorgeir Guðmundsson Þórarinn Stefánsson Ingibjörg María Stefánsdóttir Sigríður Oddný Stefánsdóttir Ragnar Sigurjónsson Halla Stefánsdóttir Guðmundur Jón Stefánsson Hulda Sigríður Jeppesen barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ástbjörg Stefanía Gunnarsdóttir íþróttakennari, sem lést 3. mars sl. verður jarðsungin frá Bústaðakirkju mánudaginn 15. mars kl. 13.00. Aðstandendur og vinir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir (hámark 200 manns), en streymt verður frá athöfninni á slóðinni promynd.is/astbjorg og á virkum hlekk á mbl.is/andlat Margrét Jóhannsdóttir Hálfdán Sigurður Helgason Ingi Gunnar Jóhannsson Kristín G. Hákonardóttir Sigurður Sveinn Jónsson Svanhvít Helga Rúnarsdóttir Ástbjörg Rut Jónsdóttir Jóhanna Sveina Hálfdánardóttir Helgi Elí Hálfdánarson Snædís Anna Þórhallsdóttir Valdís B. Hálfdánardóttir Rúnar Þór Númason Eyrún Ingadóttir Telma Kristín Bjarnadóttir Tryggvi Ingólfsson Björg Rún Óskarsdóttir Ísabella Ronja, Yngvi Steinn, Valgerður Rakel, Þorvaldur Helgi, Vanda María og Óskar Systir mín, mágkona og föðursystir, Kristín Vilborg Haraldsdóttir geislafræðingur, Hjallabraut 33, Hafnarfirði, lést á heimili sínu 1. mars sl. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýndan hlýhug og samúð. Eyjólfur Þ. Haraldsson Guðbjörg Edda Eggertsdóttir Eggert Eyjólfsson Hólmfríður Morgan Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför Jóns Ólafs Skarphéðinssonar prófessors. Stuðningur ykkar er ómetanlegur. Sérstakar þakkir færum við heilbrigðisstarfsfólki sem sinnti honum af mikilli umhyggju og virðingu. Hólmfríður Jónsdóttir Una Björk Jónsdóttir Ása Karen Jónsdóttir Halla Oddný Jónsdóttir Friðgeir Bjarni Skarphéðinsson Sigrún Rafnsdóttir Karl Skarphéðinsson Sara Gylfadóttir Hjálmar Skarphéðinsson Elín Ólafsdóttir Óskar Bjarni Skarphéðinsson Dóra Bergrún Ólafsdóttir Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma okkar, Anna P. Brynjólfsdóttir er látin. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Jón Birgisson Ásthildur Ágústsdóttir Brynja Jónsdóttir Bryndís Jónsdóttir Innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug, samúð og vináttu við andlát og útför heittelskaðrar eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu, Hafdísar Engilbertsdóttur Hólmvaði 62, Reykjavík. Einnig viljum við þakka öllum þeim sem sýndu minningu hennar virðingu með því að styrkja góð málefni. Sérstakar þakkir færum við líknarheimaþjónustu Landspítalans HERU fyrir einstaka hlýju og alúð. Baldvin H. Steindórsson Tinna Björk Baldvinsdóttir Þórður Birgir Bogason Ívar Baldvinsson Lísa Lind Björnsdóttir Fannar Baldvinsson Snædís Sif Benediktsdóttir og barnabörn. Ástkær móðir okkar, stjúpmóðir, amma og langamma, Lilja Huld Sævars Mánatúni 6, lést á líknardeild Landspítala 3. mars. Útförin fer fram frá Áskirkju miðvikudaginn 17. mars kl. 13.00. Streymt verður frá athöfninni. Streymi: https://youtu.be/d7p4ZdrqmdY Ína Karlotta Árnadóttir Dagur Brynjólfsson Svava Kristín Egilson Gunnlaugur Magnússon Jóhann Magnússon Hólmfríður Díana Magnúsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Mín yndislega og elskaða eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, Sigríður Gísladóttir Sléttuvegi 31, Reykjavík, lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut þriðjudaginn 9. mars. Jarðarför auglýst síðar. Vilhjálmur Þór Ólafsson Ólafur Vilhjálmsson Anna Erla Þorsteinsdóttir Rúnar Þór Vilhjálmsson Jóna Rán Ingadóttir Gísli Már Vilhjálmsson Þórdís Einarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, Tómas Lárusson Hlíðarhúsum 7, Reykjavík, áður Eik, Mosfellssveit, lést 3. mars. Útför hans fer fram frá Guðríðarkirkju, föstudaginn 12. mars klukkan 15.00. Ágúst Tómasson Elísabet V. Ingvarsdóttir Páll Kristjánsson Fannar Pálsson Bylgja Pálsdóttir Ingvi Ágústsson Tómas Hrafn Ágústsson Magnús Ingvar Ágústsson barnabarnabörn og aðrir aðstandendur. 1 2 . M A R S 2 0 2 1 F Ö S T U D A G U R18 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.