Fréttablaðið - 12.03.2021, Blaðsíða 17
ALLT
K Y N N I NG A R B L A Ð
FÖSTUDAGUR 12. mars 2021
Daði og Gagnamagnið verða full-
trúar okkar í Eurovision 2021.
Íslenska Eurovision-lagið með
Daða og Gagnamagninu verður
frumflutt á RÚV annað kvöld.
Svíar munu sömuleiðis kynna
sinn fulltrúa þá. Hins vegar hafa
frændur okkar, Danir og Norð-
menn, þegar kynnt sína fulltrúa.
Um síðustu helgi fór fram
söngvakeppni í Danmörku þar
sem átta lög kepptu til úrslita.
Það var tvíeykið Fyr & Flamme
sem bar sigur úr býtum og mun
flytja lag sitt Øve os på hinanden
í undankeppninni í Rotterdam
í maí. Norðmenn senda popp-
goðið TIX sem heillaði landa sína
upp úr skónum í englabúningi.
Aldrei fyrr hafa jafn margir horft
á söngvakeppnina í Noregi og á
úrslitakvöldinu eða yfir milljón
áhorfendur. Þar með var slegið
áhorfsmet hjá NRK.
Keppnin í maí
Eurovision-undankeppnin fer
fram 18. og 20. maí og lokakvöldið
verður laugardagskvöldið 22. maí.
Þetta verður í fimmta sinn sem
keppnin er haldin í Hollandi,
síðast árið 1980. Nokkur lönd
munu senda sömu þátttakendur og
áttu að keppa í fyrra. Fjörutíu lönd
munu taka þátt að þessu sinni en
Búlgaría og Úkraína koma aftur til
leiks eftir hlé. Armenía, Ungverja-
land og Svartfjallaland verða hins
vegar ekki með að þessu sinni.
Keppnin fer fram í Ahoy-höll-
inni. Síðan á eftir að koma í ljós
hvernig fyrirkomulag keppninnar
verður miðað við þróun COVID-
faraldursins.
elin@frettabladidi.is
Eurovision-lögin
líta dagsins ljós
Óskar Logi Ágústsson, gítarleikari og söngvari The Vintage Caravan, segir að nýja platan sé sú besta sem sveitin hefur gert, enda sé annars engin ástæða til
að gefa út nýja plötu. Hann hlakkar til að fara að spila aftur á tónleikum og er spenntur að spila nýju lögin, sem eru sum mjög persónuleg. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Einlægari og fjölbreyttari en áður
Þann 16. apríl gefur The Vintage Caravan út fimmtu breiðskífu sína, sem heitir Monu-
ments. Vegna COVID gat sveitin hægt á eftir mikla keyrslu og tónleikaferðalög undanfarin
ár og nostrað við plötuna, sem er persónuleg og bæði þyngri og poppaðri en þær fyrri. 2
GÖNGUGREINING
Bókaðu tíma á faeturtoga.is eða í síma 55 77 100
Fætur Toga, Kringlan 3.hæð og Höfðabakki 3