Fréttablaðið - 20.04.2021, Side 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —7 6 . T Ö L U B L A Ð 2 1 . Á R G A N G U R Þ R I Ð J U D A G U R 2 0 . A P R Í L 2 0 2 1
w
v
HEKLA · Laugavegur 170 · Sími 590 5000 · www.volkswagen.is/id3
Verð frá 4.490.000 kr.
Rafmagnaður ID.3
Drægni að þínum þörfum!
Hvert ertu að fara?
#NúGeturÞú
MENNING Ólafur Egill Egilsson
opnar Konungsbók fyrir grunn-
skólakrökkum meðal annars með
my ndasög um og bíómy ndum
þannig að þau geti haft gagn og
gaman af dýrgrip sem þjóðin hefur
haft til varðveislu í hálfa öld og
verður efnt til hátíðar af því tilefni.
Árnastofnun fékk Ólaf til þess
að leikstýra og skrifa handrit
hátíðarinnar. Steiney Skúladóttir
er sögumaður. „Meginstefið í þess-
ari dagskrá er kannski að segja við
krakkana: Þetta er ykkar bók. Þetta
er ykkar Konungsbók sem við varð-
veitum en allur heimurinn á hana
og það er um að gera að nota hana
og njóta hennar,“ segir Ólafur.
– þþ / sjá síðu 26
Ólafur túlkar
Konungsbók
eftir sínu höfði
DÓMSMÁL Ekkert verður af sáttum
í að minnsta kosti tólf af þeim
átján málum sem eru til meðferðar
hjá Mannréttindadómstól Evrópu
(MDE) og byggja á sömu máls-
ástæðum og Landsréttarmálið.
MDE setti málin í sérstakt
sáttaferli skömmu fyrir áramót.
Í erindum, sem ríkislögmanni og
kærendum málanna bárust frá
dómstólnum af því tilefni, kom
fram að næðust ekki sættir í mál-
unum færu þau til hefðbundinnar
efnismeðferðar og dómsálagningar
á grundvelli fyrirliggjandi dóma-
fordæmis. Er þar vísað til niður-
stöðu yfirdeildarinnar í Lands-
réttarmálinu sem kveðinn var upp
1. desember síðastliðinn.
Var frestur til að ná sáttum upp-
haflega veittur til 16. mars en ríkis-
lögmaður staðfesti við Fréttablaðið
um miðjan síðasta mánuð að óskað
hefði verið eftir lengri fresti til að
ná sáttum í sautján af átján málum.
Hinn framlengdi frestur rennur út
fyrir hádegi í dag.
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson,
sem fer með fyrirsvar í tólf af þeim
sautján málum sem tekin voru til
sáttameðferðar, staðfestir að sátta-
umleitunum sé lokið án árangurs
og hann hafi gert dómstólnum við-
vart um það fyrir hönd umbjóð-
enda sinna.
Hann gefur þó ekki upp á hverju
hafi strandað í sáttaumleitunum
vegna skilyrðis um trúnað sem um
þær gildi.
Embætti ríkislögmanns vildi
ekki svara fyrirspurn Fréttablaðs-
ins um málið í gær þar sem frestur-
inn væri ekki liðinn.
Um er að ræða sakamál í öllum
tilvikum sem eru því marki brennd
að hafa verið dæmd í Landsrétti af
einhverjum hinna fjögurra dómara
sem ekki voru skipaðir í samræmi
við lög þegar skipað var upphaflega
í réttinn haustið 2017.
Meðal þeirra mála sem um ræðir
er mál Jens Gunnarssonar, fyrrver-
andi rannsóknarlögreglumanns,
sem dæmdur var fyrir brot í starfi
og dæmdur í f immtán mánaða
fangelsi. – aá
Engar sættir í fjölda MDE-mála
Íslenska ríkið náði ekki sáttum í minnst tólf málum sem eru til meðferðar hjá Mannréttindadómstól
Evrópu og eru af sömu rót og Landsréttarmálið. Þau verða nú dæmd á grunni hins nýja dóms yfirdeildar.
Vilhjálmur H.
Vilhjálmsson,
hæstaréttar
lögmaður
Eldgosið við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga hefur nú varað í einn mánuð. Í gær var ekki mikið skyggni yfir svæðið en þó nóg til að fanga fegurðina. Ekki gýs lengur úr nyrsta gígnum
sem opnaðist á annan dag páska en að öðru leyti er gosið og hraunrennsli nokkuð stöðugt og ekki margar vísbendingar um að hætti að gjósa í bráð. Sjá síðu 8 FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK