Fréttablaðið - 20.04.2021, Page 2
Reyndi á þolinmæðina í bið eftir skimun
Júlía K. Björke, framkvæmdastjóri MýSköpunar, með vöruna. Með frekari
þróun er jafnvel hægt að framleiða bláa spirulinu. MYND/HELGI A. ALFREÐSSON
NÝSKÖPUN „Þetta er einstakur
stofn héðan úr Mývatni og svolítið
merkilegt að geta ræktað upp eitt-
hvað sem á uppruna sinn hér og
nýta orkuna úr jarðhitanum,“ segir
Júlía K. Björke, framkvæmdarstjóri
MýSköpunar, en fyrirtækinu tókst í
vikunni að búa til spirulinuduft úr
örþörungum úr Mývatni.
Á heilsa.is segir að spirulina sé
þekkt sem ein næringarríkasta fæða
sem völ er á. Hún þrífst í heitum,
sólríkum löndum eins og Mið- og
Suður-Ameríku og Afríku.
MýSköpun fékk nýverið 13,5
milljóna króna styrk úr Matvæla-
sjóði og þá er í gildi samningur við
Landsvirkjun um rafmagn og hita
en nóg er af því í Mývatnssveit.
Júlía segir að verkefnið sé búið
að vera í gangi í þó nokkur ár. Arn-
heiður Almarsdóttir stýrði því áður
með það að markmiði að rannsaka
hvort það væru einhverjir þörungar
sem væri hægt að nýta til manneldis
í Mývatni. Eftir fjölmargar sýna-
tökur tókst að finna annars vegar
spirulinu en einnig chlorellu. Báðir
þörungar þurfa mikið vatn og hita
og vilja vaxa í aðstæðum sem eru
ansi langt frá íslenskum veruleika,
eða 30-35 gráðum.
„Við nýtum jarðhitann hér í
Bjarnarf lagi, við þurfum vel upp-
hitað hús og mikið rafmagn því
þetta er eiginlega eins og gróðurhús
í vatni. Báðir þörungarnir, spirulina
og chlorella, eru þannig þörungar
að þeir fjölga sér á ógnarhraða ef
þeim líður vel.“
Júlía, sem er uppalin í Reykjavík
og er jarðefnafræðingur og jarð-
hitasérfræðingur, flutti ásamt eigin-
manni sínum Helga Arnari Alfreðs-
syni í sveitina árið 2013. Hún segir
að þegar hún var fengin í verkefnið
hafi hún lítið þurft að hugsa sig um.
„Ég er með mikinn áhuga á fjölnýt-
ingu á jarðhita, hvernig eigi að nýta
hliðarafurðirnar því eins og staðan
er í dag eru Íslendingar aðeins að
nýta um 50 prósent af hitanum.
Það er þessi háhitagufa sem er nýtt
og það er alltaf verið að leita leiða til
að nýta hinn helminginn.“
Þörungarnir eru ræktaðir í gömlu
Kísiliðjunni í Bjarnarf lagi og er
markmiðið að framleiða spirulinu-
duft í fæðubótarefni og halda svo
áfram í vöruþróun. „Þetta er fyrsta
íslenska spirulinan og þá þarf ekki
að f lytja hana inn þannig að það er
miklu minna kolefnisspor. Þannig
að þetta er þá orðin mjög umhverf-
isvæn og næringarrík fæða.
Þetta er ennþá þróunarverkefni
þó að við séum byrjuð að fram-
leiða. Verkefnið hefur verið rekið á
rannsóknarstyrkjum hingað til en
núna er kominn grundvöllur fyrir
því að skila einhverju fjármagni
inn en halda samt áfram þróun-
inni. Stefnan er allavega sú að koma
með vöru á markað á þessu ári,“
segir Júlía.
benediktboas@frettabladid.is
Rækta spirulinu með
örþörungum Mývatns
MýSköpun hélt upp á stóran áfanga í liðinni viku þegar fyrsta spirulinuduftið
var tilbúið úr ræktun fyrirtækisins í Bjarnarflagi í Mývatnssveit. Stefnt er að
því að koma með vörur á markað á þessu ári en um leið halda áfram þróun.
Við nýtum jarð-
hitann hér í Bjarnar-
flagi, við þurfum vel upp-
hitað hús og mikið rafmagn
því þetta er eiginlega eins og
gróðurhús í vatni.
Júlía K. Björke
framkvæmdarstjóri MýSköpunar
Kauptu næluna á blarapril.is
Einhverfa er alls konar
Ég á erfitt
með að
tilfinningar
Löng röð myndaðist fyrir utan skimunarstöðina við Suðurlandsbraut í gær en margir voru boðaðir í skimun eftir smit síðustu helgar þar sem 44
greindust með COVID. Sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi í gær að skoðað yrði næstu daga hvort herða þurfi aðgerðir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
MENNING Ný nefnd, eða starfshóp-
ur, Íslendinga og Dana verður kynnt
í vikunni. Samkvæmt menntamála-
ráðuneytinu er verið að ganga frá
formsatriðum skipunarinnar.
Á miðvikudag verður hálf öld frá
því að skinnhandrit Flateyjarbókar
og Konungsbókar eddukvæða voru
afhent í Reykjavíkurhöfn. Við tók
26 ára vinna við að skipta hand-
ritunum milli Íslendinga og Dana.
Lilja Alfreðsdóttir hefur lýst því yfir
að hún vilji fá afganginn til baka,
alls um 1.400 handrit.
Þetta ítrekaði hún meðal ann-
ars í viðtali við danska dagblaðið
Kristelig Dagblad á laugardag. „Ég
geri mér grein fyrir því að hand-
ritin hafa mikla þýðingu fyrir bæði
lönd,“ sagði hún.
Þann 25. september á síðasta ári
skilaði starfshópur ráðherra til-
lögum að því hvernig staðið yrði að
viðræðunum við Dani. Sú greinar-
gerð hefur ekki verið gerð opinber
og í desember úrskurðaði úrskurð-
arnefnd um upplýsingamál gegn
blaðamanni sem krafðist þess að fá
greinargerðina afhenta.
Í svari við fyrirspurn Frétta-
blaðsins segir Kristrún Heiða
Hauksdóttir, upplýsingafulltrúi
menntamálaráðuneytisins, að gögn
starfshópanna verði gerð opinber
að verkefninu loknu. – khg
Tilkynna um nýja nefnd
um skiptingu handrita
Lilja vill afganginn af handritunum
heim. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
KÓPAVOGUR Bæjarstjórn Kópavogs
hefur ákveðið að hætta að veita
stjórnmálaf lokkum auglýsinga-
styrki. Var þetta samþykkt sam-
hljóða á fundi í síðustu viku.
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjar-
fulltrúi Pírata, benti í vetur á ójafn-
ræði sem ríkti milli f lokkanna.
Aðeins Sjálfstæðisflokkurinn gefur
reglulega út prentað málgagn og
gat reglulega sótt um auglýsinga-
styrk frá bænum. Þá voru reglurnar
hvergi skrifaðar og ný stjórnmálaöfl
ekki upplýst um þær.
„Ég er mjög ánægð með þetta,“
segir Sigurbjörg. „Það eru reglur
um styrki sem miðast við gengi í
kosningum. Ég veit ekki hvort þeir
styrkir verði hækkaðir á móti en ef
það verður gert verður það gegn-
særra og sanngjarnara.“
Í svari við fyrirspurn Sigurbjargar
kom í ljós að Sjálfstæðisflokkurinn
fékk 80 prósent af heildargreiðslun-
um og var eini f lokkurinn sem fékk
styrk árlega. Tvisvar var styrkurinn
hærri en leyfilegt var. – khg
Bærinn hættir
að veita styrki
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjar-
fulltrúi Pírata. MYND/AÐSEND
2 0 . A P R Í L 2 0 2 1 Þ R I Ð J U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð